Erfiðir tímar í sambandi urðu að popplagi Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 14. október 2023 17:01 Þórunn Salka var að senda frá sér lagið Trust Issues. Aðsend „Trust issues fjallar um þær tilfinningar sem komu upp hjá mér þegar ég gekk í gegnum erfiðan tíma í sambandi,“ segir tónlistarkonan Þórunn Salka. Hún var að senda frá sér lagið Trust Issues en lagið var kynnt inn í fasta liðnum Íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM. „Þemað í laginu er óheiðarleiki í sambandi, þessi ofhugsun sem getur sprottið eftir þó nokkur grunsamleg atvik og þær spurningar sem vöknuðu hjá mér í kjölfarið,“ segir Þórunn Salka í samtali við blaðamann. Hér má hlusta á lagið Trust issues: Klippa: Thórunn Salka - Trust Issues Trust Issues er önnur smáskífa Þórunnar Sölku en hún gaf út sitt fyrsta lag, Freedom, síðastliðið sumar sem hún frumflutti á Druslugöngunni. Lagið var fyrst samið árið 2016 þegar Þórunn Salka stundaði söngnám í Complete Vocal Institute í Kaupmannahöfn. Sjö árum síðar byrjaði hún að vinna lagið aftur með Kaktusi Einarssyni sem pródúseraði lagið og kom að allri útsetningu. „Markmiðið var að búa til stemningslag sem er í kontrasti við texta lagsins og þær tilfinningarnar sem ég gekk í gegnum.“ Lagið Skína með Patrik og Luigi heldur áfram að vera vinsælasta lag landsins en það situr staðfast í fyrsta sæti listans. Peggy Gou fylgir fast á eftir í öðru sæti með lagið (It Goes Like) Nanana. Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga á milli klukkan 14:00 og 16:00 á FM957. Lög Íslenska listans: Íslenski listinn á Spotify: Íslenski listinn FM957 Tónlist Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Þemað í laginu er óheiðarleiki í sambandi, þessi ofhugsun sem getur sprottið eftir þó nokkur grunsamleg atvik og þær spurningar sem vöknuðu hjá mér í kjölfarið,“ segir Þórunn Salka í samtali við blaðamann. Hér má hlusta á lagið Trust issues: Klippa: Thórunn Salka - Trust Issues Trust Issues er önnur smáskífa Þórunnar Sölku en hún gaf út sitt fyrsta lag, Freedom, síðastliðið sumar sem hún frumflutti á Druslugöngunni. Lagið var fyrst samið árið 2016 þegar Þórunn Salka stundaði söngnám í Complete Vocal Institute í Kaupmannahöfn. Sjö árum síðar byrjaði hún að vinna lagið aftur með Kaktusi Einarssyni sem pródúseraði lagið og kom að allri útsetningu. „Markmiðið var að búa til stemningslag sem er í kontrasti við texta lagsins og þær tilfinningarnar sem ég gekk í gegnum.“ Lagið Skína með Patrik og Luigi heldur áfram að vera vinsælasta lag landsins en það situr staðfast í fyrsta sæti listans. Peggy Gou fylgir fast á eftir í öðru sæti með lagið (It Goes Like) Nanana. Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga á milli klukkan 14:00 og 16:00 á FM957. Lög Íslenska listans: Íslenski listinn á Spotify:
Íslenski listinn FM957 Tónlist Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira