Æsileg metafóra um leitina að ljósinu Forlagið 1. desember 2023 14:00 Men er nýjasta skáldsaga Sigrúnar Pálsdóttur og kom út hjá Forlaginu fyrir stuttu síðan. Skáldsagan Men, eftir Sigrúnu Pálsdóttur, fjallar um ungan klassískan flautuleikara sem starfar sem menningarblaðamaður. Dag nokkurn fær hann það óvænta verkefni að taka afmælisviðtal við fyrrverandi utanríkisráðherra sem farið hefur huldu höfði árum saman eftir að hafa hrökklast úr embætti fyrir um tveimur áratugum. Viðtalið fer fram í íbúð ráðherrans fyrrverandi þar sem blaðamaðurinn lokast inni í skúmaskoti sem hann telur að geymi þau leyndarmál sem urðu valdhafanum að falli. Þar með hefst píslarganga unga mannsins og um leið leit hans að ljósinu sem hann þarf til að geta upplýst okkur um hver þessi kona er, hvernig hún komst til valda og hvað varð til þess að hún tók þá umdeildu ákvörðun sem markaði endalok hennar sem stjórnmálamanns. Og þótt atburðurinn sé aldrei nefndur á nafn í bókinni má vera ljóst að hann tengist þeirri ákvörðun að setja Íslendinga í hóp „viljugra þjóða“ þegar ráðist var inn í Írak árið 2003. „Ég fékk mynd í höfuðið af einhverju ástandi sem mig langaði til að grafast nánar fyrir um,“ segir Sigrún þegar hún er spurð hvernig hugmyndin hefði kviknað. „Myndin var af hinum rétthugsandi listamanni og blaðamanni, Baldvini Einarssyni, andspænis þessari gömlu íhaldskonu og fyrrverandi ráðherra, Men, eða Mjöll Elínborgu Njálsdóttur, sem hrökklast hafði úr embætti tuttugu árum fyrr.“ Mynd/Stefán Karlsson. Sigrún hafði vonast til þess að samtal þeirra myndi enda með einhvers konar uppgjöri og jafnvel iðrun af hálfu gömlu konunnar en þegar hún fann að það yrði ekki sérlega sannfærandi saga sendi hún unga manninn á klósettið. „Þar tók sagan nokkuð óvænta stefnu, breyttist úr samræðu um stjórnmál í eina æsilega en klassíska metafóru um leit að sannleika í svarta myrkri. Leit sem kannski má segja að sé stóra verkefni okkar allra í dag.“ Lesendur kynnast líka baksögu blaðamannsins unga, listrænum metnaði hans, fjölskylduhögum og misjafnlega meðvituðum pólitískum afskiptum hans. Og síðast en ekki síst kemur til sögunnar afkvæmi ráðherrans, hin „menningarsinnaði“ fasteignamógúll sem reynist að lokum örlagavaldur í lífi unga flautuleikarans. Sigrún Pálsdóttir er sagnfræðingur sem hefur jöfnum höndum skrifað sagnfræðirit og skáldsögur. Þekktustu bækur hennar á sviði sagnfræði eru Þóra biskups og ævisagan Sigrún og Friðgeir sem segir frá læknishjónum sem farast ásamt þremur ungum börnum sínum á leið frá New York til Íslands þegar Goðafoss er skotinn niður haustið 1944. Önnur skáldsaga Sigrúnar er Delluferðin þar sem höfundur spinnur skáldskap kringum sögulegar persónur og atburði á 19. öld. Fyrir þá skáldsögu fékk hún Bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins árið 2021. „Ég hefði aldrei orðið rithöfundur nema af því ég fór að stunda sagnfræðirannsóknir. Þar fann ég svo að segja mína sögumannsrödd og uppgötvaði þann skáldskap og þá fegurð og furðu sem býr í sögulegum heimildum. Og þó ég líti ekki beinlínis á mig sem höfund sögulegra skáldsagna þá er fortíðin og heimildir alltaf stór hluti af mínum söguheimi þar sem persónur berjast við heimildirnar, búa þær til og falsa, eða taka ófrjálsri hendi.“ Men er hröð saga og grípandi, greinandi gamansaga um það sem límir saman pólitík, peninga og listir í þessu landi. Persónur eru bæði mjög kunnuglegar úr daglegu umhverfi okkar og sérkennilegar. Hér er fjallað um leit að ljósi, heigulshátt og hugrekki – þær hvatir sem kveikja og varðveita hugsjónir hins móralska meðalmanns sem við getum flest séð okkur sjálf í. Menning Bókaútgáfa Bókmenntir Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Fleiri fréttir Hröð og skemmtileg rússíbanareið EKOhúsið sér um umhverfisvænu jólagjafirnar Ekkert betra en sú þerapía að rifja sitt eigið líf upp Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Glóandi hættulestur Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Gefðu töfrandi skemmtun í jólagjöf Epli með nýja stórglæsilega verslun Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Samsæri á Paradísareyjunni Bjóða upp á jólakaffi allar helgar fram að jólum Fröken Dúlla og konurnar sem báru skömmina 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Snörp og áhrifamikil bók Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Vestfirsk náttúra skapar dulúð í nýjustu bók Margrétar S. Höskuldsdóttur Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands Útreiðartúrinn leiðir lesendur inn í flókið net fjölskyldu, vináttu og leyndarmála Himnesk rúmföt úr egypskri bómull Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Þegar vitvél fær spurningu um nasisma og allt fer í háaloft The Barricade Boys koma til Íslands með Broadway Party Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Breyta bíóinu í risastórt skemmtisvæði í tilefni afmælis „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Sjá meira
