Atlantic og FH fara jöfn í jólin Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. desember 2023 21:53 Brnr og Wzrd toppuðu stigatöflurnar í leiknum. Atlantic höfðu sigur gegn FH er liðin mættust á Anubis fyrr í kvöld. Atlantic hóf leikinn í vörn gegn sókn FH-inga. Liðin fóru jöfn af stað áður en FH-ingar brutu sig aðeins frá Atlantic, en staðan var 3-5 eftir átta lotur þar sem FH litu vel út á vellinum. VCTR leiddi þar fellutöfluna en hann var með 13 fellur eftir tíu lotur. Lest FH-inga var á fullu stími í fyrri hálfleik og sigruðu þeir allar lotur sem eftir lifðu hans. Atlantic voru því ekki í kjörstöðu með aðeins þrjá lotusigra í vörn. Staðan í hálfleik: 3-9 Atlantic fundu loks taktinn í upphafi seinni hálfleiks þar sem Brnr var allt í öllu í sókn Atlantic. Í fimmtándu lotu felldi hann alla FH-inga og fékk þar með ás og Atlantic búnir að minnka muninn í 6-9. Loks tókst Atlantic að jafna leikinn í tuttugustu lotu og staðan á 10-10. FH höfðu engin svör í vörninni og Atlantic sigruðu allar lotur sem eftir voru af leiknum og fundu því sigurinn gegn FH. Lokatölur: 13-10. Atlantic jafna því FH á stigum en liðin eru í sjötta og sjöunda sæti með 10 stig hvort. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti
Atlantic hóf leikinn í vörn gegn sókn FH-inga. Liðin fóru jöfn af stað áður en FH-ingar brutu sig aðeins frá Atlantic, en staðan var 3-5 eftir átta lotur þar sem FH litu vel út á vellinum. VCTR leiddi þar fellutöfluna en hann var með 13 fellur eftir tíu lotur. Lest FH-inga var á fullu stími í fyrri hálfleik og sigruðu þeir allar lotur sem eftir lifðu hans. Atlantic voru því ekki í kjörstöðu með aðeins þrjá lotusigra í vörn. Staðan í hálfleik: 3-9 Atlantic fundu loks taktinn í upphafi seinni hálfleiks þar sem Brnr var allt í öllu í sókn Atlantic. Í fimmtándu lotu felldi hann alla FH-inga og fékk þar með ás og Atlantic búnir að minnka muninn í 6-9. Loks tókst Atlantic að jafna leikinn í tuttugustu lotu og staðan á 10-10. FH höfðu engin svör í vörninni og Atlantic sigruðu allar lotur sem eftir voru af leiknum og fundu því sigurinn gegn FH. Lokatölur: 13-10. Atlantic jafna því FH á stigum en liðin eru í sjötta og sjöunda sæti með 10 stig hvort.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti