Átta prósent líkur United í kvöld en Orri mun líklegri Sindri Sverrisson skrifar 12. desember 2023 14:00 Orri Steinn Óskarsson í baráttunni við United-menn á Parken, þar sem FCK vann frækinn 4-3 sigur. Getty/Jan Christensen Manchester United-menn halda í veika von um að komast upp úr sínum riðli í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld. Þeir þurfa meðal annars hjálp frá Orra Steini Óskarssyni og félögum í FC Kaupmannahöfn. Keppni lýkur í fjórum riðlum af átta í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld. Manchester United er í slæmum málum á botni A-riðils, stigi á eftir FCK og Galatasaray sem mætast í Kaupmannahöfn. Samkvæmt tölfræðiveitunni Gracenote eru aðeins 8% líkur á að United komist upp úr riðlinum. Bayern München hefur þegar tryggt sér sigur í riðlinum en United þarf að vinna Bayern á Old Trafford í kvöld til að spila fleiri Evrópuleiki á þessari leiktíð. Ef að United vinnur í kvöld, en FCK og Galatasaray gera jafntefli, þá nær United 2. sæti og fylgir Bayern upp úr riðlinum. Líkurnar á að komast áfram, skv. Gracenote: 58% FC Kaupmannahöfn 34% Galatasaray 8% Manchester United Sigur í kvöld myndi jafnframt tryggja United að minnsta kosti 3. sæti, en liðið í 3. sæti fer í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar. Reyndar gæti jafntefli við Bayern einnig dugað United til að enda í 3. sæti riðilsins, en aðeins ef að FCK tapar fyrir Galatasaray. Stig gæti aldrei dugað United til að komast upp fyrir Galatasaray, vegna innbyrðis úrslita. Who will from Group A & C pic.twitter.com/PIHItWNIOk— 433 (@433) December 12, 2023 Krakkarnir í Köben koma FCK í gírinn Jafntefli myndi duga FCK í kvöld til að enda fyrir ofan Galatasaray, hvort sem það dygði svo til 3. eða 2. sætis en það ylti á því hvort að United ynni Bayern. Með sigri er FCK öruggt um sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, og skiljanlegt að Kaupmannahafnarbúar bíði spenntir eftir kvöldinu. Krakkarnir í strengjasveitinni Zapolski Strygerne gerðu að minnsta kosti sitt til að koma Orra og félögum í rétta gírinn með því að spila meistaradeildarlagið, eins og sjá má. Kom i den helt rette stemning med denne opførelse af Champions League-hymnen spillet af de dygtige børn og unge fra strygeorkesteret Zapolski Strygerne, der hører under Københavns Kommunes musikskole. De har selv øvet sig på hymnen og sendt videoen til os! #fcklive #ucl pic.twitter.com/tsawTIHOc1— F.C. København (@FCKobenhavn) December 12, 2023 Braga reynir að stela sætinu af Napoli Í B-riðli eru úrslitin alveg ráðin og ljóst að Arsenal og PSV fara áfram. Liðin tvö mætast í Hollandi en sigur dygði PSV ekki til að ná efsta sætinu af Arsenal. Real Madrid hefur sömuleiðis tryggt sér öruggan sigur í C-riðli og Napoli er í mjög góðum málum fyrir kvöldið. Braga þarf tveggja marka sigur gegn Napoli, á Ítalíu, til að taka næstefsta sætið af Ítalíumeisturunum. Í D-riðli eru svo Real Sociedad og Inter komin áfram. Þau mætast á Ítalíu í kvöld þar sem Inter þarf sigur til þess að ná efsta sæti riðilsins. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Evrópudeild UEFA Enski boltinn Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjá meira
Keppni lýkur í fjórum riðlum af átta í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld. Manchester United er í slæmum málum á botni A-riðils, stigi á eftir FCK og Galatasaray sem mætast í Kaupmannahöfn. Samkvæmt tölfræðiveitunni Gracenote eru aðeins 8% líkur á að United komist upp úr riðlinum. Bayern München hefur þegar tryggt sér sigur í riðlinum en United þarf að vinna Bayern á Old Trafford í kvöld til að spila fleiri Evrópuleiki á þessari leiktíð. Ef að United vinnur í kvöld, en FCK og Galatasaray gera jafntefli, þá nær United 2. sæti og fylgir Bayern upp úr riðlinum. Líkurnar á að komast áfram, skv. Gracenote: 58% FC Kaupmannahöfn 34% Galatasaray 8% Manchester United Sigur í kvöld myndi jafnframt tryggja United að minnsta kosti 3. sæti, en liðið í 3. sæti fer í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar. Reyndar gæti jafntefli við Bayern einnig dugað United til að enda í 3. sæti riðilsins, en aðeins ef að FCK tapar fyrir Galatasaray. Stig gæti aldrei dugað United til að komast upp fyrir Galatasaray, vegna innbyrðis úrslita. Who will from Group A & C pic.twitter.com/PIHItWNIOk— 433 (@433) December 12, 2023 Krakkarnir í Köben koma FCK í gírinn Jafntefli myndi duga FCK í kvöld til að enda fyrir ofan Galatasaray, hvort sem það dygði svo til 3. eða 2. sætis en það ylti á því hvort að United ynni Bayern. Með sigri er FCK öruggt um sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, og skiljanlegt að Kaupmannahafnarbúar bíði spenntir eftir kvöldinu. Krakkarnir í strengjasveitinni Zapolski Strygerne gerðu að minnsta kosti sitt til að koma Orra og félögum í rétta gírinn með því að spila meistaradeildarlagið, eins og sjá má. Kom i den helt rette stemning med denne opførelse af Champions League-hymnen spillet af de dygtige børn og unge fra strygeorkesteret Zapolski Strygerne, der hører under Københavns Kommunes musikskole. De har selv øvet sig på hymnen og sendt videoen til os! #fcklive #ucl pic.twitter.com/tsawTIHOc1— F.C. København (@FCKobenhavn) December 12, 2023 Braga reynir að stela sætinu af Napoli Í B-riðli eru úrslitin alveg ráðin og ljóst að Arsenal og PSV fara áfram. Liðin tvö mætast í Hollandi en sigur dygði PSV ekki til að ná efsta sætinu af Arsenal. Real Madrid hefur sömuleiðis tryggt sér öruggan sigur í C-riðli og Napoli er í mjög góðum málum fyrir kvöldið. Braga þarf tveggja marka sigur gegn Napoli, á Ítalíu, til að taka næstefsta sætið af Ítalíumeisturunum. Í D-riðli eru svo Real Sociedad og Inter komin áfram. Þau mætast á Ítalíu í kvöld þar sem Inter þarf sigur til þess að ná efsta sæti riðilsins.
Líkurnar á að komast áfram, skv. Gracenote: 58% FC Kaupmannahöfn 34% Galatasaray 8% Manchester United
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Evrópudeild UEFA Enski boltinn Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjá meira