UEFA hækkar peningastyrk til liða sem komast ekki í Evrópukeppni Smári Jökull Jónsson skrifar 6. september 2023 23:30 Aleksander Ceferin er forseti evrópska knattspyrnusambandsins. Vísir/Getty Evrópska knttspyrnusambandið og samtök leikmanna í Evrópu hafa staðfest nýja skiptingu fjármagns þar sem hærra hlutfall fer til þeirra liða sem ekki vinna sér inn sæti í Evrópukeppnum. Nýtt kerfi sem heldur utan um skiptingu fjármagns frá UEFA var staðfest í dag en það mun taka gildi frá byrjun tímabilsins 2024-25, um leið og nýtt fyrirkomulag í Meistaradeild Evrópu tekur gildi. Nú eru 4% af innkomu UEFA frá Meistara-, Evrópu- og Sambandsdeildinni tekin frá til félaga sem ekki taka þátt í Evrópukeppnum en hlutfallið hækkar í 7% samkvæmt nýju kerfi. Í yfirlýsingu frá UEFA og ECA kom fram að markmiðið sé að aðstoða lið á öllum stigum knattspyrnunnar. „Hlutfall fjármagns sem tekið verður frá fyrir þau lið sem komast ekki í riðlakeppni í Evrópu verður aukið í 10% fyrir utan þau 3% sem fara til félaga sem falla úr keppni eftir forkeppnir. Hlutfallið til þeirra sem taka ekki þátt í Evrópukeppnum verður aukið í 7% og tryggir það fjármagn upp á 440 milljónir evra á hverju tímabili.“ UEFA and the European Club Association (ECA) have confirmed a new revenue distribution model that will increase solidarity payments to teams not participating in UEFA s club competitions.More from @mjshrimper https://t.co/Bx6P35hAA7— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) September 6, 2023 Hækkað fjármagn til liða sem ekki taka þátt í Evrópukeppni mun hjálpa minni liðum í Evrópu en peningurinn er einnig hugsaður sem nokkurs konar bætur fyrir að setja ekki leiki á í miðri viku þá daga sem leikir í Evrópukeppnum fara fram. Þá segir einnig í yfirlýsingunni að lið sem taka þátt í Evrópukeppni fái einnig stæri sneið af kökunni en áður. Hlutur þátttökuliða eykst úr 25% í 27,5% og það hlutur þeirra liða sem ná bestum árangri eykst einnig úr 30% hlutfalli og í 37,5%. Í staðinn minnkar vægi fjármagns í svokölluðum markaðspotti og vegna stöðu þjóðar á styrkleikalista UEFA. UEFA Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Sjá meira
Nýtt kerfi sem heldur utan um skiptingu fjármagns frá UEFA var staðfest í dag en það mun taka gildi frá byrjun tímabilsins 2024-25, um leið og nýtt fyrirkomulag í Meistaradeild Evrópu tekur gildi. Nú eru 4% af innkomu UEFA frá Meistara-, Evrópu- og Sambandsdeildinni tekin frá til félaga sem ekki taka þátt í Evrópukeppnum en hlutfallið hækkar í 7% samkvæmt nýju kerfi. Í yfirlýsingu frá UEFA og ECA kom fram að markmiðið sé að aðstoða lið á öllum stigum knattspyrnunnar. „Hlutfall fjármagns sem tekið verður frá fyrir þau lið sem komast ekki í riðlakeppni í Evrópu verður aukið í 10% fyrir utan þau 3% sem fara til félaga sem falla úr keppni eftir forkeppnir. Hlutfallið til þeirra sem taka ekki þátt í Evrópukeppnum verður aukið í 7% og tryggir það fjármagn upp á 440 milljónir evra á hverju tímabili.“ UEFA and the European Club Association (ECA) have confirmed a new revenue distribution model that will increase solidarity payments to teams not participating in UEFA s club competitions.More from @mjshrimper https://t.co/Bx6P35hAA7— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) September 6, 2023 Hækkað fjármagn til liða sem ekki taka þátt í Evrópukeppni mun hjálpa minni liðum í Evrópu en peningurinn er einnig hugsaður sem nokkurs konar bætur fyrir að setja ekki leiki á í miðri viku þá daga sem leikir í Evrópukeppnum fara fram. Þá segir einnig í yfirlýsingunni að lið sem taka þátt í Evrópukeppni fái einnig stæri sneið af kökunni en áður. Hlutur þátttökuliða eykst úr 25% í 27,5% og það hlutur þeirra liða sem ná bestum árangri eykst einnig úr 30% hlutfalli og í 37,5%. Í staðinn minnkar vægi fjármagns í svokölluðum markaðspotti og vegna stöðu þjóðar á styrkleikalista UEFA.
UEFA Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Sjá meira