„Auðvitað gerum við kröfu á sigur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. september 2023 12:01 Ísak Andri Sigurgeirsson fagnaði tvítugsafmæli sínu í gær. vísir/sigurjón Ísak Andri Sigurgeirsson, leikmaður U-21 árs landsliðs Íslands í fótbolta, segir að krafan sé sett á sigur gegn Tékklandi í fyrsta leik undankeppni EM í dag. Hann segir fyrstu mánuðina í atvinnumennsku hafa gengið vel. „Þetta leggst mjög vel í mig. Undirbúningurinn hjá okkur er búinn að vera mjög góður, líka þessi leikur gegn Finnlandi. Hann var mjög góður,“ sagði Ísak og vísaði til 3-2 sigur Íslendinga á Finnum í vináttulandsleik í Finnlandi á föstudaginn. Í hópi U-21 árs liðsins eru nokkrir leikmenn sem tóku þátt á EM U-19 ára í sumar auk eldri leikmanna. Ísak segir að þeir nái vel saman. „Ég myndi segja að þetta væri góð blanda af nýliðum og reynslumeiri leikmönnum sem hafa verið hérna. Það eru nokkrir sem voru í síðustu undankeppni þannig það er mikil reynsla í liðinu. Þetta er mjög góð blanda,“ sagði Ísak. Ætla sér á EM Ísland er í I-riðli undankeppni EM ásamt Tékklandi, Danmörku, Wales og Litáen. Sigurvegarar riðlanna níu í undankeppninni auk þeirra þriggja liða sem eru með bestan árangur í 2. sæti riðlanna komast beint á EM. Hin sex liðin sem enda í 2. sæti riðlanna fara í umspil. Frá æfingu U-21 árs landsliðsins í Víkinni í gær.vísir/sigurjón „Þetta er heilt yfir mjög jafn riðill en auðvitað er markmiðið hjá okkur að komast beint upp úr honum,“ sagði Ísak. „Ég hef heyrt að Danir og Tékkar séu mjög góðir. En við einbeitum okkur bara að okkur og ætlum upp úr þessum riðli.“ Garðbæingurinn segir íslenska liðið stefna á sigur í Víkinni í dag. „Auðvitað setjum við kröfu á það, að ná góðri byrjun í riðlinum og vinna leikinn á morgun (í dag),“ sagði Ísak. Um mitt sumar gekk Ísak í raðir Norrköping í Svíþjóð frá Stjörnunni. Hann nýtur sín vel í atvinnumennskunni. Viðbrigði í atvinnumennskunni „Lífið hefur verið geggjað. Þetta er mjög skemmtilegt en allt annað en heima,“ sagði Ísak og bætti við að lífið í atvinnumennsku hafi staðist allar væntingar þótt það sé ansi frábrugðið því sem hann er vanur. „Já, stundum getur manni leiðst mikið á daginn en maður finnur sér eitthvað að gera. Það eru smá viðbrigði að búa einn en þetta er mjög fínt.“ Öfugt við það sem margir spáðu hefur Stjörnunni gengið vel eftir að Ísak fór utan og er í 4. sæti Bestu deildarinnar. Ísak skoraði sex mörk í ellefu deildarleikjum með Stjörnunni áður en hann fór til Norrköping.vísir/hulda margrét „Jökull (Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar) er búinn að gera geggjaða hluti þarna. Það er ekkert eðlilega margir ungir leikmenn sem eru að koma upp og standa sig ekkert eðlilega vel. Það er gaman að fylgjast með þessu.“ Leikur Íslands og Tékklands hefst klukkan 16:30 í dag og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Fleiri fréttir FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Sjá meira
„Þetta leggst mjög vel í mig. Undirbúningurinn hjá okkur er búinn að vera mjög góður, líka þessi leikur gegn Finnlandi. Hann var mjög góður,“ sagði Ísak og vísaði til 3-2 sigur Íslendinga á Finnum í vináttulandsleik í Finnlandi á föstudaginn. Í hópi U-21 árs liðsins eru nokkrir leikmenn sem tóku þátt á EM U-19 ára í sumar auk eldri leikmanna. Ísak segir að þeir nái vel saman. „Ég myndi segja að þetta væri góð blanda af nýliðum og reynslumeiri leikmönnum sem hafa verið hérna. Það eru nokkrir sem voru í síðustu undankeppni þannig það er mikil reynsla í liðinu. Þetta er mjög góð blanda,“ sagði Ísak. Ætla sér á EM Ísland er í I-riðli undankeppni EM ásamt Tékklandi, Danmörku, Wales og Litáen. Sigurvegarar riðlanna níu í undankeppninni auk þeirra þriggja liða sem eru með bestan árangur í 2. sæti riðlanna komast beint á EM. Hin sex liðin sem enda í 2. sæti riðlanna fara í umspil. Frá æfingu U-21 árs landsliðsins í Víkinni í gær.vísir/sigurjón „Þetta er heilt yfir mjög jafn riðill en auðvitað er markmiðið hjá okkur að komast beint upp úr honum,“ sagði Ísak. „Ég hef heyrt að Danir og Tékkar séu mjög góðir. En við einbeitum okkur bara að okkur og ætlum upp úr þessum riðli.“ Garðbæingurinn segir íslenska liðið stefna á sigur í Víkinni í dag. „Auðvitað setjum við kröfu á það, að ná góðri byrjun í riðlinum og vinna leikinn á morgun (í dag),“ sagði Ísak. Um mitt sumar gekk Ísak í raðir Norrköping í Svíþjóð frá Stjörnunni. Hann nýtur sín vel í atvinnumennskunni. Viðbrigði í atvinnumennskunni „Lífið hefur verið geggjað. Þetta er mjög skemmtilegt en allt annað en heima,“ sagði Ísak og bætti við að lífið í atvinnumennsku hafi staðist allar væntingar þótt það sé ansi frábrugðið því sem hann er vanur. „Já, stundum getur manni leiðst mikið á daginn en maður finnur sér eitthvað að gera. Það eru smá viðbrigði að búa einn en þetta er mjög fínt.“ Öfugt við það sem margir spáðu hefur Stjörnunni gengið vel eftir að Ísak fór utan og er í 4. sæti Bestu deildarinnar. Ísak skoraði sex mörk í ellefu deildarleikjum með Stjörnunni áður en hann fór til Norrköping.vísir/hulda margrét „Jökull (Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar) er búinn að gera geggjaða hluti þarna. Það er ekkert eðlilega margir ungir leikmenn sem eru að koma upp og standa sig ekkert eðlilega vel. Það er gaman að fylgjast með þessu.“ Leikur Íslands og Tékklands hefst klukkan 16:30 í dag og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Fleiri fréttir FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Sjá meira