Markvörður Evrópumeistaranna virkilega sár út í Nike Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júlí 2023 09:10 Mary Earps er markvörður og varafyrirliði enska landsliðsins á HM í fótbolta 2023. Getty/Justin Setterfield Knattspyrnuaðdáendur geta ekki fest kaup á búningi eins af lykilmönnum Evrópumeistara kvenna í knattspyrnu. Hún er sár og svekkt með stöðuna. Mary Earps var ein af hetjum enska landsliðsins þegar liðið vann Evrópumeistaratitilinn í fyrra. Earps var valin markvörður mótsins og er áfram aðalmarkvörður enska landsliðsins á heimsmeistaramótinu sem er hafið. "I can t really sugarcoat this so I m not going to try. It s hugely disappointing and hurtful."England's Mary Earps has responded after Nike refused to sell her No. 1 shirt, revealing she even offered to fund the shirt herself.#ENG | #FIFAWWC @Morgie_89— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) July 20, 2023 Hin þrítuga Earps er ekki aðeins markvörður liðsins heldur er hún einnig varafyrirliði. Það mun þó líklega enginn af stuðningsmönnum enska landsliðsins sjást ganga um í búningi hennar þótt að þeir séu miklir aðdáendur. Ástæðan er að Nike ákvað að framleiða ekki markmannsbúninginn hennar heldur aðeins treyjur útileikmanna enska landsliðsins. „Ég get ekkert fegrað þetta á nokkurn hátt og ég ætla ekki að reyna það. Þetta eru mjög mikil vonbrigði og í raun virkilega sárt fyrir mig,“ sagði Mary Earps við blaðamenn á hóteli enska landsliðsins í Brisbane. „Ég hef verið að berjast fyrir þessu á bak við tjöldin og hef verið að reyna að leita uppi réttu boðleiðirnar,“ sagði Earps. Mary Earps has issued a damning criticism of England s kit manufacturer Nike for not making Women s World Cup goalkeeper kits available for fans to purchase https://t.co/dyvLKdxdyI— The Telegraph (@Telegraph) July 20, 2023 „Það er ástæðan fyrir því að ég hef ekki rætt þetta opinberlega fyrr þó að ég hafi verið oft spurð út í stöðu mála. Ég hef reynt allt til að finna lausn hjá enska sambandinu og hjá Nike. Því miður þá er það orðið morgunljós að það gengur ekki upp. Það verður ekki ásættanleg lausn fyrir unga krakka þarna úti,“ sagði Earps. „Þetta er mjög sárt fyrir mig persónulega og líka að undanfarna tólf mánuði hefur verið mikil aukning í áhuga krakka að reyna fyrir sér í marki. Mín eigin fjölskylda, vinir og ættingjar munu ekki geta klæðst treyjunni minni,“ sagði Earps. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Jafnréttismál Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Sjá meira
Mary Earps var ein af hetjum enska landsliðsins þegar liðið vann Evrópumeistaratitilinn í fyrra. Earps var valin markvörður mótsins og er áfram aðalmarkvörður enska landsliðsins á heimsmeistaramótinu sem er hafið. "I can t really sugarcoat this so I m not going to try. It s hugely disappointing and hurtful."England's Mary Earps has responded after Nike refused to sell her No. 1 shirt, revealing she even offered to fund the shirt herself.#ENG | #FIFAWWC @Morgie_89— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) July 20, 2023 Hin þrítuga Earps er ekki aðeins markvörður liðsins heldur er hún einnig varafyrirliði. Það mun þó líklega enginn af stuðningsmönnum enska landsliðsins sjást ganga um í búningi hennar þótt að þeir séu miklir aðdáendur. Ástæðan er að Nike ákvað að framleiða ekki markmannsbúninginn hennar heldur aðeins treyjur útileikmanna enska landsliðsins. „Ég get ekkert fegrað þetta á nokkurn hátt og ég ætla ekki að reyna það. Þetta eru mjög mikil vonbrigði og í raun virkilega sárt fyrir mig,“ sagði Mary Earps við blaðamenn á hóteli enska landsliðsins í Brisbane. „Ég hef verið að berjast fyrir þessu á bak við tjöldin og hef verið að reyna að leita uppi réttu boðleiðirnar,“ sagði Earps. Mary Earps has issued a damning criticism of England s kit manufacturer Nike for not making Women s World Cup goalkeeper kits available for fans to purchase https://t.co/dyvLKdxdyI— The Telegraph (@Telegraph) July 20, 2023 „Það er ástæðan fyrir því að ég hef ekki rætt þetta opinberlega fyrr þó að ég hafi verið oft spurð út í stöðu mála. Ég hef reynt allt til að finna lausn hjá enska sambandinu og hjá Nike. Því miður þá er það orðið morgunljós að það gengur ekki upp. Það verður ekki ásættanleg lausn fyrir unga krakka þarna úti,“ sagði Earps. „Þetta er mjög sárt fyrir mig persónulega og líka að undanfarna tólf mánuði hefur verið mikil aukning í áhuga krakka að reyna fyrir sér í marki. Mín eigin fjölskylda, vinir og ættingjar munu ekki geta klæðst treyjunni minni,“ sagði Earps.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Jafnréttismál Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Sjá meira