Hvað gerðist síðast þegar Gylfi Þór spilaði fyrir landsliðið? Aron Guðmundsson skrifar 5. október 2023 11:30 Gylfi Þór Sigurðsson í leiknum gegn Dönum á Parken þann 15.nóvember árið 2020. Vísir/Getty Gylfi Þór Sigurðsson, einn besti fótboltamaður Íslands frá upphafi, hefur á nýjan leik verið valinn í íslenska landsliðið og gæti spilað sinn fyrsta landsleik síðan í nóvember árið 2020 í næstu viku er Ísland mætir Lúxemborg og Liechtenstein hér heima. Gylfi Þór á að baki 78 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og hefur í þeim leikjum skorað 25 mörk. Hann hefur farið með íslenska landsliðinu á bæði stórmótin sem liðið hefur tryggt sér sæti á, EM 2016 og HM 2018. Það var þann 15. nóvember á því herrans ári 2020 sem Gylfi Þór spilaði síðast landsleik fyrir Ísland. Sá leikur fór fram á Parken og var gegn Dönum í Þjóðadeild UEFA. Gylfi Þór var í byrjunarliði Íslands í leiknum og bar fyrirliðabandið en Ísland lenti undir snemma leiks, nánar tiltekið á 12.mínútu þegar að Christian Eriksen kom Dönum yfir með marki úr vítaspyrnu. Annað mark leiksins lét bíða eftir sér en það kom þó á endanum og þá blessunarlega Íslands megin. Viðar Örn Kjartansson jafnaði leikinn fyrir Ísland með marki á 85.mínútu. Það var hins vegar nægur tími fyrir Dani til þess að komast aftur yfir og aftur var það Christian Eriksen sem var þar á ferðinni og aftur skoraði hann úr vítaspyrnu. Grátlegt 2-1 tap var því niðurstaðan síðast þegar Gylfi Þór Sigurðsson lék með íslenska landsliðinu. „Hann mun hafa mjög góð og sterk áhrif á okkur“ Það var í gær sem endurkoma Gylfa Þórs í íslenska landsliðið var staðfest. KSÍ opinberaði landsliðshópinn sem Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands hafði valið fyrir komandi verkefni liðsins í undankeppni EM 2024 í Þýskalandi, leiki gegn Lúxemborg og Liechtenstein hér heima. Åge sagði á blaðamannafundi í gær að hann vilji hafa Gylfa Þór með liðinu þó hann hafi spilað lítið upp á síðkastið með danska úrvalsdeildarfélaginu Lyngby. Ég vil hafa hann í kringum okkur, hann er okkur mikilvægur. Ég vil koma honum inn í okkar áætlanir með landsliðið. Hann mun hafa mjög góð og sterk áhrif á okkur.“ Af hverju þessi langi tími milli leikja? Ástæðan fyrir því að Gylfi Þór hefur ekki leikið landsleik fyrir Íslands hönd síðan í nóvember árið 2020 er helst sú að hann var handtekinn vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi í júlí árið 2021 og sætti löngu farbanni. Rannsóknin stóð alls yfir í 637 daga og hélt Gylfa fjarri knattspyrnuvellinum. Málið hefur nú verið látið niður falla og er Gylfi Þór kominn á fullt í að koma atvinnumannaferli sínum aftur af stað. Hann hefur samið við danska úrvalsdeildarfélagið Lyngby og spilar þar með liðinu undir stjórn íslenska þjálfarans Freys Alexanderssonar sem var einmitt aðstoðarþjálfari Erik Hamrén hjá íslenska landsliðinu síðast þegar Gylfi Þór spilaði landsleik. Freyr Alexandersson og Erik Hamren mynduðu þjálfarateymi Íslands síðast þegar Gylfi Þór lék með landsliðinuGetty/Salih Zeki Fazlioglu Nú er Gylfi Þór að fara aftur af stað með sinn landsliðsferil og hefur hann greint frá þvi að hann stefni á að slá markamet íslenska landsliðsins sem er í eigu Kolbeins Sigþórssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen. Metið stendur í 26 mörkum og þyrfti Gylfi Þór að skora tvö mörk til viðbótar með landsliðinu til þess að slá það. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Fleiri fréttir Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Sjá meira
