Sjáðu mörkin í undirbúningsleikjum Liverpool og United Smári Jökull Jónsson skrifar 19. júlí 2023 18:34 Donny Van De Beek fagnar marki sínu gegn Lyon í dag. Vísir/Getty Liverpool og Manchester United eru komin á fullt í undirbúningi fyrir tímabilið á Englandi og léku í dag æfingaleiki gegn Karlsruher og Lyon. Bæði lið unnu sigra í leikjum dagsins. Manchester United mætti í dag franska liðinu Lyon á Murrayfield leikvanginum í Edinborg. Mason Mount var í byrjunarliði United í dag sem stillti upp blöndu af ungum leikmönnum og mönnum með meiri reynslu. Aðeins eitt mark var skorað í leiknum. Það gerði Hollendingurinn Donny Van De Beek á 49. mínútu með góðu skoti úr teignum eftir sendingu Daniel Gore. Van De Beek var einn af tíu leikmönnum sem komu inn af varamannabekknum í hálfleik. GOALLL!!! @Donny_Beek6 opens the scoring with a sweet volley #MUFC— Manchester United (@ManUtd) July 19, 2023 Jonny Evans var á meðal þeirra sem kom við sögu hjá United í dag en hann skrifaði undir skammtímasamning við félagið í gær. Matej Kovar lék í marki liðsins en forráðamenn United vonast til að ganga frá félagaskiptum Andre Onana sem allra fyrst. Liverpool er í æfingabúðum í Þýskalandi þessa dagana en liðið lék í dag við Karlsruher í fyrsta æfingaleik sínum þetta sumarið. Combining with @MoSalah to get us off the mark in pre-season. Love it, @Darwinn99 — Liverpool FC (@LFC) July 19, 2023 Darwin Nunez kom Liverpool yfir strax eftir fjögurra mínútna leik en Karlsruhe komst í 2-1 með mörkum Sebastian Jung og Lars Stindl sitt hvoru megin við hálfleikinn. Karlsruher leikur í næst efstu deild í Þýskalandi og endaði í sjöunda sæti deildarinnar á síðustu leiktíð. Nýliðinn Dominik Szoboszlai var í byrjunarliði Liverpool í dag en Alexis Mac Allister, sem Liverpool keypti frá Brighton í sumar, kom inn á í hálfleik. Jordan Henderson var ekki í leikmannahópi liðsins frekar en hinn brasilíski Fabinho. Henderson er við það að ganga til liðs við Al Ettifaq í Sádi Arabíu og Fabinho hefur verið orðaður við Al Ittihad og vantar lítið upp á svo þau félagaskipti gangi í gegn sömuleiðis. Neat turn emphatic finish pic.twitter.com/xQQWOV5hjz— Liverpool FC (@LFC) July 19, 2023 Cody Gakpo jafnaði metin fyrir Liverpool í leiknum í dag þegar hann skoraði á 69. mínútu með skoti af markteig eftir að Diogo Jota skallaði boltann fyrir hann. Í uppbótartíma skoraði Liverpool síðan tvö mörk. Diogo Jota var þar á ferðinni í bæði skiptin og tryggði Liverpool 4-2 sigur. Liverpool mætir næst SpVgg Greauther Furth á mánudaginn. A quickfire @DiogoJota18 double to win it pic.twitter.com/3rHuCWLaNv— Liverpool FC (@LFC) July 19, 2023 Enski boltinn Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Fleiri fréttir Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sjá meira
Manchester United mætti í dag franska liðinu Lyon á Murrayfield leikvanginum í Edinborg. Mason Mount var í byrjunarliði United í dag sem stillti upp blöndu af ungum leikmönnum og mönnum með meiri reynslu. Aðeins eitt mark var skorað í leiknum. Það gerði Hollendingurinn Donny Van De Beek á 49. mínútu með góðu skoti úr teignum eftir sendingu Daniel Gore. Van De Beek var einn af tíu leikmönnum sem komu inn af varamannabekknum í hálfleik. GOALLL!!! @Donny_Beek6 opens the scoring with a sweet volley #MUFC— Manchester United (@ManUtd) July 19, 2023 Jonny Evans var á meðal þeirra sem kom við sögu hjá United í dag en hann skrifaði undir skammtímasamning við félagið í gær. Matej Kovar lék í marki liðsins en forráðamenn United vonast til að ganga frá félagaskiptum Andre Onana sem allra fyrst. Liverpool er í æfingabúðum í Þýskalandi þessa dagana en liðið lék í dag við Karlsruher í fyrsta æfingaleik sínum þetta sumarið. Combining with @MoSalah to get us off the mark in pre-season. Love it, @Darwinn99 — Liverpool FC (@LFC) July 19, 2023 Darwin Nunez kom Liverpool yfir strax eftir fjögurra mínútna leik en Karlsruhe komst í 2-1 með mörkum Sebastian Jung og Lars Stindl sitt hvoru megin við hálfleikinn. Karlsruher leikur í næst efstu deild í Þýskalandi og endaði í sjöunda sæti deildarinnar á síðustu leiktíð. Nýliðinn Dominik Szoboszlai var í byrjunarliði Liverpool í dag en Alexis Mac Allister, sem Liverpool keypti frá Brighton í sumar, kom inn á í hálfleik. Jordan Henderson var ekki í leikmannahópi liðsins frekar en hinn brasilíski Fabinho. Henderson er við það að ganga til liðs við Al Ettifaq í Sádi Arabíu og Fabinho hefur verið orðaður við Al Ittihad og vantar lítið upp á svo þau félagaskipti gangi í gegn sömuleiðis. Neat turn emphatic finish pic.twitter.com/xQQWOV5hjz— Liverpool FC (@LFC) July 19, 2023 Cody Gakpo jafnaði metin fyrir Liverpool í leiknum í dag þegar hann skoraði á 69. mínútu með skoti af markteig eftir að Diogo Jota skallaði boltann fyrir hann. Í uppbótartíma skoraði Liverpool síðan tvö mörk. Diogo Jota var þar á ferðinni í bæði skiptin og tryggði Liverpool 4-2 sigur. Liverpool mætir næst SpVgg Greauther Furth á mánudaginn. A quickfire @DiogoJota18 double to win it pic.twitter.com/3rHuCWLaNv— Liverpool FC (@LFC) July 19, 2023
Enski boltinn Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Fleiri fréttir Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sjá meira