Vilja ekki láta aukna velgengni aftra sér Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 11. nóvember 2023 17:00 Hljómsveitin Inspector Spacetime er þekkt fyrir grípandi dansgólfs smelli. Aðsend „Við erum búin að þróa með okkur meiri fullkomnunaráráttu,“ segir danssveitin Inspector Spacetime sem hefur verið að gera góða hluti í íslensku tónlistarsenunni síðustu misseri. Þau voru að senda frá sér plötu þar sem má meðal annars finna lagið Smástund en lagið var kynnt inn í fasta liðnum íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM. Hér má heyra lagið: Klippa: Inspector Spacetime - SMÁSTUND Rafpopp og evrópskir klúbbasmellir „Við erum mætt á nýjan leik með plötuna EXTRAVAGANZA. Á henni má finna fjögur splunkuný lög sem ætla sér að gera kyrrsetu erfiða,“ segja meðlimir sveitarinnar og bæta við: „Rafmagnaðir taktar og dúndrandi bassalínur; Inspector Spacetime snýr aftur!“ Líflegur og einkennandi stíll þeirra sækir innblástur í allar áttir, allt frá rafpoppi 9. áratugarins að evrópskum klúbbasmellum aldamótaáranna. „Við sækjum alltaf innblástur frá óteljandi stöðum. Við hlustum mjög mikið á popp og danstónlist og reynum alltaf að hafa þetta svolítið fjölbreytt.“ View this post on Instagram A post shared by INSPECTOR SPACETIME (@inspector_spacetime_) Reyna að spá ekki of mikið í væntingum annarra Egill Gauti Sigurjónsson, Vaka Agnarsdóttir og Elías Geir Óskarsson mynda sveitina og hafa þau sannarlega safnað í reynslubankann frá því að Inspector Spacetime var stofnuð. Lagið þeirra Dansa og bánsa var notað í auglýsingaherferð Bleiku slaufunnar í ár og ættu flestir landsmenn að hafa dillað sér við Spacetime tóna á einhverjum tímapunkti. Meðlimir sveitarinnar segja reynsluna kærkomna þó hún geti stundum gert hlutina örlítið erfiðari. „Við erum búin að þróa með okkur meiri fullkomnunaráráttu sem okkur finnst oftast jákvætt en það aftrar okkur stundum. Það er svolítið öðruvísi að gefa út tónlist þegar maður er ekki lengur alveg óþekktur. Við þurfum stundum að stoppa okkur af og reyna að spá ekki of mikið í væntingum annarra.“ Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga á milli klukkan 14:00 og 16:00 á FM957. Lög Íslenska listans: Íslenski listinn á Spotify: Íslenski listinn FM957 Tónlist Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt Lífið Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Fleiri fréttir Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Þau voru að senda frá sér plötu þar sem má meðal annars finna lagið Smástund en lagið var kynnt inn í fasta liðnum íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM. Hér má heyra lagið: Klippa: Inspector Spacetime - SMÁSTUND Rafpopp og evrópskir klúbbasmellir „Við erum mætt á nýjan leik með plötuna EXTRAVAGANZA. Á henni má finna fjögur splunkuný lög sem ætla sér að gera kyrrsetu erfiða,“ segja meðlimir sveitarinnar og bæta við: „Rafmagnaðir taktar og dúndrandi bassalínur; Inspector Spacetime snýr aftur!“ Líflegur og einkennandi stíll þeirra sækir innblástur í allar áttir, allt frá rafpoppi 9. áratugarins að evrópskum klúbbasmellum aldamótaáranna. „Við sækjum alltaf innblástur frá óteljandi stöðum. Við hlustum mjög mikið á popp og danstónlist og reynum alltaf að hafa þetta svolítið fjölbreytt.“ View this post on Instagram A post shared by INSPECTOR SPACETIME (@inspector_spacetime_) Reyna að spá ekki of mikið í væntingum annarra Egill Gauti Sigurjónsson, Vaka Agnarsdóttir og Elías Geir Óskarsson mynda sveitina og hafa þau sannarlega safnað í reynslubankann frá því að Inspector Spacetime var stofnuð. Lagið þeirra Dansa og bánsa var notað í auglýsingaherferð Bleiku slaufunnar í ár og ættu flestir landsmenn að hafa dillað sér við Spacetime tóna á einhverjum tímapunkti. Meðlimir sveitarinnar segja reynsluna kærkomna þó hún geti stundum gert hlutina örlítið erfiðari. „Við erum búin að þróa með okkur meiri fullkomnunaráráttu sem okkur finnst oftast jákvætt en það aftrar okkur stundum. Það er svolítið öðruvísi að gefa út tónlist þegar maður er ekki lengur alveg óþekktur. Við þurfum stundum að stoppa okkur af og reyna að spá ekki of mikið í væntingum annarra.“ Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga á milli klukkan 14:00 og 16:00 á FM957. Lög Íslenska listans: Íslenski listinn á Spotify:
Íslenski listinn FM957 Tónlist Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt Lífið Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Fleiri fréttir Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira