Blönk í bænum með uppblásið sófasett í stofunni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. desember 2023 10:18 Birgitta Haukdal hefur komið víða við á löngum ferli. Vísir/Vilhelm Birgitta Haukdal, söngkona, rithöfundur og sjónvarpsstjarna, segist ekki hafa átt krónu þegar hún flutti átján ára gömul til Reykjavíkur til þess að elta drauminn um að verða söngkona. Hún átti engin húsgögn og lét uppblásið sófasett duga til að byrja með. Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar var Birgitta í viðtali vikunnar og ræddi æskuna, upphaf ferilsins, rithöfundaferilinn og Idol. Áhuginn kviknaði yfir Eurovision „Ég hef nú bara alltaf verið eitthvað raulandi og syngjandi og alltaf að gera bróður minn brjálaðan,“ segir Birgitta. Hún rifjar upp þegar hún fylgdist sjö ára gömul með hinni belgísku Söndru Kim sigra Eurovision söngvakeppnina, fyrsta árið sem Ísland tók þátt. „Ég var sex ára eða sjö og mér fannst hún bara vera jafngömul og ég, þannig að ég sá bara mig fyrir mér á sviðinu. Það var kannski svona mómentið þar sem áhuginn kviknaði af alvöru, það var að sjá hana í Eurovision.“ Birgitta segist hafa verið staðráðin í því að fara í Eurovision, sem hún svo og gerði árið 2003. Hún hafi farið beint inn í herbergið að Eurovision loknu árið 1986 að æfa sig. Þrjár sýningar á viku og tími til að flytja „Ég flyt hingað suður átján. Þá var það til þess að prófa að verða söngkona. Þá var ég komin með gigg á Broadway í Abba showi. Var búin að vera að fljúga á milli og svo voru sýningarnar farnar að vera þrjár í viku og þá prófaði ég bara að flytja í borgina og athuga hvort ég gæti unnið við þetta.“ Var það mikið stökk? „Já, ég átti náttúrulega ekki krónu. Bara símtal til mömmu og pabba daglega hvort þau ættu pening svo ég ætti bensín á bílinn. Þannig að það voru mikil viðbrigði en það tókst.“ Birgitta segist hafa leigt íbúð af konu sem hún þekkti og hafði flutt tímabundið út á land. Þar hafi verið rúm en ekkert annað húsgagn. „Ég átti engan pening en ég fann á 5000 krónur uppblásið sófasett, það var auglýsing í Mogganum,“ segir Birgitta hlæjandi. „Þannig að ég pantaði það í smáauglýsingunum og fékk svona blátt uppblásið sófasett í stofuna.“ Birgitta segir að sér hafi fundist það geggjað. Hún vildi óska þess að hún ætti það ennþá. „Ég átti ekki heldur pening til þess að taka myndir, þannig að ég á ekki einu sinni mynd af því. En það sprakk ábyggilega á endanum, ég man það ekki.“ Hófst allt fyrir alvöru með Írafár Hvenær kom tímapunkturinn þar sem þú nærð að gera þetta að atvinnu? „Ég hélt mér alveg á floti í Abba sýningunum en það var kannski þegar að Írafár fer af stað. Það fer af stað í kjölfarið og þá erum við svo dugleg að spila út um allt. Sumstaðar þar sem enginn kom og þá fékk maður engin laun en annars staðar komu margir og maður fékk ágæt laun. Þá fór þetta bara smám saman að rúlla rólega.“ Birgitta segir strákana í Írafár hafa heyrt af sér á söngleiknum á Broadway. Þeir hafi verið að leita sér að söngkonu. Þeir hafi mætt og séð Birgittu á sýningunni og haft samband við hana í kjölfarið. „Ég kíkti upp í æfingarhúsnæði og við prófuðum að syngja og spila saman. Þetta var eiginlega aldrei rætt eftir það, þetta small bara.“ Algjör gaur Birgitta segir tímabilið í kringum aldamót hafa verið sannkallaða rússíbanareið. Það hafi líka tekið á enda hafi mikið verið spilað. „Þetta var rosa gaman. Þetta var ótrúlega skemmtilegt og ég var algjör gaur. Var bara í rútu með fimm til tíu strákum að ferðast út um allt landið og mér fannst það ótrúlega skemmtilegt og mér finnst ég ótrúlega heppin að hafa fengið að upplifa það,“ segir Birgitta. „En í leiðinni algjör rússíbani og tók alveg á líka. Mér fannst ég vera raddlaus bara í þrjú ár. Ég söng svo mikið og það endaði bara með því að það var bara engin rödd og engin hvíld og það tók á.“ Tónlist Bítið Norðurþing Mest lesið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Lífið Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Menning Omam gerir góðverk Lífið Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar var Birgitta í viðtali vikunnar og ræddi æskuna, upphaf ferilsins, rithöfundaferilinn og Idol. Áhuginn kviknaði yfir Eurovision „Ég hef nú bara alltaf verið eitthvað raulandi og syngjandi og alltaf að gera bróður minn brjálaðan,“ segir Birgitta. Hún rifjar upp þegar hún fylgdist sjö ára gömul með hinni belgísku Söndru Kim sigra Eurovision söngvakeppnina, fyrsta árið sem Ísland tók þátt. „Ég var sex ára eða sjö og mér fannst hún bara vera jafngömul og ég, þannig að ég sá bara mig fyrir mér á sviðinu. Það var kannski svona mómentið þar sem áhuginn kviknaði af alvöru, það var að sjá hana í Eurovision.“ Birgitta segist hafa verið staðráðin í því að fara í Eurovision, sem hún svo og gerði árið 2003. Hún hafi farið beint inn í herbergið að Eurovision loknu árið 1986 að æfa sig. Þrjár sýningar á viku og tími til að flytja „Ég flyt hingað suður átján. Þá var það til þess að prófa að verða söngkona. Þá var ég komin með gigg á Broadway í Abba showi. Var búin að vera að fljúga á milli og svo voru sýningarnar farnar að vera þrjár í viku og þá prófaði ég bara að flytja í borgina og athuga hvort ég gæti unnið við þetta.“ Var það mikið stökk? „Já, ég átti náttúrulega ekki krónu. Bara símtal til mömmu og pabba daglega hvort þau ættu pening svo ég ætti bensín á bílinn. Þannig að það voru mikil viðbrigði en það tókst.“ Birgitta segist hafa leigt íbúð af konu sem hún þekkti og hafði flutt tímabundið út á land. Þar hafi verið rúm en ekkert annað húsgagn. „Ég átti engan pening en ég fann á 5000 krónur uppblásið sófasett, það var auglýsing í Mogganum,“ segir Birgitta hlæjandi. „Þannig að ég pantaði það í smáauglýsingunum og fékk svona blátt uppblásið sófasett í stofuna.“ Birgitta segir að sér hafi fundist það geggjað. Hún vildi óska þess að hún ætti það ennþá. „Ég átti ekki heldur pening til þess að taka myndir, þannig að ég á ekki einu sinni mynd af því. En það sprakk ábyggilega á endanum, ég man það ekki.“ Hófst allt fyrir alvöru með Írafár Hvenær kom tímapunkturinn þar sem þú nærð að gera þetta að atvinnu? „Ég hélt mér alveg á floti í Abba sýningunum en það var kannski þegar að Írafár fer af stað. Það fer af stað í kjölfarið og þá erum við svo dugleg að spila út um allt. Sumstaðar þar sem enginn kom og þá fékk maður engin laun en annars staðar komu margir og maður fékk ágæt laun. Þá fór þetta bara smám saman að rúlla rólega.“ Birgitta segir strákana í Írafár hafa heyrt af sér á söngleiknum á Broadway. Þeir hafi verið að leita sér að söngkonu. Þeir hafi mætt og séð Birgittu á sýningunni og haft samband við hana í kjölfarið. „Ég kíkti upp í æfingarhúsnæði og við prófuðum að syngja og spila saman. Þetta var eiginlega aldrei rætt eftir það, þetta small bara.“ Algjör gaur Birgitta segir tímabilið í kringum aldamót hafa verið sannkallaða rússíbanareið. Það hafi líka tekið á enda hafi mikið verið spilað. „Þetta var rosa gaman. Þetta var ótrúlega skemmtilegt og ég var algjör gaur. Var bara í rútu með fimm til tíu strákum að ferðast út um allt landið og mér fannst það ótrúlega skemmtilegt og mér finnst ég ótrúlega heppin að hafa fengið að upplifa það,“ segir Birgitta. „En í leiðinni algjör rússíbani og tók alveg á líka. Mér fannst ég vera raddlaus bara í þrjú ár. Ég söng svo mikið og það endaði bara með því að það var bara engin rödd og engin hvíld og það tók á.“
Tónlist Bítið Norðurþing Mest lesið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Lífið Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Menning Omam gerir góðverk Lífið Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“