Handtökuskipun gefin út á hendur Sturridge vegna vangoldinna fundarlauna Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. október 2023 17:45 Daniel Sturridge lék á sínum tíma með Liverpool. Quality Sport Images/Getty Images Handtökuskipun hefur verið gefin út í Los Angeles í Bandaríkjunum á hendur Daniel Sturridge, fyrrverandi leikmanns Liverpool, Chelsea og enska landsliðsins í knattspyrnu. Handtökuskipunin var gefin út í kjölfar þess að Sturridge mætti ekki fyrir rétt. Sturridge átti að mæta fyrir rétt vegna máls sem á rætur sínar að rekja til ársins 2019 þar sem leikmaðurinn fyrrverandi greindi frá því að hundinum Lucci hafi verið rænt af heimili í Los Angeles. Sturridge bauð fundarlaun þeim sem myndi finna hundinn heilann á húfi. Rapparinn Killa Fame, sem heitir réttu nafni Foster Washington, birti myndir af hundinum á samfélagsmiðlum og hjálpaði Sturridge þar með að finna hundinn. Leikmaðurinn fyrrverandi greiddi rapparanum hins vegar aldrei fundarlaunin og árið 2021 var Sturridge dæmdur til að greiða Killa Fame 30.000 dollara fyrir að finna hundinn, en það samsvarar um 4,2 milljónum króna. 🚨🚨| An arrest warrant is issued for Daniel Sturridge after he failed to appear in Los Angeles court over a $30,000 reward he allegedly owed to man who found his missing dog in 2019. [@MailSport] pic.twitter.com/9u2fESTRRC— CentreGoals. (@centregoals) October 12, 2023 Sturridge sagði hins vegar frá því á samfélagsmiðlum sínum á sínum tíma að hann hafi greitt ungum dreng fundarlaun fyrir að finna hundinn og það hafi alls ekki verið Killa Fame sem varð til þess að hundurinn fannst. Sturridge hefur því aldrei greitt rapparanum. Sturridge átti að mæta í dómsal í síðasta mánuði, en hann lét aldrei sjá sig. Málið verður tekið upp á ný þann 30. nóvember næstkomandi og hefur dómari málsins gefið út handtökuskipun á hendur Sturridge og þaðan verður hann færður til réttar. Enski boltinn Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
Handtökuskipunin var gefin út í kjölfar þess að Sturridge mætti ekki fyrir rétt. Sturridge átti að mæta fyrir rétt vegna máls sem á rætur sínar að rekja til ársins 2019 þar sem leikmaðurinn fyrrverandi greindi frá því að hundinum Lucci hafi verið rænt af heimili í Los Angeles. Sturridge bauð fundarlaun þeim sem myndi finna hundinn heilann á húfi. Rapparinn Killa Fame, sem heitir réttu nafni Foster Washington, birti myndir af hundinum á samfélagsmiðlum og hjálpaði Sturridge þar með að finna hundinn. Leikmaðurinn fyrrverandi greiddi rapparanum hins vegar aldrei fundarlaunin og árið 2021 var Sturridge dæmdur til að greiða Killa Fame 30.000 dollara fyrir að finna hundinn, en það samsvarar um 4,2 milljónum króna. 🚨🚨| An arrest warrant is issued for Daniel Sturridge after he failed to appear in Los Angeles court over a $30,000 reward he allegedly owed to man who found his missing dog in 2019. [@MailSport] pic.twitter.com/9u2fESTRRC— CentreGoals. (@centregoals) October 12, 2023 Sturridge sagði hins vegar frá því á samfélagsmiðlum sínum á sínum tíma að hann hafi greitt ungum dreng fundarlaun fyrir að finna hundinn og það hafi alls ekki verið Killa Fame sem varð til þess að hundurinn fannst. Sturridge hefur því aldrei greitt rapparanum. Sturridge átti að mæta í dómsal í síðasta mánuði, en hann lét aldrei sjá sig. Málið verður tekið upp á ný þann 30. nóvember næstkomandi og hefur dómari málsins gefið út handtökuskipun á hendur Sturridge og þaðan verður hann færður til réttar.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira