Utan vallar: Fær íslenska þjóðin nostalgíukvöld í Laugardalnum í kvöld? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2023 11:01 Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson fagna saman marki með íslenska landsliðinu á Laugardalsvellinum. Vísir/Vilhelm Eitt það mest spennandi við landsleik Íslands og Liechtenstein á Laugardalsvellinum í kvöld er kannski það hvað verður hlutverk Gylfa Þórs Sigurðssonar í leiknum. Stóra spurningin er nefnilega: Á Gylfi að byrja leikinn í kvöld? Íslenska karlalandsliðið í fótbolta spilar þarna síðasta heimaleik sinn í undankeppni EM 2024 og mótherjinn er lakasta liðið í riðlinum. Það er í raun lítið undir í þessum leik. Eftir jafnteflið í síðasta leik á íslenska liðið enn minni möguleika á að komast á Evrópumótið í gegnum þennan riðil. Möguleikarnir munu því liggja í umspili Þjóðadeildarinnar. Aron Einar Gunnarsson mætti á blaðamannafund í gær sem fyrirliði liðsins og verður því örugglega í byrjunarliðinu í kvöld. Åge Hareide þjálfari ætlar því að gera breytingar á liðinu. Hversu margar verða þær er spurningin. Gylfi Þór Sigurðsson var kallaður aftur inn í landsliðið fyrir þennan glugga eftir rétt tæplega þriggja ára fjarveru og kom inn á sem varamaður á móti Lúxemborg á föstudagskvöldið. Fyrsti landsleikur hans síðan í nóvember 2020. Gylfi er nýbyrjaður að spila aftur með Lyngby og er enn að vinna í því að koma skrokknum aftur í gang eftir svo langa fjarveru. Það var mikill fögnuður í stúkunni þegar Gylfi kom inn á völlinn á 68. mínútu á móti Lúxemborg og þótt að liðinu hafi ekki tekist að landa sigrinum í lokin þá er full ástæða til að búast við því að Gylfi fái fleiri mínútur í kvöld. Það er jafnvel spurning um hvort Gylfi eigi hreinlega að byrja leikinn. Það væri algjör nostalgía að sjá hann og Aron Einar spila saman á miðjunni eins og þegar gullkynslóðin var upp á sitt besta. Það var gaman að sjá ungu strákana í íslenska liðinu blómstra í fyrri hálfleiknum á föstudaginn en eins og með unga menn þá eru sveiflur í þeirra leik. Betri færanýting og liðið hefði rúllað leiknum upp. Áhyggjuefnið var hversu auðveldlega þeir virtist missa dampinn eftir áfallið við að fá á sig mark í byrjun seinni hálfleiks. Seinni hálfleikurinn voru því mikil vonbrigði. Það vantaði tilfinnanlega meiri festu á miðju liðsins til að halda tökunum á leiknum og það er ljóst að þar geta Gylfi og Aron Einar hjálpað ungu strákunum okkar mikið. Þetta er líka spurningin um stað og stund. Í kvöld er kjörið tækifæri fyrir Gylfa og Aron Einar að spila hlið við hlið á Laugardalsvellinum þar sem þeir hafa gefið íslensku þjóðinni svo margar magnaðar frammistöður síðasta rúma áratuginn. Þetta er eitthvað sem myndi örugglega gleðja hjörtu margra að sjá. Framtíðin er kannski ekki þeirra en nú er þeirra tími að sýna framtíðarmönnum af hverju þeir hafa náð svo langt. Ég vona því að við sjáum Gylfa og Aron Einar aftur hlið við hlið í kvöld. Kannski of mikið að biðja um það frá byrjun en vonandi stóran hluta leiksins. EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Utan vallar Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Handbolti Fleiri fréttir Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Í beinni: Lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjá meira
Stóra spurningin er nefnilega: Á Gylfi að byrja leikinn í kvöld? Íslenska karlalandsliðið í fótbolta spilar þarna síðasta heimaleik sinn í undankeppni EM 2024 og mótherjinn er lakasta liðið í riðlinum. Það er í raun lítið undir í þessum leik. Eftir jafnteflið í síðasta leik á íslenska liðið enn minni möguleika á að komast á Evrópumótið í gegnum þennan riðil. Möguleikarnir munu því liggja í umspili Þjóðadeildarinnar. Aron Einar Gunnarsson mætti á blaðamannafund í gær sem fyrirliði liðsins og verður því örugglega í byrjunarliðinu í kvöld. Åge Hareide þjálfari ætlar því að gera breytingar á liðinu. Hversu margar verða þær er spurningin. Gylfi Þór Sigurðsson var kallaður aftur inn í landsliðið fyrir þennan glugga eftir rétt tæplega þriggja ára fjarveru og kom inn á sem varamaður á móti Lúxemborg á föstudagskvöldið. Fyrsti landsleikur hans síðan í nóvember 2020. Gylfi er nýbyrjaður að spila aftur með Lyngby og er enn að vinna í því að koma skrokknum aftur í gang eftir svo langa fjarveru. Það var mikill fögnuður í stúkunni þegar Gylfi kom inn á völlinn á 68. mínútu á móti Lúxemborg og þótt að liðinu hafi ekki tekist að landa sigrinum í lokin þá er full ástæða til að búast við því að Gylfi fái fleiri mínútur í kvöld. Það er jafnvel spurning um hvort Gylfi eigi hreinlega að byrja leikinn. Það væri algjör nostalgía að sjá hann og Aron Einar spila saman á miðjunni eins og þegar gullkynslóðin var upp á sitt besta. Það var gaman að sjá ungu strákana í íslenska liðinu blómstra í fyrri hálfleiknum á föstudaginn en eins og með unga menn þá eru sveiflur í þeirra leik. Betri færanýting og liðið hefði rúllað leiknum upp. Áhyggjuefnið var hversu auðveldlega þeir virtist missa dampinn eftir áfallið við að fá á sig mark í byrjun seinni hálfleiks. Seinni hálfleikurinn voru því mikil vonbrigði. Það vantaði tilfinnanlega meiri festu á miðju liðsins til að halda tökunum á leiknum og það er ljóst að þar geta Gylfi og Aron Einar hjálpað ungu strákunum okkar mikið. Þetta er líka spurningin um stað og stund. Í kvöld er kjörið tækifæri fyrir Gylfa og Aron Einar að spila hlið við hlið á Laugardalsvellinum þar sem þeir hafa gefið íslensku þjóðinni svo margar magnaðar frammistöður síðasta rúma áratuginn. Þetta er eitthvað sem myndi örugglega gleðja hjörtu margra að sjá. Framtíðin er kannski ekki þeirra en nú er þeirra tími að sýna framtíðarmönnum af hverju þeir hafa náð svo langt. Ég vona því að við sjáum Gylfa og Aron Einar aftur hlið við hlið í kvöld. Kannski of mikið að biðja um það frá byrjun en vonandi stóran hluta leiksins.
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Utan vallar Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Handbolti Fleiri fréttir Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Í beinni: Lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjá meira