Hópsöfnun fyrir HM en eru nú komnar í 16-liða úrslit Sindri Sverrisson skrifar 2. ágúst 2023 12:16 Deneisha Blackwood og Vyan Sampson fögnuðu innilega þegar Jamaíka komst í 16-liða úrslit í dag. Getty/Robert Cianflone Jamaíka gerði sér lítið fyrir og sló út Brasilíu á HM kvenna í fótbolta í dag, þegar liðin gerðu markalaust jafntefli í lokaumferð F-riðils. Stigið dugði Jamaíku til að fylgja Frakklandi sem vann riðilinn með 6-3 sigri á Panama. Jamaíka er því komin í útsláttarkeppni HM í fyrsta sinn í sögunni, rétt eins og Suður-Afríka fyrr í dag, en þetta er í annað sinn sem Jamaíka er með. Jamaíska liðið hefur enda þurft að berjast fyrir tilveru sinni, því að jamaíska knattspyrnusambandið ákvað að leggja það niður árið 2008, og reyndar aftur árið 2016, en liðið komst svo á HM 2019 og varð þá fyrsta kvennaliðið frá Karabíahafi til að ná því. Á meðal helstu baráttumanna fyrir kvennaliði Jamaíku hefur verið Cedella Marley, dóttir Bobs Marley, og sjóður sem hún kom á fót hefur samkvæmt grein ESPN fjármagnað æfingabúðir liðsins í aðdraganda HM. Móðir eins leikmanns í liðinu, Havönu Solaun, setti líka af stað söfnun á hópfjármögnunarsíðu og þannig söfnuðust nokkrar milljónir til að hjálpa liðinu. HISTORY FOR JAMAICA!!!THE REGGAE GIRLZ ADVANCE TO THE ROUND 16 FOR THE FIRST TIME EVER pic.twitter.com/d72zCCD6QQ— ESPN FC (@ESPNFC) August 2, 2023 Jamaíka hefur því þurft að berjast fyrir árangri sínum innan sem utan vallar en liðið er nú komið í 16-liða úrslit eins og fyrr segir, eftir að hafa skorað aðeins eitt mark á mótinu til þessa en ekki fengið eitt einasta á sig. Marta og stöllur hennar í brasilíska landsliðinu sitja hins vegar eftir með sárt ennið. Það ræðst á morgun hverjir andstæðingarnir í 16-liða úrslitunum verða en Jamaíka mætir sigurliði H-riðils, og Frakkar mæta liðinu úr 2. sæti. Í H-riðli er Kólumbía á toppnum með 6 stig en Marokkó og Þýskaland með 3 stig og Suður-Kórea án stiga, fyrir leikina á morgun þegar Suður-Kórea mætir Þýskalandi en Marokkó mætir Kólumbíu. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Jamaíka er því komin í útsláttarkeppni HM í fyrsta sinn í sögunni, rétt eins og Suður-Afríka fyrr í dag, en þetta er í annað sinn sem Jamaíka er með. Jamaíska liðið hefur enda þurft að berjast fyrir tilveru sinni, því að jamaíska knattspyrnusambandið ákvað að leggja það niður árið 2008, og reyndar aftur árið 2016, en liðið komst svo á HM 2019 og varð þá fyrsta kvennaliðið frá Karabíahafi til að ná því. Á meðal helstu baráttumanna fyrir kvennaliði Jamaíku hefur verið Cedella Marley, dóttir Bobs Marley, og sjóður sem hún kom á fót hefur samkvæmt grein ESPN fjármagnað æfingabúðir liðsins í aðdraganda HM. Móðir eins leikmanns í liðinu, Havönu Solaun, setti líka af stað söfnun á hópfjármögnunarsíðu og þannig söfnuðust nokkrar milljónir til að hjálpa liðinu. HISTORY FOR JAMAICA!!!THE REGGAE GIRLZ ADVANCE TO THE ROUND 16 FOR THE FIRST TIME EVER pic.twitter.com/d72zCCD6QQ— ESPN FC (@ESPNFC) August 2, 2023 Jamaíka hefur því þurft að berjast fyrir árangri sínum innan sem utan vallar en liðið er nú komið í 16-liða úrslit eins og fyrr segir, eftir að hafa skorað aðeins eitt mark á mótinu til þessa en ekki fengið eitt einasta á sig. Marta og stöllur hennar í brasilíska landsliðinu sitja hins vegar eftir með sárt ennið. Það ræðst á morgun hverjir andstæðingarnir í 16-liða úrslitunum verða en Jamaíka mætir sigurliði H-riðils, og Frakkar mæta liðinu úr 2. sæti. Í H-riðli er Kólumbía á toppnum með 6 stig en Marokkó og Þýskaland með 3 stig og Suður-Kórea án stiga, fyrir leikina á morgun þegar Suður-Kórea mætir Þýskalandi en Marokkó mætir Kólumbíu.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira