Horfði á mörkin sín og komst svo á toppinn Sindri Sverrisson skrifar 31. júlí 2023 08:00 Sophie Román Haug með boltann eftir að hafa skorað þrennuna gegn Filippseyjum. Getty/Hannah Peters Norska landsliðskonan Sophie Román Haug varð í gær ein af markahæstu leikmönnum HM í fótbolta í Eyjaálfu þegar hún skoraði þrennuna sína í 6-0 sigrinum gegn Filippseyjum, sem kom Noregi áfram í 16-liða úrslit. Haug skoraði mörkin eftir að hafa horft á mörkin sem hún hafði áður skorað fyrir norska landsliðið í stjórnartíð Hege Riise. Hún hefur núna skorað meira en þriðjung marka Noregs undir stjórn Riise, eða 8 af 23 mörkum, og var því áberandi í sérstöku hvatningarmyndbandi sem leikmenn horfðu á fyrir leikinn í gær. „Þetta var gott myndband sem við fengum að sjá. Við fengum að sjá klippur af því sem við höfum gert áður, og eftir svona innblástursmyndband gátum við tekið með okkur orkuna og góða tilfinningu frá fyrri leikjum,“ sagði Haug við Nettavisen. Noregur hafði ekki skorað eitt einasta mark í fyrstu tveimur leikjunum á HM, í 1-0 tapinu gegn Nýja-Sjálandi og jafnteflinu við Sviss. „Við horfðum á mörk sem við höfum skorað til að sjá bókstaflega hvað við getum og styrkja trúna á að við gætum þetta. Við töluðum um að fyrsta markið gæti haft „tómatsósuáhrif“ því við höfðum skapað færi í öllum leikjum. Þetta fór eins og við vonuðumst til,“ sagði Haug. 4 - Sophie Haug became the fourth Norwegian player to score a hat-trick at the FIFA Women's World Cup. Indeed, it also featured the quickest brace scored by a Norwegian player from the start of a match in the competition (second goal in the 17th minute). Lethal. #FIFAWWC pic.twitter.com/YXmeJGPDrK— OptaJoe (@OptaJoe) July 30, 2023 Haug, sem er 24 ára framherji Roma, hafði skorað fimm mörk í fyrstu níu A-landsleikjum sínum fyrir leikinn í gær. Það gerir 0,56 mörk í leik eða nákvæmlega sama hlutfall og hjá Ödu Hegerberg, stjörnuframherja Noregs, sem skorað hefur 43 mörk í 77 A-landsleikjum. Eftir þrennuna í gær er Haug hins vegar með 0,8 mörk að meðaltali í leik, og ef horft er til spilaðra mínútna hefur hún skorað á 70 mínútna fresti fyrir Noreg. Hún varð í gær ein fjögurra leikmanna sem þá voru markahæstir á HM með þrjú mörk hver, og getur bætt við mörkum í útsláttarkeppninni. Hin japanska Hinata Miyazawa var hins vegar rétt í þessu að komast í efsta sæti markalistans, með fjögur mörk, eftir tvennu í fyrri hálfleik gegn Spáni. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Haug skoraði mörkin eftir að hafa horft á mörkin sem hún hafði áður skorað fyrir norska landsliðið í stjórnartíð Hege Riise. Hún hefur núna skorað meira en þriðjung marka Noregs undir stjórn Riise, eða 8 af 23 mörkum, og var því áberandi í sérstöku hvatningarmyndbandi sem leikmenn horfðu á fyrir leikinn í gær. „Þetta var gott myndband sem við fengum að sjá. Við fengum að sjá klippur af því sem við höfum gert áður, og eftir svona innblástursmyndband gátum við tekið með okkur orkuna og góða tilfinningu frá fyrri leikjum,“ sagði Haug við Nettavisen. Noregur hafði ekki skorað eitt einasta mark í fyrstu tveimur leikjunum á HM, í 1-0 tapinu gegn Nýja-Sjálandi og jafnteflinu við Sviss. „Við horfðum á mörk sem við höfum skorað til að sjá bókstaflega hvað við getum og styrkja trúna á að við gætum þetta. Við töluðum um að fyrsta markið gæti haft „tómatsósuáhrif“ því við höfðum skapað færi í öllum leikjum. Þetta fór eins og við vonuðumst til,“ sagði Haug. 4 - Sophie Haug became the fourth Norwegian player to score a hat-trick at the FIFA Women's World Cup. Indeed, it also featured the quickest brace scored by a Norwegian player from the start of a match in the competition (second goal in the 17th minute). Lethal. #FIFAWWC pic.twitter.com/YXmeJGPDrK— OptaJoe (@OptaJoe) July 30, 2023 Haug, sem er 24 ára framherji Roma, hafði skorað fimm mörk í fyrstu níu A-landsleikjum sínum fyrir leikinn í gær. Það gerir 0,56 mörk í leik eða nákvæmlega sama hlutfall og hjá Ödu Hegerberg, stjörnuframherja Noregs, sem skorað hefur 43 mörk í 77 A-landsleikjum. Eftir þrennuna í gær er Haug hins vegar með 0,8 mörk að meðaltali í leik, og ef horft er til spilaðra mínútna hefur hún skorað á 70 mínútna fresti fyrir Noreg. Hún varð í gær ein fjögurra leikmanna sem þá voru markahæstir á HM með þrjú mörk hver, og getur bætt við mörkum í útsláttarkeppninni. Hin japanska Hinata Miyazawa var hins vegar rétt í þessu að komast í efsta sæti markalistans, með fjögur mörk, eftir tvennu í fyrri hálfleik gegn Spáni.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira