Útimyndir, innimyndir og fallegar myndir Þroskahjálp 6. desember 2023 10:44 Guðjón Gísli Kristinsson býr á Sólheimum. Hann er fjölhæfur listamaður sem fær innblástur inni jafnt sem úti og finnur sköpunargleðinni útrás eftir ólíkum og áhugaverðum leiðum. Guðjón Gísli Kristinsson hafði búið á Sólheimum í þrjú ár þegar hann byrjaði að sauma myndir. Verkefnin urðu sífellt fleiri og áhuginn meiri og nú er svo komið að á opnunardegi sýningar hans á Listasafninu á Akureyri fyrr á þessu ári seldi hann öll verkin samdægurs. Guðjón er fjölhæfur listamaður sem fær innblástur inni jafnt sem úti og finnur sköpunargleðinni útrás eftir ólíkum og áhugaverðum leiðum. Guðjón lærði að sauma eftir að hann fluttist á Sólheima og varði tíma á vefstofunni hjá Karen Ósk Thomsen Sigurðardóttur en þar var verið að vefa og sauma. „Hann er eiginlega búinn að vera óstöðvandi að sauma síðan þá,“ útskýrir Karen og segir að Guðjón sé verulega skipulagður þegar kemur að því að vinna verkin sín. Bleika stofan kallast þetta verk. „Mér finnst gaman að sauma. Ég nota dósir sem eru merktar 1, 2, 3, 4, 5, 6 og 7,“ útskýrir hann. Þegar Guðjón sér áhugaverða mynd eða ljósmynd sem hann vill sauma eftir, ýmist í bókum eða á netinu, þá eru þær prentaðar út. Guðjón teiknar þær upp á pappír og teikningin er svo færð yfir á strigann. Ef fletirnir eru stórir bætir Guðjón við línum svo sporin haldi áfram að verða fíngerð. Skógarfoss með augum Guðjóns. Hann veltir litunum mikið fyrir sér og leggur sig fram um að litirnir á garninu séu sem líkastir þeim sem eru á fyrirmyndinni að verkinu. Hann setur því garnið í númeraðar dósir svo hann veit nákvæmlega hvaða númer fer á hvaða flöt á myndinni þegar hann saumar. Þegar hann hefur lokið við að sauma einn flöt tekur hann til við þann næsta og skiptir út garninu í dósunum eftir því sem við á. Guðjón situr hjá borði með hillu í þar sem allt garnið er flokkað eftir litum í pokum og körfum, möppu með myndum af fyrri verkefnum eða fyrirmyndum og myndir sem hann á eftir að búa til. Aðspurður segist hann fá hugmyndir alls staðar að. „Útimyndir, innimyndir og fallegar myndir,“ svarar hann og Karen bætir við að það gerist iðulega þegar þau eru á gangi eða keyrslu að Guðjón komi auga á eitthvað fallegt í náttúrunni. Guðjón Gísli að sauma. Seldi öll verkin á sýningaropnuninni Guðjón situr sjaldnast auðum höndum og greinilegt að hann finnur sköpunargleði sinni farveg eftir ýmsum leiðum. Fyrir hádegið saumar hann en seinnipartinn heldur hann í trésmiðjuna, Ólasmiðju, þar sem hann hefur til dæmis nýlokið við að skera út sápubakka með útskurðarhníf. Uppáhaldsverkin sín segir hann vera þau sem tengjast jólunum og jólasveinum sérstaklega. Það er auðheyrt að hér er á ferðinni mikið jólabarn og í desembermánuði mun hann meðal annars bregða sér í gervi íslensku jólasveinanna þegar þeir koma til byggða, taka upp 13 stutta vídeósketsa og birta á Facebook-síðu Útvarps Sólheima. Guðjón er mikill rapptónlistaráhugamaður og hefur komið fram sem Dj GG á viðburðum á Sólheimum. Mest dálæti hefur hann á Eminem og 50 Cent auk þess sem hann kann vel að meta Hr. Hnetusmjör. Kirkjufell í fallegum litum. Fyrr á þessu ári opnaði Guðjón sýningu á Listasafninu á Akureyri sem hlaut afar góðar viðtökur. Sjálfur fór hann dagsferð norður til að vera viðstaddur opnunina og segir það hafa verið rosalega gaman. „Allt fólkið var svo spennt, ég var mjög vinsæll og allar myndirnar seldust,“ segir hann stoltur og bætir við að hann hafi haldið ræðu. „Ég sagði: Allir velkomnir í Sólheima, elska ykkur öll og til hamingju með sýninguna.“ Fallegur Dýrafjörður í kvöldsólinni. Verk eftir Guðjón prýða þrjá mánuði á nýútkomnu Listaverkaalmanaki Þroskahjálpar. Laugardaginn 9. desember kl. 15 verða verk eftir Guðjón, sem og aðra listamenn almanaksins í ár, sýnd á sýningu í Gallerí Port á Laugavegi. Næsta sýning Guðjóns á útsaumsverkum hans verður haldin sumarið 2024. Menning Félagasamtök Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Fleiri fréttir Hröð og skemmtileg rússíbanareið EKOhúsið sér um umhverfisvænu jólagjafirnar Ekkert betra en sú þerapía að rifja sitt eigið líf upp Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Glóandi hættulestur Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Gefðu töfrandi skemmtun í jólagjöf Epli með nýja stórglæsilega verslun Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Samsæri á Paradísareyjunni Bjóða upp á jólakaffi allar helgar fram að jólum Fröken Dúlla og konurnar sem báru skömmina 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Snörp og áhrifamikil bók Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Vestfirsk náttúra skapar dulúð í nýjustu bók Margrétar S. Höskuldsdóttur Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands Útreiðartúrinn leiðir lesendur inn í flókið net fjölskyldu, vináttu og leyndarmála Himnesk rúmföt úr egypskri bómull Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Þegar vitvél fær spurningu um nasisma og allt fer í háaloft The Barricade Boys koma til Íslands með Broadway Party Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Breyta bíóinu í risastórt skemmtisvæði í tilefni afmælis „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Sjá meira
Guðjón lærði að sauma eftir að hann fluttist á Sólheima og varði tíma á vefstofunni hjá Karen Ósk Thomsen Sigurðardóttur en þar var verið að vefa og sauma. „Hann er eiginlega búinn að vera óstöðvandi að sauma síðan þá,“ útskýrir Karen og segir að Guðjón sé verulega skipulagður þegar kemur að því að vinna verkin sín. Bleika stofan kallast þetta verk. „Mér finnst gaman að sauma. Ég nota dósir sem eru merktar 1, 2, 3, 4, 5, 6 og 7,“ útskýrir hann. Þegar Guðjón sér áhugaverða mynd eða ljósmynd sem hann vill sauma eftir, ýmist í bókum eða á netinu, þá eru þær prentaðar út. Guðjón teiknar þær upp á pappír og teikningin er svo færð yfir á strigann. Ef fletirnir eru stórir bætir Guðjón við línum svo sporin haldi áfram að verða fíngerð. Skógarfoss með augum Guðjóns. Hann veltir litunum mikið fyrir sér og leggur sig fram um að litirnir á garninu séu sem líkastir þeim sem eru á fyrirmyndinni að verkinu. Hann setur því garnið í númeraðar dósir svo hann veit nákvæmlega hvaða númer fer á hvaða flöt á myndinni þegar hann saumar. Þegar hann hefur lokið við að sauma einn flöt tekur hann til við þann næsta og skiptir út garninu í dósunum eftir því sem við á. Guðjón situr hjá borði með hillu í þar sem allt garnið er flokkað eftir litum í pokum og körfum, möppu með myndum af fyrri verkefnum eða fyrirmyndum og myndir sem hann á eftir að búa til. Aðspurður segist hann fá hugmyndir alls staðar að. „Útimyndir, innimyndir og fallegar myndir,“ svarar hann og Karen bætir við að það gerist iðulega þegar þau eru á gangi eða keyrslu að Guðjón komi auga á eitthvað fallegt í náttúrunni. Guðjón Gísli að sauma. Seldi öll verkin á sýningaropnuninni Guðjón situr sjaldnast auðum höndum og greinilegt að hann finnur sköpunargleði sinni farveg eftir ýmsum leiðum. Fyrir hádegið saumar hann en seinnipartinn heldur hann í trésmiðjuna, Ólasmiðju, þar sem hann hefur til dæmis nýlokið við að skera út sápubakka með útskurðarhníf. Uppáhaldsverkin sín segir hann vera þau sem tengjast jólunum og jólasveinum sérstaklega. Það er auðheyrt að hér er á ferðinni mikið jólabarn og í desembermánuði mun hann meðal annars bregða sér í gervi íslensku jólasveinanna þegar þeir koma til byggða, taka upp 13 stutta vídeósketsa og birta á Facebook-síðu Útvarps Sólheima. Guðjón er mikill rapptónlistaráhugamaður og hefur komið fram sem Dj GG á viðburðum á Sólheimum. Mest dálæti hefur hann á Eminem og 50 Cent auk þess sem hann kann vel að meta Hr. Hnetusmjör. Kirkjufell í fallegum litum. Fyrr á þessu ári opnaði Guðjón sýningu á Listasafninu á Akureyri sem hlaut afar góðar viðtökur. Sjálfur fór hann dagsferð norður til að vera viðstaddur opnunina og segir það hafa verið rosalega gaman. „Allt fólkið var svo spennt, ég var mjög vinsæll og allar myndirnar seldust,“ segir hann stoltur og bætir við að hann hafi haldið ræðu. „Ég sagði: Allir velkomnir í Sólheima, elska ykkur öll og til hamingju með sýninguna.“ Fallegur Dýrafjörður í kvöldsólinni. Verk eftir Guðjón prýða þrjá mánuði á nýútkomnu Listaverkaalmanaki Þroskahjálpar. Laugardaginn 9. desember kl. 15 verða verk eftir Guðjón, sem og aðra listamenn almanaksins í ár, sýnd á sýningu í Gallerí Port á Laugavegi. Næsta sýning Guðjóns á útsaumsverkum hans verður haldin sumarið 2024.
Menning Félagasamtök Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Fleiri fréttir Hröð og skemmtileg rússíbanareið EKOhúsið sér um umhverfisvænu jólagjafirnar Ekkert betra en sú þerapía að rifja sitt eigið líf upp Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Glóandi hættulestur Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Gefðu töfrandi skemmtun í jólagjöf Epli með nýja stórglæsilega verslun Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Samsæri á Paradísareyjunni Bjóða upp á jólakaffi allar helgar fram að jólum Fröken Dúlla og konurnar sem báru skömmina 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Snörp og áhrifamikil bók Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Vestfirsk náttúra skapar dulúð í nýjustu bók Margrétar S. Höskuldsdóttur Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands Útreiðartúrinn leiðir lesendur inn í flókið net fjölskyldu, vináttu og leyndarmála Himnesk rúmföt úr egypskri bómull Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Þegar vitvél fær spurningu um nasisma og allt fer í háaloft The Barricade Boys koma til Íslands með Broadway Party Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Breyta bíóinu í risastórt skemmtisvæði í tilefni afmælis „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Sjá meira