Orri áttaði sig á mikilvægi stundarinnar: Gerðu það sem flestir töldu ógerlegt Aron Guðmundsson skrifar 15. desember 2023 08:00 Orri í leik með FC Kaupmannahöfn gegn Manchester United á Old Trafford í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Vísir/Getty Orri Steinn Óskarsson og liðsfélagar hans í FC Kaupmannahöfn skrifuðu söguna fyrir félagið í Meistaradeild Evrópu á dögunum í aðstæðum sem voru fyrir fram taldar ógerlegar fyrir liðið að skara fram úr í. Úrslit á borð við 4-3 heimasigur gegn Manchester United sáu til þess að danska liðið eygði möguleika á sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar fyrir lokaleik sinn í riðlakeppninni heima gegn Galatasaray. FC Kaupmannahöfn vann þann leik með einu marki gegn engu. Sæti í sextán liða úrslitum var tryggt. Skilaboðin frá þjálfara Orra Steins hjá FCK við leikmenn sína að sætið í 16-liða úrslitum var tryggt, voru skýr. Þeir hefðu verið að ná sögulegu afrek. It s historical what you did #UCL #fcklive pic.twitter.com/63YlQtIJoQ— F.C. København (@FCKobenhavn) December 13, 2023 Orri segir leikmenn liðsins hafa verið meðvitaða um það fyrir leikinn gegn Galatasaray hvaða þýðingu það myndi hafa að bera sigur úr býtum og trygga sig inn í sextán liða úrslitin. „Já, tók engan tíma að átta sig á því. Við gerðum okkur grein fyrir því hvað þetta gæti þýtt fyrir lokaleikinn gegn Galatasaray. Vissum að þetta væri leikur á risastóru sviði. Að það yrði mjög mikilvægt fyrir félagið sem og fótboltann í Danmörku í heild sinni ef okkur tækist ætlunarverkið. Að vinna þennan leik var því risastórt. Þetta er aðeins í annað skipti sem FC Kaupmannahöfn nær að tryggja sér sæti í útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu. Við erum mjög stoltir af því að hafa náð þessu, bæði fyrir hönd liðsins sem og Kaupmannahafnar.“ Markmiðið að spila í Evrópu eftir áramót Það voru fáir sem bjuggust við því að FC Kaupmannahöfn myndi ná að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir að liðið var dregið í riðil með Bayern Munchen, Manchester United og Galatasaray. En eftir því sem leið á riðlakeppnina var ljóst að leikmenn FCK ætluðu sér ekki bara að vera með í Meistaradeildinni. „Þetta er auðvitað gríðarlega sterkur riðill sem við drógumst þarna í á sínum tíma. Þrjú önnur lið sem eru að mínu mati í heimsklassa,“ segir Orri í samtali við Vísi. „Ég myndi líka setja okkur hjá FC Kaupmannahöfn í þann flokk núna. Spilamennska okkar hefur séð til þess. Fyrstu markmiðin hjá okkur í þessari baráttu voru að sjá til þess að við værum enn að spila í Evrópukeppni eftir áramót.“ Og var þá ekki endilega verið að meina í Meistaradeildinni því þriðja sæti riðilsins hefði veitt FC Kaupmannahöfn þátttökurétt í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar. „Krafan um annað sæti riðilsins var ekki endilega sú krafa sem við settum á sjálfa okkur. Einbeiting okkar var kannski fyrst á þetta þriðja sæti og að gera betur í riðlakeppninni heldur en á síðasta tímabili þar sem að liðið stóð uppi með núll sigra.“ Eftir því sem leið á keppnina. Eftir því sem FC Kaupmannahöfn sýndi það ítrekað að það gæti staðið í hárinu á þessum stórliðum í riðlinum. Jókst trúin innan liðsins á að sæti í sextán liða úrslitum væri mögulegt. „Því fleiri leiki sem þú spilar á þessu gæðastigi. Því nær sem þú kemst því að venjast tempóinu og hraðanum. Því meiri verður trúin og vonin um að við getum afrekað það sem margir töldu ómögulegt fyrir okkur. Við komum mjög vel út úr flestum leikjum í riðlakeppninni. Spilum góðan varnarleik og sóknarleik inn á milli. Það var lykillinn fyrir okkur í þessum stóru leikjum. Sérstaklega á útivelli.“ Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Danski boltinn Danmörk Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Sjá meira
Úrslit á borð við 4-3 heimasigur gegn Manchester United sáu til þess að danska liðið eygði möguleika á sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar fyrir lokaleik sinn í riðlakeppninni heima gegn Galatasaray. FC Kaupmannahöfn vann þann leik með einu marki gegn engu. Sæti í sextán liða úrslitum var tryggt. Skilaboðin frá þjálfara Orra Steins hjá FCK við leikmenn sína að sætið í 16-liða úrslitum var tryggt, voru skýr. Þeir hefðu verið að ná sögulegu afrek. It s historical what you did #UCL #fcklive pic.twitter.com/63YlQtIJoQ— F.C. København (@FCKobenhavn) December 13, 2023 Orri segir leikmenn liðsins hafa verið meðvitaða um það fyrir leikinn gegn Galatasaray hvaða þýðingu það myndi hafa að bera sigur úr býtum og trygga sig inn í sextán liða úrslitin. „Já, tók engan tíma að átta sig á því. Við gerðum okkur grein fyrir því hvað þetta gæti þýtt fyrir lokaleikinn gegn Galatasaray. Vissum að þetta væri leikur á risastóru sviði. Að það yrði mjög mikilvægt fyrir félagið sem og fótboltann í Danmörku í heild sinni ef okkur tækist ætlunarverkið. Að vinna þennan leik var því risastórt. Þetta er aðeins í annað skipti sem FC Kaupmannahöfn nær að tryggja sér sæti í útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu. Við erum mjög stoltir af því að hafa náð þessu, bæði fyrir hönd liðsins sem og Kaupmannahafnar.“ Markmiðið að spila í Evrópu eftir áramót Það voru fáir sem bjuggust við því að FC Kaupmannahöfn myndi ná að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir að liðið var dregið í riðil með Bayern Munchen, Manchester United og Galatasaray. En eftir því sem leið á riðlakeppnina var ljóst að leikmenn FCK ætluðu sér ekki bara að vera með í Meistaradeildinni. „Þetta er auðvitað gríðarlega sterkur riðill sem við drógumst þarna í á sínum tíma. Þrjú önnur lið sem eru að mínu mati í heimsklassa,“ segir Orri í samtali við Vísi. „Ég myndi líka setja okkur hjá FC Kaupmannahöfn í þann flokk núna. Spilamennska okkar hefur séð til þess. Fyrstu markmiðin hjá okkur í þessari baráttu voru að sjá til þess að við værum enn að spila í Evrópukeppni eftir áramót.“ Og var þá ekki endilega verið að meina í Meistaradeildinni því þriðja sæti riðilsins hefði veitt FC Kaupmannahöfn þátttökurétt í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar. „Krafan um annað sæti riðilsins var ekki endilega sú krafa sem við settum á sjálfa okkur. Einbeiting okkar var kannski fyrst á þetta þriðja sæti og að gera betur í riðlakeppninni heldur en á síðasta tímabili þar sem að liðið stóð uppi með núll sigra.“ Eftir því sem leið á keppnina. Eftir því sem FC Kaupmannahöfn sýndi það ítrekað að það gæti staðið í hárinu á þessum stórliðum í riðlinum. Jókst trúin innan liðsins á að sæti í sextán liða úrslitum væri mögulegt. „Því fleiri leiki sem þú spilar á þessu gæðastigi. Því nær sem þú kemst því að venjast tempóinu og hraðanum. Því meiri verður trúin og vonin um að við getum afrekað það sem margir töldu ómögulegt fyrir okkur. Við komum mjög vel út úr flestum leikjum í riðlakeppninni. Spilum góðan varnarleik og sóknarleik inn á milli. Það var lykillinn fyrir okkur í þessum stóru leikjum. Sérstaklega á útivelli.“
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Danski boltinn Danmörk Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann