Knattspyrnusamband Evrópu svarar loksins kalli knattspyrnukvenna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. desember 2023 11:00 Stórstjarnan Vivianne Miedema hjá Arsenal er ein af þeim sem misstu af HM eftir að hafa slitið krossband. Getty/David Price Krossbandaslit knattspyrnukvenna hafa verið mjög áberandi síðustu misseri og margir frábærir leikmenn misstu sem dæmi af heimsmeistaramótinu í ár vegna slíkra meiðsla. Þessi holskefla hnémeiðsla hefur verið mikið áhyggjuefni í kvennafótboltanum en það hefur vantað miklu betri og markvissari viðbrögð við þessu vandamáli. Slík hnémeiðsli eru miklu algengari hjá konum en körlum og það er öllum ljóst sem vilja sjá það að eitthvað þarf því að gera. - ESPN UEFA has introduced a women's health expert panel with the goal of gaining a deeper understanding of anterior cruciate ligament (ACL) injuries and their occurrence in the women's game, European soccer's governing body said on Wednesday. https://t.co/FvutM8F4AM— Renato Sosua (@RenatoSosua) December 7, 2023 Heimsklassa leikmenn eins og þær Leah Williamson, Beth Mead, Catarina Macario og Vivianne Miedema misstu allar af HM eftir slit. Pressan á aðgerðir var alltaf meiri og meiri. Nú hefur Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, loksins stigið skref í rétta átt til að finna lausnir og fyrirbyggjandi aðgerðir. UEFA hefur nefnilega svarað ákalli knattspyrnukvenna og sett á fót starfshóp um krossbandsslit knattspyrnukvenna. Starfshópurinn er þegar tekinn til starfa og hefur nú unnið að því að setja saman spurningalista sem allar knattspyrnukonur frá tækifæri til að svara og hjálpa þar með hópnum að öðlast dýpri skilningi á vandamálinu og kringumstæðunum. Ætlunin er síðan að vinna áfram með niðurstöðurnar og vinna að fyrirbyggjandi aðgerðum. „Að taka á þessari miklu tíðni krossbandsslita í kvennafótboltanum er algjört lykilatriði fyrir velferð leikmanna og fyrir framþróun íþróttarinnar,“ sagði Zoran Bahtijarevic, yfirlæknir UEFA. View this post on Instagram A post shared by Just Women s Sports (@justwomenssports) UEFA Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Sport Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Sjá meira
Þessi holskefla hnémeiðsla hefur verið mikið áhyggjuefni í kvennafótboltanum en það hefur vantað miklu betri og markvissari viðbrögð við þessu vandamáli. Slík hnémeiðsli eru miklu algengari hjá konum en körlum og það er öllum ljóst sem vilja sjá það að eitthvað þarf því að gera. - ESPN UEFA has introduced a women's health expert panel with the goal of gaining a deeper understanding of anterior cruciate ligament (ACL) injuries and their occurrence in the women's game, European soccer's governing body said on Wednesday. https://t.co/FvutM8F4AM— Renato Sosua (@RenatoSosua) December 7, 2023 Heimsklassa leikmenn eins og þær Leah Williamson, Beth Mead, Catarina Macario og Vivianne Miedema misstu allar af HM eftir slit. Pressan á aðgerðir var alltaf meiri og meiri. Nú hefur Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, loksins stigið skref í rétta átt til að finna lausnir og fyrirbyggjandi aðgerðir. UEFA hefur nefnilega svarað ákalli knattspyrnukvenna og sett á fót starfshóp um krossbandsslit knattspyrnukvenna. Starfshópurinn er þegar tekinn til starfa og hefur nú unnið að því að setja saman spurningalista sem allar knattspyrnukonur frá tækifæri til að svara og hjálpa þar með hópnum að öðlast dýpri skilningi á vandamálinu og kringumstæðunum. Ætlunin er síðan að vinna áfram með niðurstöðurnar og vinna að fyrirbyggjandi aðgerðum. „Að taka á þessari miklu tíðni krossbandsslita í kvennafótboltanum er algjört lykilatriði fyrir velferð leikmanna og fyrir framþróun íþróttarinnar,“ sagði Zoran Bahtijarevic, yfirlæknir UEFA. View this post on Instagram A post shared by Just Women s Sports (@justwomenssports)
UEFA Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Sport Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Sjá meira