Viðtalið fer fram í íbúð ráðherrans fyrrverandi þar sem blaðamaðurinn lokast inni í skúmaskoti sem hann telur að geymi þau leyndarmál sem urðu valdhafanum að falli. Þar með hefst píslarganga unga mannsins og um leið leit hans að ljósinu sem hann þarf til að geta upplýst okkur um hver þessi kona er, hvernig hún komst til valda og hvað varð til þess að hún tók þá umdeildu ákvörðun sem markaði endalok hennar sem stjórnmálamanns. Og þótt atburðurinn sé aldrei nefndur á nafn í bókinni má vera ljóst að hann tengist þeirri ákvörðun að setja Íslendinga í hóp „viljugra þjóða“ þegar ráðist var inn í Írak árið 2003. „Ég fékk mynd í höfuðið af einhverju ástandi sem mig langaði til að grafast nánar fyrir um,“ segir Sigrún þegar hún er spurð hvernig hugmyndin hefði kviknað. „Myndin var af hinum rétthugsandi listamanni og blaðamanni, Baldvini Einarssyni, andspænis þessari gömlu íhaldskonu og fyrrverandi ráðherra, Men, eða Mjöll Elínborgu Njálsdóttur, sem hrökklast hafði úr embætti tuttugu árum fyrr.“ Mynd/Stefán Karlsson. Sigrún hafði vonast til þess að samtal þeirra myndi enda með einhvers konar uppgjöri og jafnvel iðrun af hálfu gömlu konunnar en þegar hún fann að það yrði ekki sérlega sannfærandi saga sendi hún unga manninn á klósettið. „Þar tók sagan nokkuð óvænta stefnu, breyttist úr samræðu um stjórnmál í eina æsilega en klassíska metafóru um leit að sannleika í svarta myrkri. Leit sem kannski má segja að sé stóra verkefni okkar allra í dag.“ Lesendur kynnast líka baksögu blaðamannsins unga, listrænum metnaði hans, fjölskylduhögum og misjafnlega meðvituðum pólitískum afskiptum hans. Og síðast en ekki síst kemur til sögunnar afkvæmi ráðherrans, hin „menningarsinnaði“ fasteignamógúll sem reynist að lokum örlagavaldur í lífi unga flautuleikarans. Sigrún Pálsdóttir er sagnfræðingur sem hefur jöfnum höndum skrifað sagnfræðirit og skáldsögur. Þekktustu bækur hennar á sviði sagnfræði eru Þóra biskups og ævisagan Sigrún og Friðgeir sem segir frá læknishjónum sem farast ásamt þremur ungum börnum sínum á leið frá New York til Íslands þegar Goðafoss er skotinn niður haustið 1944. Önnur skáldsaga Sigrúnar er Delluferðin þar sem höfundur spinnur skáldskap kringum sögulegar persónur og atburði á 19. öld. Fyrir þá skáldsögu fékk hún Bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins árið 2021. „Ég hefði aldrei orðið rithöfundur nema af því ég fór að stunda sagnfræðirannsóknir. Þar fann ég svo að segja mína sögumannsrödd og uppgötvaði þann skáldskap og þá fegurð og furðu sem býr í sögulegum heimildum. Og þó ég líti ekki beinlínis á mig sem höfund sögulegra skáldsagna þá er fortíðin og heimildir alltaf stór hluti af mínum söguheimi þar sem persónur berjast við heimildirnar, búa þær til og falsa, eða taka ófrjálsri hendi.“ Men er hröð saga og grípandi, greinandi gamansaga um það sem límir saman pólitík, peninga og listir í þessu landi. Persónur eru bæði mjög kunnuglegar úr daglegu umhverfi okkar og sérkennilegar. Hér er fjallað um leit að ljósi, heigulshátt og hugrekki – þær hvatir sem kveikja og varðveita hugsjónir hins móralska meðalmanns sem við getum flest séð okkur sjálf í.
Menning Bókaútgáfa Bókmenntir Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Fleiri fréttir Hröð og skemmtileg rússíbanareið EKOhúsið sér um umhverfisvænu jólagjafirnar Ekkert betra en sú þerapía að rifja sitt eigið líf upp Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Glóandi hættulestur Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Gefðu töfrandi skemmtun í jólagjöf Epli með nýja stórglæsilega verslun Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Samsæri á Paradísareyjunni Bjóða upp á jólakaffi allar helgar fram að jólum Fröken Dúlla og konurnar sem báru skömmina 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Snörp og áhrifamikil bók Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Vestfirsk náttúra skapar dulúð í nýjustu bók Margrétar S. Höskuldsdóttur Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands Útreiðartúrinn leiðir lesendur inn í flókið net fjölskyldu, vináttu og leyndarmála Himnesk rúmföt úr egypskri bómull Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Þegar vitvél fær spurningu um nasisma og allt fer í háaloft The Barricade Boys koma til Íslands með Broadway Party Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Breyta bíóinu í risastórt skemmtisvæði í tilefni afmælis „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Sjá meira