Gylfi Þór á að baki 78 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og hefur í þeim leikjum skorað 25 mörk. Hann hefur farið með íslenska landsliðinu á bæði stórmótin sem liðið hefur tryggt sér sæti á, EM 2016 og HM 2018. Það var þann 15. nóvember á því herrans ári 2020 sem Gylfi Þór spilaði síðast landsleik fyrir Ísland. Sá leikur fór fram á Parken og var gegn Dönum í Þjóðadeild UEFA. Gylfi Þór var í byrjunarliði Íslands í leiknum og bar fyrirliðabandið en Ísland lenti undir snemma leiks, nánar tiltekið á 12.mínútu þegar að Christian Eriksen kom Dönum yfir með marki úr vítaspyrnu. Annað mark leiksins lét bíða eftir sér en það kom þó á endanum og þá blessunarlega Íslands megin. Viðar Örn Kjartansson jafnaði leikinn fyrir Ísland með marki á 85.mínútu. Það var hins vegar nægur tími fyrir Dani til þess að komast aftur yfir og aftur var það Christian Eriksen sem var þar á ferðinni og aftur skoraði hann úr vítaspyrnu. Grátlegt 2-1 tap var því niðurstaðan síðast þegar Gylfi Þór Sigurðsson lék með íslenska landsliðinu. „Hann mun hafa mjög góð og sterk áhrif á okkur“ Það var í gær sem endurkoma Gylfa Þórs í íslenska landsliðið var staðfest. KSÍ opinberaði landsliðshópinn sem Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands hafði valið fyrir komandi verkefni liðsins í undankeppni EM 2024 í Þýskalandi, leiki gegn Lúxemborg og Liechtenstein hér heima. Åge sagði á blaðamannafundi í gær að hann vilji hafa Gylfa Þór með liðinu þó hann hafi spilað lítið upp á síðkastið með danska úrvalsdeildarfélaginu Lyngby. Ég vil hafa hann í kringum okkur, hann er okkur mikilvægur. Ég vil koma honum inn í okkar áætlanir með landsliðið. Hann mun hafa mjög góð og sterk áhrif á okkur.“ Af hverju þessi langi tími milli leikja? Ástæðan fyrir því að Gylfi Þór hefur ekki leikið landsleik fyrir Íslands hönd síðan í nóvember árið 2020 er helst sú að hann var handtekinn vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi í júlí árið 2021 og sætti löngu farbanni. Rannsóknin stóð alls yfir í 637 daga og hélt Gylfa fjarri knattspyrnuvellinum. Málið hefur nú verið látið niður falla og er Gylfi Þór kominn á fullt í að koma atvinnumannaferli sínum aftur af stað. Hann hefur samið við danska úrvalsdeildarfélagið Lyngby og spilar þar með liðinu undir stjórn íslenska þjálfarans Freys Alexanderssonar sem var einmitt aðstoðarþjálfari Erik Hamrén hjá íslenska landsliðinu síðast þegar Gylfi Þór spilaði landsleik. Freyr Alexandersson og Erik Hamren mynduðu þjálfarateymi Íslands síðast þegar Gylfi Þór lék með landsliðinuGetty/Salih Zeki Fazlioglu Nú er Gylfi Þór að fara aftur af stað með sinn landsliðsferil og hefur hann greint frá þvi að hann stefni á að slá markamet íslenska landsliðsins sem er í eigu Kolbeins Sigþórssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen. Metið stendur í 26 mörkum og þyrfti Gylfi Þór að skora tvö mörk til viðbótar með landsliðinu til þess að slá það.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Fleiri fréttir Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Sjá meira