Meistaradeildarmörkin: Stjörnur PSG fengu skell og City hnyklaði vöðvana Aron Guðmundsson skrifar 5. október 2023 10:00 Frakklandsmeistararnir réðu ekkert við funheita leikmenn Newcastle sem buðu upp á sýningu í endurkomu Meistaradeildarinnar á St. James' Park Vísir/Getty Tuttugu og sjö mörk voru skoruð í þeim átta leikjum sem voru á dagskrá 2. umferðar riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í gærkvöldi. Newcastle bauð upp á sýningu gegn PSG í fyrsta Meistaradeildarleiknum á St. James' Park í fleiri fleiri ár. Evrópumeistararnir gerðu góða ferð til Þýskalands og Shakhtar átti frábæra endurkomu í Belgíu. Í E-riðli tók spænska liðið Atletico Madrid á móti Feyenoord í leik sem lauk með 3-2 sigri heimamanna. Leikar stóðu 2-2 í hálfleik en mark frá Alvaro Morata í upphafi síðari hálfleik tryggði Atletico Madrid sigur, liðið situr á toppi riðilsins með 4 stig. Feyenoord er í þriðja sæti með einu stigi minna. Klippa: Fimm marka thriller í Madríd Skotlandsmeistarar Celtic tóku svo á móti ítalska liðinu Lazio í hinum leik E-riðils. Celtic komst yfir snemma leiks með marki Kyogo Furuhashi en Ítalirnir svöruðu með tveimur mörkum og tóku stigin þrjú með sér heim. Lazio er sem stendur í 2.sæti E-riðils með 4 stig, jafnmikið og topplið riðilsins Atletico Madrid. Celtic er hins vegar án stiga á botni riðilsins. Klippa: Lazio sýndi karakter á útivelli og vann skosku meistarana Í F-riðli fór fram steindauður leikur Borussia Dortmund frá Þýskalandi við AC Milan. Leiknum lauk með markalausu jafntefli. Ögn meiri spenna var fyrir viðureign Newcastle United og Paris Saint-Germain á St. James' Park. Leikurinn markaði endurkomu Meistaradeildar Evrópu til Newcastleborgar og skemmst er frá því að segja að heimamenn fóru á kostum í leiknum. Leiknum lauk með 4-1 sigri Newcastle en mörk liðsins skoruðu þeir Miguel Almiron, Dan Burn, Sean Longstaff og Fabian Schar. Lucas Hernandez kom inn einu marki fyrir Frakklandsmeistarana en nær komust þeir ekki. Klippa: Newcastle valtaði yfir franska stórliðið PSG Newcastle er sem stendur á toppi F-riðils með 4 stig. PSG er í 2.sæti með þrjú stig og svo fylgja AC Milan og Dortmund þar á eftir með tvö stig og eitt stig. Ríkjandi Evrópumeistarar Manchester City gerðu góða ferð til Þýskalands þar sem að liðið mætti RB Leipzig og fór þaðan af hólmi með 3-1 sigur. Manchester City er með fullt hús stiga á toppi riðilsins, Leipzig er með þremur stigum minna í 2.sæti. Klippa: Evrópumeistararnir sýndu mátt sinn og meginn í Þýskalandi Í sama riðli gerðu Crvena Zvezda og Young Boys frá Sviss 2-2 jafntefli í Serbíu. Bæði lið eru með eitt stig í þriðja og fjórða sæti. Klippa: Meistaradeild Evrópu: Fjögurra marka jafntefli í G-riðli í Serbíu Shakhtar Donetsk vann magnaðan endurkomusigur á útivelli gegn belgíska liðinu Royal Antwerp. Eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik sneru Úkraínumennirnir taflinu við í þeim seinni, unnu að lokum 3-2 sigur. Royal Antwerp fékk vítaspyrnu á lokamínútu uppbótatímans en Toby Alderweireld, leikmanni liðsins brást bogalistin á punktinum. Klippa: Úkraínska liðið gafst ekki upp í Belgíu Í hinum leik riðilsins vann Barcelona 1-0 sigur gegn Porto á útivelli. Ferran Torres skoraði eina mark leiksins í uppbótatíma venjulegs leiktíma í fyrri hálfleik. Barcelona situr á toppi riðilsins með fullt hús stiga. Porto er með þremur stigum minna líkt og Shakhtar í öðru og þriðja sæti. Royal Antwerp er enn án stiga. Klippa: Torres reyndist hetja Barcelona í Portúgal Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira
Í E-riðli tók spænska liðið Atletico Madrid á móti Feyenoord í leik sem lauk með 3-2 sigri heimamanna. Leikar stóðu 2-2 í hálfleik en mark frá Alvaro Morata í upphafi síðari hálfleik tryggði Atletico Madrid sigur, liðið situr á toppi riðilsins með 4 stig. Feyenoord er í þriðja sæti með einu stigi minna. Klippa: Fimm marka thriller í Madríd Skotlandsmeistarar Celtic tóku svo á móti ítalska liðinu Lazio í hinum leik E-riðils. Celtic komst yfir snemma leiks með marki Kyogo Furuhashi en Ítalirnir svöruðu með tveimur mörkum og tóku stigin þrjú með sér heim. Lazio er sem stendur í 2.sæti E-riðils með 4 stig, jafnmikið og topplið riðilsins Atletico Madrid. Celtic er hins vegar án stiga á botni riðilsins. Klippa: Lazio sýndi karakter á útivelli og vann skosku meistarana Í F-riðli fór fram steindauður leikur Borussia Dortmund frá Þýskalandi við AC Milan. Leiknum lauk með markalausu jafntefli. Ögn meiri spenna var fyrir viðureign Newcastle United og Paris Saint-Germain á St. James' Park. Leikurinn markaði endurkomu Meistaradeildar Evrópu til Newcastleborgar og skemmst er frá því að segja að heimamenn fóru á kostum í leiknum. Leiknum lauk með 4-1 sigri Newcastle en mörk liðsins skoruðu þeir Miguel Almiron, Dan Burn, Sean Longstaff og Fabian Schar. Lucas Hernandez kom inn einu marki fyrir Frakklandsmeistarana en nær komust þeir ekki. Klippa: Newcastle valtaði yfir franska stórliðið PSG Newcastle er sem stendur á toppi F-riðils með 4 stig. PSG er í 2.sæti með þrjú stig og svo fylgja AC Milan og Dortmund þar á eftir með tvö stig og eitt stig. Ríkjandi Evrópumeistarar Manchester City gerðu góða ferð til Þýskalands þar sem að liðið mætti RB Leipzig og fór þaðan af hólmi með 3-1 sigur. Manchester City er með fullt hús stiga á toppi riðilsins, Leipzig er með þremur stigum minna í 2.sæti. Klippa: Evrópumeistararnir sýndu mátt sinn og meginn í Þýskalandi Í sama riðli gerðu Crvena Zvezda og Young Boys frá Sviss 2-2 jafntefli í Serbíu. Bæði lið eru með eitt stig í þriðja og fjórða sæti. Klippa: Meistaradeild Evrópu: Fjögurra marka jafntefli í G-riðli í Serbíu Shakhtar Donetsk vann magnaðan endurkomusigur á útivelli gegn belgíska liðinu Royal Antwerp. Eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik sneru Úkraínumennirnir taflinu við í þeim seinni, unnu að lokum 3-2 sigur. Royal Antwerp fékk vítaspyrnu á lokamínútu uppbótatímans en Toby Alderweireld, leikmanni liðsins brást bogalistin á punktinum. Klippa: Úkraínska liðið gafst ekki upp í Belgíu Í hinum leik riðilsins vann Barcelona 1-0 sigur gegn Porto á útivelli. Ferran Torres skoraði eina mark leiksins í uppbótatíma venjulegs leiktíma í fyrri hálfleik. Barcelona situr á toppi riðilsins með fullt hús stiga. Porto er með þremur stigum minna líkt og Shakhtar í öðru og þriðja sæti. Royal Antwerp er enn án stiga. Klippa: Torres reyndist hetja Barcelona í Portúgal
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira