Hetja heimsmeistaranna fékk hræðilegar fréttir á sínum besta degi á ferlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. ágúst 2023 08:32 Olga Carmona með heimsbikarinn og gullverðlaunin um hálsinn. Getty/Maddie Meyer Olga Carmona, fyrirliði spænska kvennalandsliðsins í fótbolta, upplifði örugglega sinn besta dag á fótboltaferlinum í gær. Dagurinn endaði aftur á móti ekki vel. Carmona skoraði eina marka úrslitaleiks HM og tryggði þjóð sinn heimsmeistaratitilinn í fyrsta sinn í kvennaflokki. Hún var auk þess kosin besti leikmaður úrslitaleiksins og tók síðan við bikarnum í leikslok. Eftir leikinn fékk hin 23 ára gamla Carmona aftur á móti skelfilegar fréttir. Spænska knattspyrnusambandið sagði frá því á Twitter að faðir Carmona hefði dáið í aðdraganda leiksins. Leikmaðurinn fékk aftur á móti ekki fréttirnar fyrr en eftir leikinn. View this post on Instagram A post shared by MARCA (@marca) „Ég veit að þú hefur verið á horfa á mig í kvöld og ert stoltur af mér. Hvíldu í friði pabbi,“ skrifaði Olga Carmona á samfélagsmiðla. Faðir hennar dó á föstudaginn. „Án þess að vita það þá fékk ég stjörnuna mína fyrir leikinn. Ég veit að þú gafst mér styrk til að afreka eitthvað algjörlega einstakt“ Carmona hafði tekið við fyrirliðabandinu í undanúrslita- og úrslitaleiknum og skoraði sigurmark spænska liðsins í báðum leikjunum en hún spilar sem vinstri bakvörður. Tvö af þremur landsliðsmörkum hennar á ferlinum komu því í tveimur stærstu leikjum spænska liðsins á heimsmeistaramótinu. Faðir hennar hafði barist lengi við veikindi en móðir hennar og bræður hennar komu til Ástralíu til að horfa á úrslitaleikinn. Olga er frá Sevilla á Spáni en gekk til liðs við Real Madrid árið 2020. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Carmona skoraði eina marka úrslitaleiks HM og tryggði þjóð sinn heimsmeistaratitilinn í fyrsta sinn í kvennaflokki. Hún var auk þess kosin besti leikmaður úrslitaleiksins og tók síðan við bikarnum í leikslok. Eftir leikinn fékk hin 23 ára gamla Carmona aftur á móti skelfilegar fréttir. Spænska knattspyrnusambandið sagði frá því á Twitter að faðir Carmona hefði dáið í aðdraganda leiksins. Leikmaðurinn fékk aftur á móti ekki fréttirnar fyrr en eftir leikinn. View this post on Instagram A post shared by MARCA (@marca) „Ég veit að þú hefur verið á horfa á mig í kvöld og ert stoltur af mér. Hvíldu í friði pabbi,“ skrifaði Olga Carmona á samfélagsmiðla. Faðir hennar dó á föstudaginn. „Án þess að vita það þá fékk ég stjörnuna mína fyrir leikinn. Ég veit að þú gafst mér styrk til að afreka eitthvað algjörlega einstakt“ Carmona hafði tekið við fyrirliðabandinu í undanúrslita- og úrslitaleiknum og skoraði sigurmark spænska liðsins í báðum leikjunum en hún spilar sem vinstri bakvörður. Tvö af þremur landsliðsmörkum hennar á ferlinum komu því í tveimur stærstu leikjum spænska liðsins á heimsmeistaramótinu. Faðir hennar hafði barist lengi við veikindi en móðir hennar og bræður hennar komu til Ástralíu til að horfa á úrslitaleikinn. Olga er frá Sevilla á Spáni en gekk til liðs við Real Madrid árið 2020. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport)
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira