Pep segir mál City vera allt öðruvísi en mál Everton Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. nóvember 2023 09:01 Pep Guardiola segir að ekki sé hægt að bera mál Manchester City og Everton saman. Robin Jones/Getty Images Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Englandsmeistara Manchester City, segir að ekki sé hægt að bera mál félagsins, þar sem félagið er sakað um 115 brot á fjárhagsreglum ensku úrvalsdeildarinnar, saman við mál Everton. Tíu stig voru dregin af Everton á föstudaginn fyrir rúmri viku síðan fyrir brot á fjárhagsreglum um hagnað og sjálfbærni í rekstri. Eftir dóminn beindust spjótin, kannski eðlilega, að Manchester City, sem sakað er um 115 brot á fjárhagsreglum ensku úrvalsdeildarinnar. Aðspurður að því hvort hann hefði áhyggjur af því hvað gæti komið fyrir Manchester City eftir að stigin voru dregin af Everton sagði Pep þó að ekki væri hægt að bera þessi tvö mál saman. „Þetta eru tvö mismunandi mál. Þetta er ekki það sama, í alvörunni,“ sagði Pep á blaðamannafundi í gær. „Okkar mál tekur lengri tíma þar sem það er mun flóknara af því að þar er verið að rannsaka 115 brot. Þannig við skulum bara bíða. Svo munu lögfræðingarnir flytja sín mál fyrir dómara áður en við fáum niðurstöðu,“ bætti Spánverjinn við. Eins og áður segir er Manchester City sakað um 115 brot á fjárhagsreglum deildarinnar á árunum 2009 til 2018. Þá er félagið einnig sakað um að hafa ekki sínt samstarfsvilja síðan rannsóknin hófst árið 2018. Félagið var ákært fyrir brotin í febrúar á þessu ári, áður en ákæra var gefin út á hendur Everton, en mál City er enn í ferli. 🔵 Guardiola on whether there is a punishment that could be so heavy that he would consider his Man City future...“There's more chance of me staying after being relegated to League One than us winning the Champions League again!”. pic.twitter.com/H3ykBW8VGb— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 24, 2023 Eftir að stigin voru dregin af Everton hafa margir velt því fyrir sér hver refsing Manchester City verður ef félagið er fundið sekt um botin. Einn möguleikinn er sá að liðið verði dæmt niður um deild, en Guardiola segist ekki ætla að yfirgefa félagið ef svo verður. „Ég ætla bara að bíða og sjá hvað gerist. Bíða og sjá og svo þegar búið er að dæma kem ég aftur hingað og útskýri mína hlið.“ „En ég mun ekki endurskoða stöðu mína hvort sem það verður hér í úrvalsdeildinni eða í C-deild. Það eru meiri líkur á því að ég verði áfram ef við verðum í C-deild heldur en ef við vinnum Meistaradeildina aftur,“ bættu Pep við. Enski boltinn Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Sjá meira
Tíu stig voru dregin af Everton á föstudaginn fyrir rúmri viku síðan fyrir brot á fjárhagsreglum um hagnað og sjálfbærni í rekstri. Eftir dóminn beindust spjótin, kannski eðlilega, að Manchester City, sem sakað er um 115 brot á fjárhagsreglum ensku úrvalsdeildarinnar. Aðspurður að því hvort hann hefði áhyggjur af því hvað gæti komið fyrir Manchester City eftir að stigin voru dregin af Everton sagði Pep þó að ekki væri hægt að bera þessi tvö mál saman. „Þetta eru tvö mismunandi mál. Þetta er ekki það sama, í alvörunni,“ sagði Pep á blaðamannafundi í gær. „Okkar mál tekur lengri tíma þar sem það er mun flóknara af því að þar er verið að rannsaka 115 brot. Þannig við skulum bara bíða. Svo munu lögfræðingarnir flytja sín mál fyrir dómara áður en við fáum niðurstöðu,“ bætti Spánverjinn við. Eins og áður segir er Manchester City sakað um 115 brot á fjárhagsreglum deildarinnar á árunum 2009 til 2018. Þá er félagið einnig sakað um að hafa ekki sínt samstarfsvilja síðan rannsóknin hófst árið 2018. Félagið var ákært fyrir brotin í febrúar á þessu ári, áður en ákæra var gefin út á hendur Everton, en mál City er enn í ferli. 🔵 Guardiola on whether there is a punishment that could be so heavy that he would consider his Man City future...“There's more chance of me staying after being relegated to League One than us winning the Champions League again!”. pic.twitter.com/H3ykBW8VGb— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 24, 2023 Eftir að stigin voru dregin af Everton hafa margir velt því fyrir sér hver refsing Manchester City verður ef félagið er fundið sekt um botin. Einn möguleikinn er sá að liðið verði dæmt niður um deild, en Guardiola segist ekki ætla að yfirgefa félagið ef svo verður. „Ég ætla bara að bíða og sjá hvað gerist. Bíða og sjá og svo þegar búið er að dæma kem ég aftur hingað og útskýri mína hlið.“ „En ég mun ekki endurskoða stöðu mína hvort sem það verður hér í úrvalsdeildinni eða í C-deild. Það eru meiri líkur á því að ég verði áfram ef við verðum í C-deild heldur en ef við vinnum Meistaradeildina aftur,“ bættu Pep við.
Enski boltinn Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Sjá meira