Brúará fyrir landi Sels til SVFR Karl Lúðvíksson skrifar 28. nóvember 2023 08:54 Bleikjuveiðin í Brúará getur verið fantagóð Brúará er líklega ein skemmtilegasta silungsá á Suðurlandi en hún er að sama skapi krefjandi en það er líka þess vegna sem hún er skemmtileg. Veiðisvæðið fyrir landi Sels hefur lengi verið sótt af þeim veiðimönnum sem vilja fá smá áskorun í veiði enda launar Brúará ansi rausnarlega þegar það er búið að ná tökum á henni. Hún er líklega ein besta bleikjuveiðiá Suðurlands en í henni má líka finna urriða og lax þegar líður á tímabilið. Sú nýbreytni hefur verið tekin upp að í stað átta stanga sem voru seldar á svæðinu hefur stöngum verið fækkað niður í fjórar. Veiðisvæðið er um fimm kílómetra langt og það er þess vegna nægt pláss fyrir þessar fjórar stangir. Veiði hefst 1. apríl og stendur til 24. september og þess má geta að þarna má veiða á flugu, maðk og spún. Fyrir þá sem vilja ná laxi er besti tíminn frá 20. ágúst og til loka veiðitímans en bleikjuveiðin getur verið góð frá opnun þó hún sé vissulega best frá byrjun júní. Verðið á leyfunum er frá 5.000 kr á stöng pr dag svo þetta er líklega einn besti díll sem hægt er að fá á góðri veiði í dag. Stangveiði Mest lesið Bræður börðust við maríulaxana á sama tíma! Veiði Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Lífleg veiði við Hraun í Ölfusi Veiði Veiðin hefst að venju 1. apríl Veiði Opinn veiðidagur í Hlíðarvatni 24. ágúst Veiði Eftir fimm daga hefst veiðin að nýju Veiði Góðir vættir við Selá og Hofsá Veiði Veiðisýning á Egilsstöðum 3-6. nóvember Veiði Loksins spáð rigningu sem gæti lífgað uppá veiðina Veiði 109 sm lax sá stærsti í sumar Veiði
Veiðisvæðið fyrir landi Sels hefur lengi verið sótt af þeim veiðimönnum sem vilja fá smá áskorun í veiði enda launar Brúará ansi rausnarlega þegar það er búið að ná tökum á henni. Hún er líklega ein besta bleikjuveiðiá Suðurlands en í henni má líka finna urriða og lax þegar líður á tímabilið. Sú nýbreytni hefur verið tekin upp að í stað átta stanga sem voru seldar á svæðinu hefur stöngum verið fækkað niður í fjórar. Veiðisvæðið er um fimm kílómetra langt og það er þess vegna nægt pláss fyrir þessar fjórar stangir. Veiði hefst 1. apríl og stendur til 24. september og þess má geta að þarna má veiða á flugu, maðk og spún. Fyrir þá sem vilja ná laxi er besti tíminn frá 20. ágúst og til loka veiðitímans en bleikjuveiðin getur verið góð frá opnun þó hún sé vissulega best frá byrjun júní. Verðið á leyfunum er frá 5.000 kr á stöng pr dag svo þetta er líklega einn besti díll sem hægt er að fá á góðri veiði í dag.
Stangveiði Mest lesið Bræður börðust við maríulaxana á sama tíma! Veiði Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Lífleg veiði við Hraun í Ölfusi Veiði Veiðin hefst að venju 1. apríl Veiði Opinn veiðidagur í Hlíðarvatni 24. ágúst Veiði Eftir fimm daga hefst veiðin að nýju Veiði Góðir vættir við Selá og Hofsá Veiði Veiðisýning á Egilsstöðum 3-6. nóvember Veiði Loksins spáð rigningu sem gæti lífgað uppá veiðina Veiði 109 sm lax sá stærsti í sumar Veiði