Breiðablik batt enda á sigurgöngu Ten5ion Snorri Már Vagnsson skrifar 26. september 2023 22:36 Breiðablik varð fyrsta liðið á tímabilinu til að vinna sigur gegn Ten5ion er liðin mættust í Ljósleiðaradeildinni í CS:GO fyrr í kvöld. Viðureignin fór fram á Ancient, en hún var sú fyrsta á tímabilinu til að eiga sér stað þar. Leikmenn Breiðabliks tóku hnífalotuna í upphafi leiks og kusu að byrja í vörn í fyrri hálfleik. Bæði lið áttu góðar lotur en Blikar höfðu yfirhöndina framan af leik. Ten5ion náði aðeins að taka eina lotu gegn fimm lotum Breiðabliks sem leit út fyrir að líða vel á Ancient. Ten5ion tókst hins vegar að halda sér í samkeppnisstöðu og tók þrjár lotur til viðbótar, staðan þá 6-4. Blikar áttu margar góðar spari-lotur í fyrri hálfleik, þar sem Ten5ion var með betri byssur en skotfimi Blika virtist þó trompa vopnakost andstæðinganna. Leikmenn Breiðabliks tóku leikinn þá föstum tökum undir lok fyrri hálfleiks og sigruðu lotu eftir lotu og fóru inn í hálfleikinn með forystuna. Staðan í hálfleik: 11-5 Leikmenn Ten5ion mættu í vörn í seinni hálfleik með stórt verkefni frammi fyrir sér en sáu þó vonarglætu þegar þeir tóku fyrstu lotu seinni hálfleiks. Blikar voru þó enn með leikinn í föstum tökum og tóku næstu fjórar lotur til að koma sér í úrslitalotu í stöðunni 15-6. Ten5ion náði einni lotu til baka en yfirburðir Breiðabliks voru þeim um of og sigurinn sigldi í höfn leikmanna Breiðabliks. Lokatölur: 16-7 Breiðablik fann þar með sinn fyrsta sigur á tímabilinu og sitja í 7. sæti með aðeins 2 stig. Ten5ion halda 3. sætinu þó áfram með 4 stig Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn
Viðureignin fór fram á Ancient, en hún var sú fyrsta á tímabilinu til að eiga sér stað þar. Leikmenn Breiðabliks tóku hnífalotuna í upphafi leiks og kusu að byrja í vörn í fyrri hálfleik. Bæði lið áttu góðar lotur en Blikar höfðu yfirhöndina framan af leik. Ten5ion náði aðeins að taka eina lotu gegn fimm lotum Breiðabliks sem leit út fyrir að líða vel á Ancient. Ten5ion tókst hins vegar að halda sér í samkeppnisstöðu og tók þrjár lotur til viðbótar, staðan þá 6-4. Blikar áttu margar góðar spari-lotur í fyrri hálfleik, þar sem Ten5ion var með betri byssur en skotfimi Blika virtist þó trompa vopnakost andstæðinganna. Leikmenn Breiðabliks tóku leikinn þá föstum tökum undir lok fyrri hálfleiks og sigruðu lotu eftir lotu og fóru inn í hálfleikinn með forystuna. Staðan í hálfleik: 11-5 Leikmenn Ten5ion mættu í vörn í seinni hálfleik með stórt verkefni frammi fyrir sér en sáu þó vonarglætu þegar þeir tóku fyrstu lotu seinni hálfleiks. Blikar voru þó enn með leikinn í föstum tökum og tóku næstu fjórar lotur til að koma sér í úrslitalotu í stöðunni 15-6. Ten5ion náði einni lotu til baka en yfirburðir Breiðabliks voru þeim um of og sigurinn sigldi í höfn leikmanna Breiðabliks. Lokatölur: 16-7 Breiðablik fann þar með sinn fyrsta sigur á tímabilinu og sitja í 7. sæti með aðeins 2 stig. Ten5ion halda 3. sætinu þó áfram með 4 stig
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn