Sjáðu Arsenal í stuði, klúður Man. United og öll hin mörkin í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. nóvember 2023 08:00 Andre Onana, markvörður Manchester United, var svekktur í leikslok. Getty/Seskim Það vantaði svo sannarlega ekki mörkin í leiki Meistaradeildarinnar í gærkvöldi og nú er hægt að sjá öll mörkin úr leikjunum hér inn á Vísi. Arsenal vann risasigur á heimavelli, Manchester United missti niður tveggja marka forystu í tvígang, það voru skoruð sex mörk á Leikvangi ljósanna og Real Madrid kom til baka á móti Napoli svo eitthvað sé nefnt. Það var reyndar ekkert mark skorað í leik Bayern München og FC Kaupmannahafnar en Danirnir náðu þar í dýrmætt stig. Klippa: Mörkin úr leik Arsenal og Lens Arsenal menn fóru á kostum á móti Lens. Þeir komust í 4-0 eftir aðeins 27 mínútur, voru 5-0 yfir í hálfleik og unnu að lokum 6-0 sigur. Sex mismunandi leikmenn skoruðu mörkin. Kai Havertz, Gabriel Jesus, Bukayo Saka, Gabriel Martinelli og Martin Odegaard voru á skotskónum í fyrri hálfleik og Jorginho skoraði eina mark seinni hálfleiksins úr vítaspyrnu. Manchester United komst bæði í 2-0 og 3-1 í leik á móti Galatasaray í suðupottinum í Istanbul. United missti niður forskotið og gerði 3-3 jafntefli í leik sem liðið mátti alls ekki tapa. Úrslitin þýða að United þarf að vinna Bayern München í lokaleiknum sem og að treysta á jafntefli í leik FCK og Galatasaray. Alejandro Garnacho og Bruno Fernande komu United í 2-0 á fyrstu átján mínútunum og allt leit út. Hakim Ziyech minnkaði muninn með marki beint úr aukaspyrnu en Scott McTominay kom United aftur tveimur mörkum yfir snemma í seinni hálfleiknum. Ziyech skoraði aftur beint úr aukaspyrnu en nú eftir klaufagang Andre Onana í markinu. Það var síðan Kerem Akturkoglu sem tryggði Tyrkjunum jafntefli. Klippa: Mörkin úr leik Galatasaray og Man. United Real Madrid vann 4-2 sigur á Napoli eftir að hafa lenti 1-0 undir. Jude Bellingham hélt áfram sögulegri byrjun sinni og var bæði með mark og stoðsendingu í leiknum en hin mörk spænska liðsins skoruðu þeir Rodrygo, Joselu og táningurinn Nico Paz. Giovanni Simeone og André-Frank Zambo Anguissa skoruðu fyrir Napoli. Hér fyrir ofan og neðan má sjá öll mörkin úr leikjunum í Meistaradeildinni í gær en það var skorað í sex af átta leikjum þar af sex mörk í fjórum af leikjunum og fimm mörk í einum. Klippa: Mörkin úr leik Real Madrid og Napoli Klippa: Mörkin úr leik Benfica og Inter Klippa: Mörkin úr leik Braga og Union Berlin Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Fleiri fréttir Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Sjá meira
Arsenal vann risasigur á heimavelli, Manchester United missti niður tveggja marka forystu í tvígang, það voru skoruð sex mörk á Leikvangi ljósanna og Real Madrid kom til baka á móti Napoli svo eitthvað sé nefnt. Það var reyndar ekkert mark skorað í leik Bayern München og FC Kaupmannahafnar en Danirnir náðu þar í dýrmætt stig. Klippa: Mörkin úr leik Arsenal og Lens Arsenal menn fóru á kostum á móti Lens. Þeir komust í 4-0 eftir aðeins 27 mínútur, voru 5-0 yfir í hálfleik og unnu að lokum 6-0 sigur. Sex mismunandi leikmenn skoruðu mörkin. Kai Havertz, Gabriel Jesus, Bukayo Saka, Gabriel Martinelli og Martin Odegaard voru á skotskónum í fyrri hálfleik og Jorginho skoraði eina mark seinni hálfleiksins úr vítaspyrnu. Manchester United komst bæði í 2-0 og 3-1 í leik á móti Galatasaray í suðupottinum í Istanbul. United missti niður forskotið og gerði 3-3 jafntefli í leik sem liðið mátti alls ekki tapa. Úrslitin þýða að United þarf að vinna Bayern München í lokaleiknum sem og að treysta á jafntefli í leik FCK og Galatasaray. Alejandro Garnacho og Bruno Fernande komu United í 2-0 á fyrstu átján mínútunum og allt leit út. Hakim Ziyech minnkaði muninn með marki beint úr aukaspyrnu en Scott McTominay kom United aftur tveimur mörkum yfir snemma í seinni hálfleiknum. Ziyech skoraði aftur beint úr aukaspyrnu en nú eftir klaufagang Andre Onana í markinu. Það var síðan Kerem Akturkoglu sem tryggði Tyrkjunum jafntefli. Klippa: Mörkin úr leik Galatasaray og Man. United Real Madrid vann 4-2 sigur á Napoli eftir að hafa lenti 1-0 undir. Jude Bellingham hélt áfram sögulegri byrjun sinni og var bæði með mark og stoðsendingu í leiknum en hin mörk spænska liðsins skoruðu þeir Rodrygo, Joselu og táningurinn Nico Paz. Giovanni Simeone og André-Frank Zambo Anguissa skoruðu fyrir Napoli. Hér fyrir ofan og neðan má sjá öll mörkin úr leikjunum í Meistaradeildinni í gær en það var skorað í sex af átta leikjum þar af sex mörk í fjórum af leikjunum og fimm mörk í einum. Klippa: Mörkin úr leik Real Madrid og Napoli Klippa: Mörkin úr leik Benfica og Inter Klippa: Mörkin úr leik Braga og Union Berlin
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Fleiri fréttir Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Sjá meira