Fimm leikmenn litu rautt eftir slagsmál Ágúst Orri Arnarson skrifar 20. desember 2023 18:46 Slagsmál brutust út í fagnaðarlátum Diyarbekirspor Deildarkeppnir í knattspyrnu í Tyrklandi hófust aftur í gær, viku eftir að hlé var gert frá öllum keppnum vegna líkamsárásar á dómara af hendi forseta félagsins Ankaragucu. Strax í gær leit annar skandall dagsins ljós og nú í dag urðu hópslagsmál í næst efstu deild. Tyrkneskir knattspyrnuleikmenn og aðdáendur eru þekktir fyrir margt annað en rólyndi og gott jafnaðargeð. Í leik Bursaspor og Diyarbekirspor fengu fimm leikmenn að líta rautt spjald eftir að slagsmál brutust út undir lok leiks. Sömuleiðis var einn áhorfandi sem hljóp inn á völlinn í óeirðunum handtekinn af lögreglu. 🚨🇹🇷 Mass brawl in Bursaspor-Diyarbekirspor match right now! Crazy scenes. 5 players were shown red cards in total. (🎥 @PanenkaSport) pic.twitter.com/YLwUveADEh— EuroFoot (@eurofootcom) December 20, 2023 Slagsmálin brutust út þegar Bünyamin Yürür skoraði annað mark leiksins á 82. mínútu og tryggði gestaliðinu Diyarbekirspor 2-0 sigur. Hann fagnaði markinu ásamt liðsfélögum sínum beint fyrir framan stuðningsmenn heimaliðsins. Stuðningsmenn reiddust mjög, hrópuðu og kölluðu inn á völlinn en snöggt viðbragð lögreglu gerði þeim erfitt fyrir að beita sér frekar gegn honum. Fjandinn slapp svo laus þegar leikmaður heimaliðsins réðst að Bünyamin Yürür. Þá þurfti lögreglan skyndilega að beita sér á tveimur vígstöðvum, halda áhorfendum í skefjum og stöðva slagsmál leikmannanna. Fleiri leikmenn, þjálfarar og aðdáendur blönduðu sér í málið eins og sjá má á myndskeiðinu hér að neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=-5WkUbX5AGY">watch on YouTube</a> Burak Taşkınsoy, dómari leiksins, sýndi alls fimm leikmönnum rautt spjald eftir á, þar af þremur leikmönnum Diyarbekirspor. Leikur hófst aftur, rúmum fimmtán mínútum síðar, og lauk 0-2. Leikmenn gengu svo af velli í lögreglufylgd að búningsherbergjum sínum. Eins og áður segir var viku langt hlé gert á öllum deildum í Tyrklandi, eftir að forseti Ankaragucu, Faruk Koca, hljóp inn á völlinn eftir jafntefli við Caykur Rizespor og kýldi dómara leiksins. Ecmel Faik Sarialioglu, forseti Istanbulspor, gerði sér svo einnig ferð niður á völl þegar keppnir hófust aftur í gær og tók leikmenn liðsins út af í mótmælaskyni eftir að dómari leiksins dæmdi ekki vítaspyrnu þeim í vil. Tyrkneski boltinn Tyrkland Tengdar fréttir Forsetinn fær ævilangt bann Faruk Koca, forseti Ankaragucu, má ekki koma nálægt fótbolta þar sem eftir lifir ævinnar. 15. desember 2023 07:01 Annar skandall í Tyrklandi: Forsetinn dró liðið af velli Í annað sinn á skömmum tíma fór forseti liðs inn á völlinn í leik í tyrknesku úrvalsdeildinni. 20. desember 2023 07:15 Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Sjá meira
Tyrkneskir knattspyrnuleikmenn og aðdáendur eru þekktir fyrir margt annað en rólyndi og gott jafnaðargeð. Í leik Bursaspor og Diyarbekirspor fengu fimm leikmenn að líta rautt spjald eftir að slagsmál brutust út undir lok leiks. Sömuleiðis var einn áhorfandi sem hljóp inn á völlinn í óeirðunum handtekinn af lögreglu. 🚨🇹🇷 Mass brawl in Bursaspor-Diyarbekirspor match right now! Crazy scenes. 5 players were shown red cards in total. (🎥 @PanenkaSport) pic.twitter.com/YLwUveADEh— EuroFoot (@eurofootcom) December 20, 2023 Slagsmálin brutust út þegar Bünyamin Yürür skoraði annað mark leiksins á 82. mínútu og tryggði gestaliðinu Diyarbekirspor 2-0 sigur. Hann fagnaði markinu ásamt liðsfélögum sínum beint fyrir framan stuðningsmenn heimaliðsins. Stuðningsmenn reiddust mjög, hrópuðu og kölluðu inn á völlinn en snöggt viðbragð lögreglu gerði þeim erfitt fyrir að beita sér frekar gegn honum. Fjandinn slapp svo laus þegar leikmaður heimaliðsins réðst að Bünyamin Yürür. Þá þurfti lögreglan skyndilega að beita sér á tveimur vígstöðvum, halda áhorfendum í skefjum og stöðva slagsmál leikmannanna. Fleiri leikmenn, þjálfarar og aðdáendur blönduðu sér í málið eins og sjá má á myndskeiðinu hér að neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=-5WkUbX5AGY">watch on YouTube</a> Burak Taşkınsoy, dómari leiksins, sýndi alls fimm leikmönnum rautt spjald eftir á, þar af þremur leikmönnum Diyarbekirspor. Leikur hófst aftur, rúmum fimmtán mínútum síðar, og lauk 0-2. Leikmenn gengu svo af velli í lögreglufylgd að búningsherbergjum sínum. Eins og áður segir var viku langt hlé gert á öllum deildum í Tyrklandi, eftir að forseti Ankaragucu, Faruk Koca, hljóp inn á völlinn eftir jafntefli við Caykur Rizespor og kýldi dómara leiksins. Ecmel Faik Sarialioglu, forseti Istanbulspor, gerði sér svo einnig ferð niður á völl þegar keppnir hófust aftur í gær og tók leikmenn liðsins út af í mótmælaskyni eftir að dómari leiksins dæmdi ekki vítaspyrnu þeim í vil.
Tyrkneski boltinn Tyrkland Tengdar fréttir Forsetinn fær ævilangt bann Faruk Koca, forseti Ankaragucu, má ekki koma nálægt fótbolta þar sem eftir lifir ævinnar. 15. desember 2023 07:01 Annar skandall í Tyrklandi: Forsetinn dró liðið af velli Í annað sinn á skömmum tíma fór forseti liðs inn á völlinn í leik í tyrknesku úrvalsdeildinni. 20. desember 2023 07:15 Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Sjá meira
Forsetinn fær ævilangt bann Faruk Koca, forseti Ankaragucu, má ekki koma nálægt fótbolta þar sem eftir lifir ævinnar. 15. desember 2023 07:01
Annar skandall í Tyrklandi: Forsetinn dró liðið af velli Í annað sinn á skömmum tíma fór forseti liðs inn á völlinn í leik í tyrknesku úrvalsdeildinni. 20. desember 2023 07:15