Messi: Þetta hefði getað endað sem harmleikur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2023 10:30 Lionel Messi hafði miklar áhyggjur af argentínsku stuðningsmönnunum í stúkunni eftir meðferðina frá brasilísku lögreglunni. AP/Silvia Izquierdo Lionel Messi var harðorður þegar hann tjáði sig um slagsmálin og aðgerðir brasilísku lögreglunnar á leik Argentínu og Brasilíu í undankeppni HM í nótt. Argentína vann þarna 1-0 sigur á Brasilíu en leiknum seinkaði um tuttugu mínútur vegna óláta í stúkunni. Lögreglan réðst í framhaldinu á stuðningsmenn argentínska landsliðsins og Messi sagði frá því að á því svæði hefðu verið fjölskyldur og vinir leikmanna argentínska landsliðsins. Messi og félagar hans reyndu að róa stuðningsmennina áður en þeir fóru inn í klefa og biðu eftir því að allt róaðist. Það má sjá þá ganga þangað hér fyrir neðan. Incidentes en la previa del clásico sudamericano. Momentos antes del inicio del partido hay disturbios en la tribuna y los jugadores de ambas selecciones intentan calmar los ánimos. Se demora el arranque de Brasil vs Argentina por las #Eliminatorias. pic.twitter.com/V8kSg4iYNj— Televisión Pública (@TV_Publica) November 22, 2023 „Þetta var slæmt vegna þess hvernig lögreglan var að berja fólkið,“ sagði Lionel Messi. „Við fórum inn í búningsklefa af því að það var besta leiðin til að róa fólk. Þetta hefði getað endað sem harmleikur,“ sagði Messi. „Þú ferð að hugsa um fjölskyldurnar og fólkið sem er hér. Við vitum ekki hvað sé í gangi og höfðum miklar áhyggjur. Það að spila fótboltaleik á þeirri stundu var orðið aukaatriði,“ sagði Messi. Leikurinn fór af stað en þótt að Messi hafi ekki náð að skora þá vann Argentína þarna fyrsta sigurinn í sögu undankeppni HM á Brasilíu í Brasilíu. „Við sáum hvernig lögreglan var að berja fólk og margir leikmenn voru með fjölskyldu sína á þessum stað í stúkunni. Við náðum ekki að einbeita okkur að því að spila leikinn. Þetta gerðist líka hérna í Copa Libertadores. Brasilíska lögreglan er enn á ný að beita ofbeldi gegn fólki,“ sagði Messi. „Þetta lið heldur áfram að skrifa söguna. Frábær sigur á Maracana en honum verður þó minnst fyrir einn eitt ofbeldið gegn argentínsku stuðningsfólki í Brasilíu. Þessa klikkun má ekki líða og þessu verður að ljúka núna,“ sagði Messi harðorður. Þeir fögnuðu samt sigrinum eins og sjá má hér fyrir neðan. #Eliminatorias Porque los jugadores me van a demostrar que salen a ganar, que quieren salir campeón, pic.twitter.com/uZmy3vgAJg— Selección Argentina (@Argentina) November 22, 2023 Argentína HM 2026 í fótbolta Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Fleiri fréttir Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Sjá meira
Argentína vann þarna 1-0 sigur á Brasilíu en leiknum seinkaði um tuttugu mínútur vegna óláta í stúkunni. Lögreglan réðst í framhaldinu á stuðningsmenn argentínska landsliðsins og Messi sagði frá því að á því svæði hefðu verið fjölskyldur og vinir leikmanna argentínska landsliðsins. Messi og félagar hans reyndu að róa stuðningsmennina áður en þeir fóru inn í klefa og biðu eftir því að allt róaðist. Það má sjá þá ganga þangað hér fyrir neðan. Incidentes en la previa del clásico sudamericano. Momentos antes del inicio del partido hay disturbios en la tribuna y los jugadores de ambas selecciones intentan calmar los ánimos. Se demora el arranque de Brasil vs Argentina por las #Eliminatorias. pic.twitter.com/V8kSg4iYNj— Televisión Pública (@TV_Publica) November 22, 2023 „Þetta var slæmt vegna þess hvernig lögreglan var að berja fólkið,“ sagði Lionel Messi. „Við fórum inn í búningsklefa af því að það var besta leiðin til að róa fólk. Þetta hefði getað endað sem harmleikur,“ sagði Messi. „Þú ferð að hugsa um fjölskyldurnar og fólkið sem er hér. Við vitum ekki hvað sé í gangi og höfðum miklar áhyggjur. Það að spila fótboltaleik á þeirri stundu var orðið aukaatriði,“ sagði Messi. Leikurinn fór af stað en þótt að Messi hafi ekki náð að skora þá vann Argentína þarna fyrsta sigurinn í sögu undankeppni HM á Brasilíu í Brasilíu. „Við sáum hvernig lögreglan var að berja fólk og margir leikmenn voru með fjölskyldu sína á þessum stað í stúkunni. Við náðum ekki að einbeita okkur að því að spila leikinn. Þetta gerðist líka hérna í Copa Libertadores. Brasilíska lögreglan er enn á ný að beita ofbeldi gegn fólki,“ sagði Messi. „Þetta lið heldur áfram að skrifa söguna. Frábær sigur á Maracana en honum verður þó minnst fyrir einn eitt ofbeldið gegn argentínsku stuðningsfólki í Brasilíu. Þessa klikkun má ekki líða og þessu verður að ljúka núna,“ sagði Messi harðorður. Þeir fögnuðu samt sigrinum eins og sjá má hér fyrir neðan. #Eliminatorias Porque los jugadores me van a demostrar que salen a ganar, que quieren salir campeón, pic.twitter.com/uZmy3vgAJg— Selección Argentina (@Argentina) November 22, 2023
Argentína HM 2026 í fótbolta Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Fleiri fréttir Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Sjá meira