Tvö ungmenni dæmd í bann fyrir „viðbjóðslega söngva“ um Sir Bobby Charlton Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. október 2023 23:31 Örfáir stuðningsmenn Manchester City sungu ljóta söngva í kjölfar fregna um andlát Sir Bobby Charlton. Charlotte Tattersall/Getty Images Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester City hefur dæmt tvö ungmenni í bann frá leikjum liðsins fyrir „viðbjóðslega söngva“ um Sir Bobby Charlton í kjölfar andláts knattspyrnumannsins fyrrverandi. Sir Bobby Charlton lést síðastliðinn laugardag, 86 ára að aldri. Hann var goðsögn í enskum fótbolta og þá sérstaklega hjá stuðningsmönnum Manchester United, nágrönnum Englandsmeistaranna í Manchester City. Tilkynnt var um andlát Sir Bobby Charlton í hálfleik er Manchester City tók á móti Brighton í ensku úrvalsdeildinni síðastliðinn laugardag. Eftir að tilkynningin var lesin upp heyrðust ljótir söngvar um Charlton úr stúkunni, sem forráðamenn Manchester City fordæmdu. Manchester City hefur nú borið kennsl á tvo stuðningsmenn liðsins sem sungu það sem félagið kallar „viðbjóðslega söngva“ og dæmt þá í bann öllum leikjum liðsins. „Manchester City getur staðfest að borið hefur verið kennsl á tvö ungmenni í tengslum við viðbjóðslegu söngvana sem heyrðust á Etihad-vellinum í hálfleik á leik liðsins gegn Brighton & Hove Albion um seinustu helgi,“ segir í yfirlýsingu Manchester City. „Einstaklingarnir sem um ræðir hafa verið dæmdir í bann frá öllum heima- og útileikjum liðsins og við höfum deilt upplýsingum um þá með lögreglunni í Manchester sem rannsakar málið.“ Á ferli sínum lék Sir Bobby Charlton yfir sex hundruð leiki fyrir Manchester United og skoraði í þeim 199 mörk. Með liðinu varð hann enskur meistari fjórum sinnum og bikarmeistari einu sinni. Þá lék hann lykilhlutverk er félagið varð Evrópumeistari árið 1968. Hann lék einnig 106 leiki fyrir enska landsliðið þar sem hann skoraði 49 mörk og var hluti af liðinu er Englendingar tryggðu sér sinn fyrsta, og enn eina, heimsmeistaratitil árið 1966. Enski boltinn Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
Sir Bobby Charlton lést síðastliðinn laugardag, 86 ára að aldri. Hann var goðsögn í enskum fótbolta og þá sérstaklega hjá stuðningsmönnum Manchester United, nágrönnum Englandsmeistaranna í Manchester City. Tilkynnt var um andlát Sir Bobby Charlton í hálfleik er Manchester City tók á móti Brighton í ensku úrvalsdeildinni síðastliðinn laugardag. Eftir að tilkynningin var lesin upp heyrðust ljótir söngvar um Charlton úr stúkunni, sem forráðamenn Manchester City fordæmdu. Manchester City hefur nú borið kennsl á tvo stuðningsmenn liðsins sem sungu það sem félagið kallar „viðbjóðslega söngva“ og dæmt þá í bann öllum leikjum liðsins. „Manchester City getur staðfest að borið hefur verið kennsl á tvö ungmenni í tengslum við viðbjóðslegu söngvana sem heyrðust á Etihad-vellinum í hálfleik á leik liðsins gegn Brighton & Hove Albion um seinustu helgi,“ segir í yfirlýsingu Manchester City. „Einstaklingarnir sem um ræðir hafa verið dæmdir í bann frá öllum heima- og útileikjum liðsins og við höfum deilt upplýsingum um þá með lögreglunni í Manchester sem rannsakar málið.“ Á ferli sínum lék Sir Bobby Charlton yfir sex hundruð leiki fyrir Manchester United og skoraði í þeim 199 mörk. Með liðinu varð hann enskur meistari fjórum sinnum og bikarmeistari einu sinni. Þá lék hann lykilhlutverk er félagið varð Evrópumeistari árið 1968. Hann lék einnig 106 leiki fyrir enska landsliðið þar sem hann skoraði 49 mörk og var hluti af liðinu er Englendingar tryggðu sér sinn fyrsta, og enn eina, heimsmeistaratitil árið 1966.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira