Annar krísufundur framundan hjá Spánverjum Smári Jökull Jónsson skrifar 27. ágúst 2023 21:31 Þeir kumpánar Jorge Vilda, landsliðsþjálfari Spánar, og Luis Rubiales, forseti knattspyrnusambands Spánar, brosa í gegnum tárin. Vísir/Getty Spænska knattspyrnusambandið hefur boðað til annars krísufundar á morgun vegna málefna forsetans Luis Rubiales. Forsetinn neitar að hætta en FIFA hefur dæmt hann í þriggja mánaða bann. Annar krísufundur spænska knattspyrnusambandsins á aðeins nokkrum dögum hefur verið boðaður á morgun. Forseti sambandsins hefur neitað að hætta þó FIFA hafi dæmt hann í þriggja mánaða bann og nú hefur þjálfari heimsmeistaraliðs Spánar gefið út yfirlýsingu þar sem hann gagnrýnir formanninn. Þá er nær allt starfslið landsliðsins hætt störfum. Búist var við því að Rubiales myndi segja af sér á fundi sambandsins á föstudag en í stað þess hélt hann eldræðu og sagði að málið væru nornavæðar falskra femínista. Upphaf málsins er þegar Rubiales kyssti Jenni Hermoso leikmann Spánar á munninn eftir úrslitaleik Spánar og Englands á heimsmeistaramótinu. Starfandi forseti sambandsins Pedro Rocha boðaði til fundarins á morgun til að „meta stöðuna sem sambandið er í“ og skoða „hvaða ákvarðanir og aðgerðir þarf að ræða,“ sagði talsmaður hans í dag. Þá hefur verið boðað til innri rannsóknar þar sem ferli sambandsins vegna kynferðislegar áreitni hefur verið virkjað. Maria Dolores Martinez Madrona, sem stýra mun rannsókninni, sagði að hún krefðist þess að einkalíf og virðing allra þeirra sem að málinu kæmi væri virt. Þjálfarinn breytir um kúrs Þá hafa styrktaraðilar sambandsins stigið fram og gagnrýnt hegðun Rubiales. Flugfélagið Iberia sagði í yfirlýsingu að fyrirtækið styddi viðeigandi ráðstafanir sem gripið væri til til að tryggja réttindi íþróttamanna- og kvenna. Á leikjum í spænsku úrvalsdeildinni fékk Hermoso stuðnings frá ýmsum liðum og þá var klappað fyrir henni á leik Atletico Madrid og AC Milan sem fram fór í gær. Allt starfsfólk landsliðsins hætti störfum á föstudag til að mótmæla því að Rubiales ætlaði sér að sitja áfram. Að undanskildum þjálfaranum Jorge Vilda. Vilda gerði lítið úr atvikinu eftir úrslitaleikinn í upphafi og hefur verið talinn í stuðningsmannahópi Rubiales. Í dag gaf hann hins vegar út yfirlýsingu þar sem hann gagnrýndi yfirmann sinn. „Atburðirnir sem hafa átt sér stað eftir að Spánn vann heimsmeistaratitilinn hafa verið algjör vitleysa og hafa skapað fordæmalausar aðstæður og skyggt á verðskuldaðan sigur leikmanna okkar og þjóðar.“ „Ég harma að sigur spænska kvennalandsliðsins hafi fallið í skuggann af óviðeigandi hegðun forseta sambandsins. Það er enginn vafi á að þetta er óásættanlegt og endurspeglar á engan hátt þau gildi sem ég berst fyrir í mínu lífi, í íþrótt og knattspyrnu almennt.“ Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fleiri fréttir Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Sjá meira
Annar krísufundur spænska knattspyrnusambandsins á aðeins nokkrum dögum hefur verið boðaður á morgun. Forseti sambandsins hefur neitað að hætta þó FIFA hafi dæmt hann í þriggja mánaða bann og nú hefur þjálfari heimsmeistaraliðs Spánar gefið út yfirlýsingu þar sem hann gagnrýnir formanninn. Þá er nær allt starfslið landsliðsins hætt störfum. Búist var við því að Rubiales myndi segja af sér á fundi sambandsins á föstudag en í stað þess hélt hann eldræðu og sagði að málið væru nornavæðar falskra femínista. Upphaf málsins er þegar Rubiales kyssti Jenni Hermoso leikmann Spánar á munninn eftir úrslitaleik Spánar og Englands á heimsmeistaramótinu. Starfandi forseti sambandsins Pedro Rocha boðaði til fundarins á morgun til að „meta stöðuna sem sambandið er í“ og skoða „hvaða ákvarðanir og aðgerðir þarf að ræða,“ sagði talsmaður hans í dag. Þá hefur verið boðað til innri rannsóknar þar sem ferli sambandsins vegna kynferðislegar áreitni hefur verið virkjað. Maria Dolores Martinez Madrona, sem stýra mun rannsókninni, sagði að hún krefðist þess að einkalíf og virðing allra þeirra sem að málinu kæmi væri virt. Þjálfarinn breytir um kúrs Þá hafa styrktaraðilar sambandsins stigið fram og gagnrýnt hegðun Rubiales. Flugfélagið Iberia sagði í yfirlýsingu að fyrirtækið styddi viðeigandi ráðstafanir sem gripið væri til til að tryggja réttindi íþróttamanna- og kvenna. Á leikjum í spænsku úrvalsdeildinni fékk Hermoso stuðnings frá ýmsum liðum og þá var klappað fyrir henni á leik Atletico Madrid og AC Milan sem fram fór í gær. Allt starfsfólk landsliðsins hætti störfum á föstudag til að mótmæla því að Rubiales ætlaði sér að sitja áfram. Að undanskildum þjálfaranum Jorge Vilda. Vilda gerði lítið úr atvikinu eftir úrslitaleikinn í upphafi og hefur verið talinn í stuðningsmannahópi Rubiales. Í dag gaf hann hins vegar út yfirlýsingu þar sem hann gagnrýndi yfirmann sinn. „Atburðirnir sem hafa átt sér stað eftir að Spánn vann heimsmeistaratitilinn hafa verið algjör vitleysa og hafa skapað fordæmalausar aðstæður og skyggt á verðskuldaðan sigur leikmanna okkar og þjóðar.“ „Ég harma að sigur spænska kvennalandsliðsins hafi fallið í skuggann af óviðeigandi hegðun forseta sambandsins. Það er enginn vafi á að þetta er óásættanlegt og endurspeglar á engan hátt þau gildi sem ég berst fyrir í mínu lífi, í íþrótt og knattspyrnu almennt.“
Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fleiri fréttir Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Sjá meira