Sænsku stelpurnar tóku japönsku hraðlestina úr sambandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. ágúst 2023 09:28 Filippa Angeldal fagnar marki sínu með liðsfélögunum í sænska landsliðinu. Getty/Buda Mendes Svíþjóð er komið í undanúrslitin á HM kvenna í fótbolta eftir 2-1 sigur á Japan í átta liða úrslitum keppninnar í dag. Svíar mæta Spánverjum í undanúrslitaleiknum en Spánverjar slógu Holland út fyrr í nótt. Sænsku stelpurnar voru með mikla yfirburði fram eftir leik á móti bitlausu japönsku liði og þær komust sanngjarnt í 2-0. Japanska liðið gafst ekki upp og var nálægt því að koma leiknum í framlengingu undir lokin. Japönsku stelpurnar voru óþekkjanlegar langt inn i seinni hálfleikinn en á endanum sluppu Svíarnir með skrekkinn þegar japanska liðið var loksins komið í gang. Japanska liðið hafði verið á miklu skriði til þessa á heimsmeistaramótinu og var búið að vinna alla fjóra leiki sína með markatölunni 14-1. Sænska liðið hefur aftur á móti spilað frábæra vörn á þessu móti og það sýndu þær lengstum í þessum leik. Japanska liðið komst lítið sem ekkert áleiðis. Sænska liðið var með algjöra yfirburði í fyrri hálfleiknum þar sem Svíar voru nálægt því að bæta við mörkum. Eina mark hálfleiksins skoraði Amanda Ilestedt á 32. mínútu eftir stórsókn Svía þar sem Japanar komu boltanum ekki í burtu. Þetta var fjórða mark miðvarðarins á mótinu. Svía voru 63 prósent með boltann og áttu öll átta skot hálfleiksins. Kosovare Asllani var mjög nálægt því að bæta við marki en Ayaka Yamashita varði skot hennar í stöng. Annað mark Svía kom fljótlega í seinni hálfleiknum þegar sænska liðið fékk vítaspyrnu eftir að dómarinn fékk aðstoð frá myndbandadómurum. Fuka Nagano fékk boltann í höndina og víti var dæmt. Filippa Angeldal tók vítið og skoraði af miklu öryggi úr því. Sænsku stelpurnar því komnar 2-0 yfir og ekki búnar að fá á sig eitt einasta mark í síðustu þremur leikjum. Japanska liðið tók við sér eftir þetta og fór að ógna mun meira. Liðið fékk síðan vítaspyrnu á 74. mínútu þegar varamaðurinn Madelen Janogy braut af sér. Riko Ueki tók vítið en skaut í slána og niður. Boltinn fór ekki inn fyrir marklínuna og Zecira Musovic hélt áfram hreinu í sænska markinu. Það kom samt að því að múrinn gaf sig. Fyrirliðinn Magdalena Eriksson gerði mistök og lagði boltann fyrir Honoka Hayashi í teignum sem þakkaði fyrir sig og minnkaði muninn. 2-1 og enn tími fyrir Japan til að jafna metin. Hayashi var tiltölulega nýkomin inn á sem varamaður. Tíu mínútna uppbótatími gaf japanska liðinu vissulega nægan tíma til að ná þessu jöfnunarmarki. Það kom hins vegar ekki og Svíarnir eru komnir í undanúrslit keppninnar. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Sjá meira
Svíar mæta Spánverjum í undanúrslitaleiknum en Spánverjar slógu Holland út fyrr í nótt. Sænsku stelpurnar voru með mikla yfirburði fram eftir leik á móti bitlausu japönsku liði og þær komust sanngjarnt í 2-0. Japanska liðið gafst ekki upp og var nálægt því að koma leiknum í framlengingu undir lokin. Japönsku stelpurnar voru óþekkjanlegar langt inn i seinni hálfleikinn en á endanum sluppu Svíarnir með skrekkinn þegar japanska liðið var loksins komið í gang. Japanska liðið hafði verið á miklu skriði til þessa á heimsmeistaramótinu og var búið að vinna alla fjóra leiki sína með markatölunni 14-1. Sænska liðið hefur aftur á móti spilað frábæra vörn á þessu móti og það sýndu þær lengstum í þessum leik. Japanska liðið komst lítið sem ekkert áleiðis. Sænska liðið var með algjöra yfirburði í fyrri hálfleiknum þar sem Svíar voru nálægt því að bæta við mörkum. Eina mark hálfleiksins skoraði Amanda Ilestedt á 32. mínútu eftir stórsókn Svía þar sem Japanar komu boltanum ekki í burtu. Þetta var fjórða mark miðvarðarins á mótinu. Svía voru 63 prósent með boltann og áttu öll átta skot hálfleiksins. Kosovare Asllani var mjög nálægt því að bæta við marki en Ayaka Yamashita varði skot hennar í stöng. Annað mark Svía kom fljótlega í seinni hálfleiknum þegar sænska liðið fékk vítaspyrnu eftir að dómarinn fékk aðstoð frá myndbandadómurum. Fuka Nagano fékk boltann í höndina og víti var dæmt. Filippa Angeldal tók vítið og skoraði af miklu öryggi úr því. Sænsku stelpurnar því komnar 2-0 yfir og ekki búnar að fá á sig eitt einasta mark í síðustu þremur leikjum. Japanska liðið tók við sér eftir þetta og fór að ógna mun meira. Liðið fékk síðan vítaspyrnu á 74. mínútu þegar varamaðurinn Madelen Janogy braut af sér. Riko Ueki tók vítið en skaut í slána og niður. Boltinn fór ekki inn fyrir marklínuna og Zecira Musovic hélt áfram hreinu í sænska markinu. Það kom samt að því að múrinn gaf sig. Fyrirliðinn Magdalena Eriksson gerði mistök og lagði boltann fyrir Honoka Hayashi í teignum sem þakkaði fyrir sig og minnkaði muninn. 2-1 og enn tími fyrir Japan til að jafna metin. Hayashi var tiltölulega nýkomin inn á sem varamaður. Tíu mínútna uppbótatími gaf japanska liðinu vissulega nægan tíma til að ná þessu jöfnunarmarki. Það kom hins vegar ekki og Svíarnir eru komnir í undanúrslit keppninnar.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Sjá meira