Segir að það sé ekki á ábyrgð FIFA að borga knattspyrnukonunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júlí 2023 10:31 Gianni Infantino, forseti FIFA, ræddi við fjölmiðlafólk í tilefni þess að HM kvenna verður sett í Nýja Sjálandi á morgun. Getty/Harold Cunningham Gianni Infantino, forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins, leggur áherslu á það að það sé undir knattspyrnusamböndum hvers lands komið að knattspyrnukonurnar fái jafnmikið og karlarnir. FIFA hefur hækkað verðlaunaféð á HM kvenna en það er samt enn langt á eftir því sem þekkist á heimsmeistaramóti karla. FIFA er vissulega í fyrsta sinn að reyna að tryggja það að hluti verðlaunafés fari til leikmanna sjálfra en Infantino ítrekar það að það sé ekki á ábyrgð FIFA að borga knattspyrnukonunum heldur knattspyrnusambandanna sem hafi áfram frelsi til að eyða stærsta hluti peningsins frá FIFA í það sem þau vilja. More from FIFA's Gianni Infantino here: https://t.co/bjHLi4iaqz-Flat-out refused to discuss prize money disparity -#FIFAWWC has generated enough revenue in its first run as a standalone tourney to be self-sustaining-Women's Club World Cup announcement is coming soon— Caitlin Murray (@caitlinmurr) July 19, 2023 Í júni var tilkynnt að hver leikmaður á HM kvenna ætti að fá að minnsta kosti þrjátíu þúsund Bandaríkjadala frá FIFA en þetta eru rétt tæpar fjórar milljónir íslenskra króna. Infantino er samt á því að það sé ekki fýsilegt að þvinga samböndin til að borga leikmönnum. FIFA er því aðeins að biðja samböndin um að hluti umræddar greiðslu fari til leikmanna. „Við höfum gefið út ráðleggingar en við erum samband sambandanna. Þess vegna munu allar greiðslur frá okkur fara til sambandanna og þau sjá síðum um að borga sínum eigin leikmönnum,“ sagði Gianni Infantino. „Við erum í sambandi við fulltrúa sambandanna en það eru mismunandi aðstæður út um allan heim. Skattar, búseta og annað. Það þýðir meðal annars að það eru önnur samkomulag við leikmenn þegar til staðar,“ sagði Infantino. This is the first time the women s tournament is its own commercial entity, rather than an afterthought to men s World Cup deals, Nancy Armour writes https://t.co/ZEy6gxXSoI— USA TODAY (@USATODAY) July 19, 2023 „Við höfum verið að taka tímamóta ákvarðanir en þetta er ekki endirinn á þessari sögu,“ sagði Infantino. Það sést á orðum Infantino að það er langt frá því öruggt að knattspyrnukonurnar á HM fá þessar fjórar milljónir. Meðallaun knattspyrnukvenna í heiminum er minna en helmingur þeirrar upphæðar og því getur svona peningur breytt miklu. Leikmenn landsliða hafa verið í deilum við forystufólk síns sambands og ekki nærri því allar komnar með samning sem þær eru sáttar við. Það eru margir þættir sem stuðla að því að það er enn mjög langt í land þegar kemur að jafnrétti fyrir knattspyrnukonur. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi FIFA Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Sjá meira
FIFA hefur hækkað verðlaunaféð á HM kvenna en það er samt enn langt á eftir því sem þekkist á heimsmeistaramóti karla. FIFA er vissulega í fyrsta sinn að reyna að tryggja það að hluti verðlaunafés fari til leikmanna sjálfra en Infantino ítrekar það að það sé ekki á ábyrgð FIFA að borga knattspyrnukonunum heldur knattspyrnusambandanna sem hafi áfram frelsi til að eyða stærsta hluti peningsins frá FIFA í það sem þau vilja. More from FIFA's Gianni Infantino here: https://t.co/bjHLi4iaqz-Flat-out refused to discuss prize money disparity -#FIFAWWC has generated enough revenue in its first run as a standalone tourney to be self-sustaining-Women's Club World Cup announcement is coming soon— Caitlin Murray (@caitlinmurr) July 19, 2023 Í júni var tilkynnt að hver leikmaður á HM kvenna ætti að fá að minnsta kosti þrjátíu þúsund Bandaríkjadala frá FIFA en þetta eru rétt tæpar fjórar milljónir íslenskra króna. Infantino er samt á því að það sé ekki fýsilegt að þvinga samböndin til að borga leikmönnum. FIFA er því aðeins að biðja samböndin um að hluti umræddar greiðslu fari til leikmanna. „Við höfum gefið út ráðleggingar en við erum samband sambandanna. Þess vegna munu allar greiðslur frá okkur fara til sambandanna og þau sjá síðum um að borga sínum eigin leikmönnum,“ sagði Gianni Infantino. „Við erum í sambandi við fulltrúa sambandanna en það eru mismunandi aðstæður út um allan heim. Skattar, búseta og annað. Það þýðir meðal annars að það eru önnur samkomulag við leikmenn þegar til staðar,“ sagði Infantino. This is the first time the women s tournament is its own commercial entity, rather than an afterthought to men s World Cup deals, Nancy Armour writes https://t.co/ZEy6gxXSoI— USA TODAY (@USATODAY) July 19, 2023 „Við höfum verið að taka tímamóta ákvarðanir en þetta er ekki endirinn á þessari sögu,“ sagði Infantino. Það sést á orðum Infantino að það er langt frá því öruggt að knattspyrnukonurnar á HM fá þessar fjórar milljónir. Meðallaun knattspyrnukvenna í heiminum er minna en helmingur þeirrar upphæðar og því getur svona peningur breytt miklu. Leikmenn landsliða hafa verið í deilum við forystufólk síns sambands og ekki nærri því allar komnar með samning sem þær eru sáttar við. Það eru margir þættir sem stuðla að því að það er enn mjög langt í land þegar kemur að jafnrétti fyrir knattspyrnukonur.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi FIFA Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Sjá meira