Sjókvíaeldi mótmælt við Austurvöll á morgun Karl Lúðvíksson skrifar 6. október 2023 10:33 Eldislax með sár af völdum laxalúsar í sjóeldiskví Á morgun kl 15:00 verða mótmæli við Austurvöll þar sem sjókvíaeldi á laxi við landið verður mótmælt. Mótmælin eru sprottin að mest megni vegna sleppinga úr kvíum Artic Fish fyrir nokkrum vikum en talið er að hátt í fjögur þúsund laxar hafi sloppið úr kvíum fyrirtækisins. Hluti þeirra hefur veiðst í ám á norður og vesturlandi og átak var sett af stað til að reyna ná sem mestu úr ánum með hjálp kafara eftir að veiðitíma lauk en ljóst er að fleiri hundruð eldislaxar eru ennþá óveiddir í ánum. Skaðinn sem þessi slepping getur valdið hinum Íslenska villta laxastofnu er gríðarlegur og hafa bæði veiðimenn og aðrir náttúruunnendur tekið höndum saman til að mótmæla þessum iðnaði. IWF, NASF, Landsamband Veiðifélaga og söluaðilar veiðileyfa á Íslandi hvetja landsmenn til að sýna samstöðu á morgun. Mótmælin hefjast kl 15:00 við Austurvöll. Stangveiði Mest lesið Stærsti lax sumarsins tók ónefnda flugu í Vatnsdalsá Veiði 110 sm lax úr Vatnsdalsá Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Fleiri lokatölur í nýjum vikulegum veiðitölum Veiði Ný veiðibók frá Sigga Haug Veiði Stórir urriðar að koma á land í Þingvallavatni Veiði Veiðileyfasala komin á fullt Veiði Tvær vikur í opnun veiðisvæðanna Veiði 106 sm lax úr Haukadalsá Veiði Veiðifélög mótmæla Þingvallanefnd Veiði
Mótmælin eru sprottin að mest megni vegna sleppinga úr kvíum Artic Fish fyrir nokkrum vikum en talið er að hátt í fjögur þúsund laxar hafi sloppið úr kvíum fyrirtækisins. Hluti þeirra hefur veiðst í ám á norður og vesturlandi og átak var sett af stað til að reyna ná sem mestu úr ánum með hjálp kafara eftir að veiðitíma lauk en ljóst er að fleiri hundruð eldislaxar eru ennþá óveiddir í ánum. Skaðinn sem þessi slepping getur valdið hinum Íslenska villta laxastofnu er gríðarlegur og hafa bæði veiðimenn og aðrir náttúruunnendur tekið höndum saman til að mótmæla þessum iðnaði. IWF, NASF, Landsamband Veiðifélaga og söluaðilar veiðileyfa á Íslandi hvetja landsmenn til að sýna samstöðu á morgun. Mótmælin hefjast kl 15:00 við Austurvöll.
Stangveiði Mest lesið Stærsti lax sumarsins tók ónefnda flugu í Vatnsdalsá Veiði 110 sm lax úr Vatnsdalsá Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Fleiri lokatölur í nýjum vikulegum veiðitölum Veiði Ný veiðibók frá Sigga Haug Veiði Stórir urriðar að koma á land í Þingvallavatni Veiði Veiðileyfasala komin á fullt Veiði Tvær vikur í opnun veiðisvæðanna Veiði 106 sm lax úr Haukadalsá Veiði Veiðifélög mótmæla Þingvallanefnd Veiði