Gat tryggt sigurinn og sér sögulegt afrek en klúðraði víti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júlí 2023 06:55 Christine Sinclair er nýorðin fertug og hefur spilað yfir 300 landsleiki fyrir Kanada. Hún hefði getað skorað á sjötta HM hefði hún nýtti vítaspyrnuna. Getty/Alex Pantling Tveimur leikjum er lokið á heimsmeistaramóti kvenna í fótbolta sem fer fram hinum megin á hnettinum eða í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Sviss vann sinn fyrsta leik örugglega en Ólympíumeisturum Kanada mistókst að byrja mótið á sigri. Christine Sinclair mun eiga erfitt með að sofna eftir að Kanada gerði markalaust jafntefli við Nígeríu í fyrsta leiknum á degi tvö á heimsmeistaramóti kvenna í fótbolta. Sinclair lét Chiamaka Nnadozie, markvörð Nígeríu, verja frá sér vítaspyrnu í byrjun síðari hálfleiks en vítið fékk Sinclair sjálf eftir að dómarinn fékk kall í eyrað frá myndbandsdómurum leiksins. Sinclair gat þarna orðið fyrsti knattspyrnumaðurinn til að skora á sex heimsmeistaramótum en vítið var kraftlaust og dapurt. Sinclair hafði einnig klúðrað dauðafæri í fyrri hálfleik en var ekki ætlað að skora í þessum leik. Chiamaka Nnadozie sést hér verja vítaspyrnuna frá Christine Sinclair.AP/Hamish Blair Skömmu áður en vítið var dæmt þá hafði hin kanadíska-íslenska Cloe Lacasse komið inn á sem varamaður. Lacasse náði ekki að komast á blað í sínum fyrsta leik á HM. Evelyne Viens, framherji Elísabetar Gunnarsdóttur hjá Kristianstad, fékk einnig gott færi eftir að hafa komið líka inn á sem varamaður hjá kanadíska liðinu í seinni hálfleiknum. Nígería endaði leikinn einum færri eftir ljóta tæklingu frá Deborah Abiodun sem fékk fyrst gult spjald en varð að rauðu spjaldi eftir aðstoð Varsjárinnar. Hinn 22 ára markvörður Nigeríu stóð sig frábærlega í leiknum en hún hélt líka hreinu í sínum fyrsta leik á HM fyrir fjórum árum. Nnadozie varð þá yngsti markvörðurinn til að halda hreinu og hún varði einnig þrjár vítaspyrnur í úrslitaleik Afríkleikanna 2019 þar sem Nígería varð meistari eftir vítakeppni. Fyrsta markið á mótinu í fyrri hálfleik Sviss vann 2-0 sigur á Filippseyjum í öðrum leik dagsins en þær svissnesku höfðu mikla yfirburði. Ramona Bachmann skoraði fyrra markið úr vítaspyrnu á lokamínútu fyrri hálfleik en vítið var dæmt með hjálp myndbandadómara en seinna markið skoraði Seraina Piubel af stuttu færi eftir stórsókn á 64. mínútu. Markið frá Ramonu var fyrsta markið sem er skorað í fyrri hálfleik á HM í ár en þetta var fjórði leikur heimsmeistaramótsins. Tahnai Annis og Dominique Randle, leikmenn Þór/KA, fengu ekki að koma inn á völlinn í þessum leik en þær voru báðar ónotaðir varamenn. Ramona Bachmann fagnar marki sínu með Coumba Sow og fleiri liðsfélögum.AP/Matthew Gelhard HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Sjá meira
Christine Sinclair mun eiga erfitt með að sofna eftir að Kanada gerði markalaust jafntefli við Nígeríu í fyrsta leiknum á degi tvö á heimsmeistaramóti kvenna í fótbolta. Sinclair lét Chiamaka Nnadozie, markvörð Nígeríu, verja frá sér vítaspyrnu í byrjun síðari hálfleiks en vítið fékk Sinclair sjálf eftir að dómarinn fékk kall í eyrað frá myndbandsdómurum leiksins. Sinclair gat þarna orðið fyrsti knattspyrnumaðurinn til að skora á sex heimsmeistaramótum en vítið var kraftlaust og dapurt. Sinclair hafði einnig klúðrað dauðafæri í fyrri hálfleik en var ekki ætlað að skora í þessum leik. Chiamaka Nnadozie sést hér verja vítaspyrnuna frá Christine Sinclair.AP/Hamish Blair Skömmu áður en vítið var dæmt þá hafði hin kanadíska-íslenska Cloe Lacasse komið inn á sem varamaður. Lacasse náði ekki að komast á blað í sínum fyrsta leik á HM. Evelyne Viens, framherji Elísabetar Gunnarsdóttur hjá Kristianstad, fékk einnig gott færi eftir að hafa komið líka inn á sem varamaður hjá kanadíska liðinu í seinni hálfleiknum. Nígería endaði leikinn einum færri eftir ljóta tæklingu frá Deborah Abiodun sem fékk fyrst gult spjald en varð að rauðu spjaldi eftir aðstoð Varsjárinnar. Hinn 22 ára markvörður Nigeríu stóð sig frábærlega í leiknum en hún hélt líka hreinu í sínum fyrsta leik á HM fyrir fjórum árum. Nnadozie varð þá yngsti markvörðurinn til að halda hreinu og hún varði einnig þrjár vítaspyrnur í úrslitaleik Afríkleikanna 2019 þar sem Nígería varð meistari eftir vítakeppni. Fyrsta markið á mótinu í fyrri hálfleik Sviss vann 2-0 sigur á Filippseyjum í öðrum leik dagsins en þær svissnesku höfðu mikla yfirburði. Ramona Bachmann skoraði fyrra markið úr vítaspyrnu á lokamínútu fyrri hálfleik en vítið var dæmt með hjálp myndbandadómara en seinna markið skoraði Seraina Piubel af stuttu færi eftir stórsókn á 64. mínútu. Markið frá Ramonu var fyrsta markið sem er skorað í fyrri hálfleik á HM í ár en þetta var fjórði leikur heimsmeistaramótsins. Tahnai Annis og Dominique Randle, leikmenn Þór/KA, fengu ekki að koma inn á völlinn í þessum leik en þær voru báðar ónotaðir varamenn. Ramona Bachmann fagnar marki sínu með Coumba Sow og fleiri liðsfélögum.AP/Matthew Gelhard
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Sjá meira