Magnaður mótorhjólahundur á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. júlí 2023 20:06 Guðrún og Sveinn Óðinn að gera sig klár að fara á rúntinn með Storm Snæ, mótorhjólahundinn sinn, sem er átta mánaða gamall. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hundurinn Stormur Snær á Selfossi er engin venjulegur hundur því það sem honum þykir skemmtilegast að gera er að sitja á mótorhjólum eigenda sinna og rúnta með þeim um landið. Stormur er meira að segja með sérstök mótorhjólagleraugu og nammi í mótorhjólatöskunni sinni. Hundurinn Stormur Snær á heima í Dælengi á Selfossi ásamt eigendum sínum, sem fengu hann þegar hann var átta vikna gamall. Hundurinn, sem er átta mánaða í dag er ekta bílskúrshundur því hann vill helst bara var í skúrnum þar sem mótorhjólin eru og þar bíður hann eftir því að komast á rúntinn eða leggur sig á meðan Sveinn Óðinn vinnur í skúrnum. „Við fórum að nota hann á mótorhjóli af því að þetta er okkar lífsstíll og við ferðumst mikið á mótorhjólum og okkur finnst það óskaplega gaman. Við áttum annan hund, sem vild alls ekki vera á mótorhjóli en þegar þessi kom þá byrjuðum við á því strax að venja hann við og leyfa honum að koma í bílskúrinn og hérna vill hann bara vera innan um mótorhjólin okkar og þegar ég er að vinna í skúrnum”, segir Sveinn Óðinn Ingimarsson, eigandi Storms Snæs. Ef Stormur Snær verður þreyttur og finnst ekki gaman á mótorhjólinu þá leggst hann bara ofan í töskuna og steinsofnar. Stormur Snær með mótorhjólagleraugun sín tilbúin að fara í mótorhjólaferð með eigendum sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Hann er búin að þvælast einhverja 13 til 14 þúsund kílómetra með okkur. Hann er búin að fara Vestfirðina, austur á Egilsstaði og inn á hálendið og víðar og víðar”, bætir Sveinn Óðinn við. Guðrún H. Vilmundardóttir, eigin kona Sveins Óðins segir þau alltaf vekja mikla athygli á hjólunum með Storm Snæ. „Já hann vekur gríðarlega athygli alls staðar þar sem við komum. Það eru teknar myndir af honum. Fólki er alveg sama okkur, það kemur og vill taka myndir af hundinum en mótorhjólin vekja enga athygli, það er bara hundurinn,” segir Guðrún hlæjandi. En er Stormur Snær ekkert að gelta og vera með eitthvað vesen í ferðunum? „Aldrei, aldrei nokkurn tímann, geltir aldrei nema honum vanti eitthvað en aldrei á hjólinu, aldrei. Honum finnst þetta bara svo gaman,” segir Sveinn Óðinn. Stormur Snær er oftast á hjólinu með Sveini en stundum fær hann að fara yfir til Guðrúnar. En fær hann eitthvað mótorhjólanammi eða eitthvað svoleiðis? „Já, hann fær nammi, það er nammi í töskunni hans, ásamt mat og vatni og svo á hann að sjálfsögðu sinn matardall,” segir Guðrún og bætir við. „Við unnum í hundalottóinu, það má alveg segja það. Hann er algjörlega einstakur í allri umgengni og öllu hann Stormur Snær. Árborg Hundar Ferðalög Dýr Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Sjá meira
Hundurinn Stormur Snær á heima í Dælengi á Selfossi ásamt eigendum sínum, sem fengu hann þegar hann var átta vikna gamall. Hundurinn, sem er átta mánaða í dag er ekta bílskúrshundur því hann vill helst bara var í skúrnum þar sem mótorhjólin eru og þar bíður hann eftir því að komast á rúntinn eða leggur sig á meðan Sveinn Óðinn vinnur í skúrnum. „Við fórum að nota hann á mótorhjóli af því að þetta er okkar lífsstíll og við ferðumst mikið á mótorhjólum og okkur finnst það óskaplega gaman. Við áttum annan hund, sem vild alls ekki vera á mótorhjóli en þegar þessi kom þá byrjuðum við á því strax að venja hann við og leyfa honum að koma í bílskúrinn og hérna vill hann bara vera innan um mótorhjólin okkar og þegar ég er að vinna í skúrnum”, segir Sveinn Óðinn Ingimarsson, eigandi Storms Snæs. Ef Stormur Snær verður þreyttur og finnst ekki gaman á mótorhjólinu þá leggst hann bara ofan í töskuna og steinsofnar. Stormur Snær með mótorhjólagleraugun sín tilbúin að fara í mótorhjólaferð með eigendum sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Hann er búin að þvælast einhverja 13 til 14 þúsund kílómetra með okkur. Hann er búin að fara Vestfirðina, austur á Egilsstaði og inn á hálendið og víðar og víðar”, bætir Sveinn Óðinn við. Guðrún H. Vilmundardóttir, eigin kona Sveins Óðins segir þau alltaf vekja mikla athygli á hjólunum með Storm Snæ. „Já hann vekur gríðarlega athygli alls staðar þar sem við komum. Það eru teknar myndir af honum. Fólki er alveg sama okkur, það kemur og vill taka myndir af hundinum en mótorhjólin vekja enga athygli, það er bara hundurinn,” segir Guðrún hlæjandi. En er Stormur Snær ekkert að gelta og vera með eitthvað vesen í ferðunum? „Aldrei, aldrei nokkurn tímann, geltir aldrei nema honum vanti eitthvað en aldrei á hjólinu, aldrei. Honum finnst þetta bara svo gaman,” segir Sveinn Óðinn. Stormur Snær er oftast á hjólinu með Sveini en stundum fær hann að fara yfir til Guðrúnar. En fær hann eitthvað mótorhjólanammi eða eitthvað svoleiðis? „Já, hann fær nammi, það er nammi í töskunni hans, ásamt mat og vatni og svo á hann að sjálfsögðu sinn matardall,” segir Guðrún og bætir við. „Við unnum í hundalottóinu, það má alveg segja það. Hann er algjörlega einstakur í allri umgengni og öllu hann Stormur Snær.
Árborg Hundar Ferðalög Dýr Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Sjá meira