„Ekki hræddar við neitt lið á þessu heimsmeistaramóti“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2023 16:30 Mary Earps er ánægð með heimsmeistaramótið til þessa en enska liðið getur farið mjög langt á mótinu. AP/Mark Baker Sextán liða úrslit heimsmeistaramóts kvenna í fótbolta hefjast á morgun en Evrópumeistarar Englands mæta Nígeríu á mánudaginn. Enska landsliðið tryggði sér sigur í sínum riðli með 6-1 sigri á Kína í lokaleiknum sínum en liðið hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína á mótinu. Mary Earps, markvörður enska landsliðsins, hefur aðeins fengið á sig eitt mark á mótinu og það kom úr vítaspyrnu í umræddum stórsigri. Ensku stelpurnar hafa aðeins tapað einu sinni í 35 leikjum síðan að Sarina Wiegman tók við þjálfun liðsins. England don t fear anyone at World Cup, warns Mary Earps as Nigeria await https://t.co/x9oGEPnSA8— Guardian sport (@guardian_sport) August 4, 2023 „Gæði okkar hafa skinið í gegn af því við höfum verið að spila vel saman. Ég tel að við séum á góðum stað,“ sagði Mary Earps. „Við erum ekki hræddar við neitt lið á þessu heimsmeistaramóti,“ sagði Earps. Enska liðið spilar við annað hvort Kólumbíu eða Jamaíka komist liðið í átta liða úrslitin. Breska ríkisútvarpið segir frá. „Hlutirnir gengu vel upp hjá okkur í síðasta leik en það verður ekki alltaf þannig. Á meðan við höldum áfram að klára okkar leiki þá kvarta ég ekki,“ sagði Earps. „Auðvitað er ég samt mjög ánægð með að liðið sé að skora mörk og fyrir okkur að geta notið okkar inn á vellinum og sýnt hversu skapandi lið við erum með,“ sagði Earps. „Mikilvægast er þó að við höfum unnið þrjá leiki af þremur mögulegum. Ég veit að kannski bjóst fólk við meiru í fyrstu tveimur leikjunum en við erum að spila á HM,“ sagði Earps. „Hér eru þær bestu að spila og hingað er mættur rjómi kvennafótboltans. Við vitum hvað við getum en ætlum að einbeita okkur að einum leik í einu og klára þetta verkefni,“ sagði Earps. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Sjá meira
Enska landsliðið tryggði sér sigur í sínum riðli með 6-1 sigri á Kína í lokaleiknum sínum en liðið hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína á mótinu. Mary Earps, markvörður enska landsliðsins, hefur aðeins fengið á sig eitt mark á mótinu og það kom úr vítaspyrnu í umræddum stórsigri. Ensku stelpurnar hafa aðeins tapað einu sinni í 35 leikjum síðan að Sarina Wiegman tók við þjálfun liðsins. England don t fear anyone at World Cup, warns Mary Earps as Nigeria await https://t.co/x9oGEPnSA8— Guardian sport (@guardian_sport) August 4, 2023 „Gæði okkar hafa skinið í gegn af því við höfum verið að spila vel saman. Ég tel að við séum á góðum stað,“ sagði Mary Earps. „Við erum ekki hræddar við neitt lið á þessu heimsmeistaramóti,“ sagði Earps. Enska liðið spilar við annað hvort Kólumbíu eða Jamaíka komist liðið í átta liða úrslitin. Breska ríkisútvarpið segir frá. „Hlutirnir gengu vel upp hjá okkur í síðasta leik en það verður ekki alltaf þannig. Á meðan við höldum áfram að klára okkar leiki þá kvarta ég ekki,“ sagði Earps. „Auðvitað er ég samt mjög ánægð með að liðið sé að skora mörk og fyrir okkur að geta notið okkar inn á vellinum og sýnt hversu skapandi lið við erum með,“ sagði Earps. „Mikilvægast er þó að við höfum unnið þrjá leiki af þremur mögulegum. Ég veit að kannski bjóst fólk við meiru í fyrstu tveimur leikjunum en við erum að spila á HM,“ sagði Earps. „Hér eru þær bestu að spila og hingað er mættur rjómi kvennafótboltans. Við vitum hvað við getum en ætlum að einbeita okkur að einum leik í einu og klára þetta verkefni,“ sagði Earps.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Sjá meira