Kynntu „sifjaspellaapp“ Íslendinga fyrir erlendum skátum Eiður Þór Árnason skrifar 7. ágúst 2023 16:51 Íslenskir skátar reyndu að láta mikinn hita ekki á sig fá og stóðu vaktina í Íslandstjaldinu. Bandalag íslenskra skáta Mikið hefur gengið á hjá 140 manna hópi íslenskra skáta sem tók þátt í Alheimsmóti skáta í Suður-Kóreu á dögunum. Eftir hitabylgju, úrhellisrigningu, skordýrabit og skipulagsvandræði var tekin ákvörðun um að hópurinn kæmi fyrr heim en mótsvæðið verður rýmt á morgun vegna fellibylsins Kahun. Á mótinu er fastur liður að sendinefndir frá hverju landi byggi upp sínar eigin tjaldbúðir og kynni svo land og þjóð fyrir skátum frá öðrum löndum en greinilegt að íslensku þátttakendurnir, sem eru á aldrinum fjórtán til átján ára, taki hlutverki sínu þar alvarlega. Á ljósmynd sem Bandalag skáta birti á Facebook má sjá þrjá íslenska skáta sitja við borð með handskrifuðu blaði þar sem gestir eru hvattir til að spyrja spurninga um Ísland og reynt að kveikja áhuga þeirra á eyríkinu. Meðal umræðuefna sem lögð eru til eru íslenski hesturinn, lengsta orðið í íslensku, skrýtin íslensk nöfn, íslenskir frídagar og Íslendingabókar-appið. Það var síðastnefnda umfjöllunarefnið sem vakti athygli Erlings Sigvaldasonar, forseta Ungliðahreyfingar Viðreisnar, en á umræddu blaði er smáforritið einnig kallað „sifjaspellaapp“ (e. incest app). Ah gott að skátarnir séu duglegir í kynningu á "incest appinu" góða sem allir nota! pic.twitter.com/qYwkjkgrFa— Erlingur Sigvaldason (hot) (@ellivithit) August 7, 2023 Umtalsefni erlendra fjölmiðla Líkt og samnefnd vefsíða gerði Íslendingabókar-appið notendum kleift að rekja ættir sínar og kanna skyldleika fólks. Forritið hefur ítrekað verið gert að umfjöllunarefni erlendra fjölmiðla þar sem staðhæft er að Íslendingar notist reglubundið við það á skemmtanalífinu til að komast hjá því að gilja skyldmenni sín óafvitandi. Árið 2013 fjallaði fréttastofa bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar NBC til að mynda um appið og sagði því ætlað að koma í veg fyrir sifjaspell og að Íslendingar fari óvart út með frændfólki sínu. Íslendingabókar-appið var upphaflega þróað af Arnari Aðalsteinssyni, Alexander Helgasyni og Hákoni Björnssyni sem voru þá allir nemendur við Háskóla Íslands. Þróun þess hefur verið hætt og er það ekki lengur aðgengilegt. Óskýr nærmynd af blaðinu umrædda. Íslendingar erlendis Suður-Kórea Skátar Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Fleiri fréttir Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Sjá meira
Á mótinu er fastur liður að sendinefndir frá hverju landi byggi upp sínar eigin tjaldbúðir og kynni svo land og þjóð fyrir skátum frá öðrum löndum en greinilegt að íslensku þátttakendurnir, sem eru á aldrinum fjórtán til átján ára, taki hlutverki sínu þar alvarlega. Á ljósmynd sem Bandalag skáta birti á Facebook má sjá þrjá íslenska skáta sitja við borð með handskrifuðu blaði þar sem gestir eru hvattir til að spyrja spurninga um Ísland og reynt að kveikja áhuga þeirra á eyríkinu. Meðal umræðuefna sem lögð eru til eru íslenski hesturinn, lengsta orðið í íslensku, skrýtin íslensk nöfn, íslenskir frídagar og Íslendingabókar-appið. Það var síðastnefnda umfjöllunarefnið sem vakti athygli Erlings Sigvaldasonar, forseta Ungliðahreyfingar Viðreisnar, en á umræddu blaði er smáforritið einnig kallað „sifjaspellaapp“ (e. incest app). Ah gott að skátarnir séu duglegir í kynningu á "incest appinu" góða sem allir nota! pic.twitter.com/qYwkjkgrFa— Erlingur Sigvaldason (hot) (@ellivithit) August 7, 2023 Umtalsefni erlendra fjölmiðla Líkt og samnefnd vefsíða gerði Íslendingabókar-appið notendum kleift að rekja ættir sínar og kanna skyldleika fólks. Forritið hefur ítrekað verið gert að umfjöllunarefni erlendra fjölmiðla þar sem staðhæft er að Íslendingar notist reglubundið við það á skemmtanalífinu til að komast hjá því að gilja skyldmenni sín óafvitandi. Árið 2013 fjallaði fréttastofa bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar NBC til að mynda um appið og sagði því ætlað að koma í veg fyrir sifjaspell og að Íslendingar fari óvart út með frændfólki sínu. Íslendingabókar-appið var upphaflega þróað af Arnari Aðalsteinssyni, Alexander Helgasyni og Hákoni Björnssyni sem voru þá allir nemendur við Háskóla Íslands. Þróun þess hefur verið hætt og er það ekki lengur aðgengilegt. Óskýr nærmynd af blaðinu umrædda.
Íslendingar erlendis Suður-Kórea Skátar Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Fleiri fréttir Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Sjá meira