Kristall semur við Sönderjyske til þriggja ára Smári Jökull Jónsson skrifar 19. júlí 2023 17:46 Kristall Máni Ingason er nýr leikmaður Sönderjyske í Danmörku. Sönderjyske Kristall Máni Ingason er genginn til liðs við danska félagið Sönderjysk frá Rosenborg í Noregi. Danska félagið staðfesti félagaskiptin á samfélagsmiðlum sínum nú fyrir skömmu. Fréttir af mögulegum félagaskiptum Kristals Mána til Danmerkur bárust í gær en í fyrstu var talið að um lánssamning yrði að ræða. Kristall Máni gekk til liðs við Rosenborg síðasta sumar og hefur því aðeins verið hjá Rosenborg í rúmt ár. Kristall Máni hefur átt nokkuð erfitt uppdráttar í Þrándheimi. Hann komst í fréttirnar í vor eftir að hafa viðurkennt leikaraskap í leik og var skammaður af forráðamönnum félagsins í kjölfarið. Síðustu vikurnar hefur hann fengið fáar mínútur en gengi Rosenborg á tímabilinu hefur verið arfaslakt. Liðið vann þó sigur á Tromsö á sunnudag en Kristall kom ekki við sögu í leiknum. Velkommen til islandske Kristall Máni Ingason, som har skrevet en treårig kontrakt med Sønderjyske Fodbold Ingason er hentet i Rosenborg BK Læs mere på hjemmesiden https://t.co/ZucvkMxjwa pic.twitter.com/urStPdFtzU— Sønderjyske Fodbold (@SEfodbold) July 19, 2023 Nú hefur danska félagið staðfest að Kristall sé búinn að skrifa undir samning við félagið en samningurinn er til þriggja ára. Danski leikmaðurinn Emil Fredriksen fer í hina áttina, frá Danmörku til Noregs, en það er hluti samkomulagsins liðanna á milli. Hjá Sönderjyske er fyrir Atli Barkarson en þeir léku einnig saman hjá Víkingum. Einnig spilar landsliðsmiðvörðurinn Daníel Leó Grétarsson með danska liðinu sem spilar í næstefstu deild í Danmörku. „Gefur sóknarleiknum okkar nýja vídd“ Forráðamenn Sönderjyske eru spenntir fyrir komu Kristals Mána. „Kristall Máni Ingason er með mikla hæfileika og hefur komið við sögu hjá stórum félögum á sínum ferli. Það er erfitt fyrir ungan leikmann að spila nægilega mikið hjá félögum eins og FC Kaupmannahöfn og Rosenborg. Þess vegna erum við sannfærðir um að hjá Sönderjyske geti hann tekið næsta skref á ferlinum,“ segir yfirmaður íþróttamála hjá Sönderjyske, Esben Hansen, í viðtali á heimasíðu félagsins. „Í honum fáum við leikmann sem getur spilað margar stöður framarlega á vellinum. Hann gefur okkar sterkur sóknarlínu nýja vídd. Þrátt fyrir utan aldur hefur hann reynslu og meðal annars spilað fjóra A-landsleiki. Við hlökkum til að hans hæfileikar blómstri enn frekar hjá okkur.“ Norski boltinn Danski boltinn Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Fleiri fréttir Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Sjá meira
Fréttir af mögulegum félagaskiptum Kristals Mána til Danmerkur bárust í gær en í fyrstu var talið að um lánssamning yrði að ræða. Kristall Máni gekk til liðs við Rosenborg síðasta sumar og hefur því aðeins verið hjá Rosenborg í rúmt ár. Kristall Máni hefur átt nokkuð erfitt uppdráttar í Þrándheimi. Hann komst í fréttirnar í vor eftir að hafa viðurkennt leikaraskap í leik og var skammaður af forráðamönnum félagsins í kjölfarið. Síðustu vikurnar hefur hann fengið fáar mínútur en gengi Rosenborg á tímabilinu hefur verið arfaslakt. Liðið vann þó sigur á Tromsö á sunnudag en Kristall kom ekki við sögu í leiknum. Velkommen til islandske Kristall Máni Ingason, som har skrevet en treårig kontrakt med Sønderjyske Fodbold Ingason er hentet i Rosenborg BK Læs mere på hjemmesiden https://t.co/ZucvkMxjwa pic.twitter.com/urStPdFtzU— Sønderjyske Fodbold (@SEfodbold) July 19, 2023 Nú hefur danska félagið staðfest að Kristall sé búinn að skrifa undir samning við félagið en samningurinn er til þriggja ára. Danski leikmaðurinn Emil Fredriksen fer í hina áttina, frá Danmörku til Noregs, en það er hluti samkomulagsins liðanna á milli. Hjá Sönderjyske er fyrir Atli Barkarson en þeir léku einnig saman hjá Víkingum. Einnig spilar landsliðsmiðvörðurinn Daníel Leó Grétarsson með danska liðinu sem spilar í næstefstu deild í Danmörku. „Gefur sóknarleiknum okkar nýja vídd“ Forráðamenn Sönderjyske eru spenntir fyrir komu Kristals Mána. „Kristall Máni Ingason er með mikla hæfileika og hefur komið við sögu hjá stórum félögum á sínum ferli. Það er erfitt fyrir ungan leikmann að spila nægilega mikið hjá félögum eins og FC Kaupmannahöfn og Rosenborg. Þess vegna erum við sannfærðir um að hjá Sönderjyske geti hann tekið næsta skref á ferlinum,“ segir yfirmaður íþróttamála hjá Sönderjyske, Esben Hansen, í viðtali á heimasíðu félagsins. „Í honum fáum við leikmann sem getur spilað margar stöður framarlega á vellinum. Hann gefur okkar sterkur sóknarlínu nýja vídd. Þrátt fyrir utan aldur hefur hann reynslu og meðal annars spilað fjóra A-landsleiki. Við hlökkum til að hans hæfileikar blómstri enn frekar hjá okkur.“
Norski boltinn Danski boltinn Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Fleiri fréttir Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Sjá meira