Írsku landsliðskonurnar óttuðust um líkama sína Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2023 09:00 Denise O'Sullivan meiddist illa í leiknum á móti Kólumbíu og var flutt á sjúkrahús. Getty/Stephen McCarthy Írland og Kólumbía eru á leið á HM kvenna í fótbolta og mættust í vináttulandsleik um helgina. Það þurfti aftur á móti að flauta leikinn af eftir aðeins tuttugu mínútur. Ástæðan var harður leikur en margar rosalega tæklingar urðu á þessum fyrstu tuttugu mínútur og meðal annars var írska landsliðskonan Denise O'Sullivan flutt á sjúkrahús. Ireland players feared for their bodies in abandoned Colombia friendly https://t.co/25Vp9IxUCu— The Guardian (@guardian) July 15, 2023 Leikurinn fór fram í Brisbane í Ástralíu þar sem bæði liðin voru mætt þangað. Dómarar og liðin komust að samkomulagi um að hætta leik enda farið að líta út fyrir að margir leikmenn gætu hreinlega misst af HM með sama áframhaldi. Vera Pauw, þjálfari írska landsliðsins, sagði eftir á að margir leikmanna sinn hafi hreinlega óttast um líkama sína. „Við óttumst ekki að það sé spilað fast, þú veist það, því við erum sjálfar lið, sem innan reglna leiksins, látum finna fyrir okkur,“ sagði Vera Pauw í útvarpsviðtali í þættinum Off The Ball. „Leikmennirnir mínir, í fyrsta sinn síðan ég fór að þjálfa þær, voru hræddar, þær óttuðust um líkama sína,“ sagði Pauw. Kólumbíska knattspyrnusambandið gaf frá sér yfirlýsingu um að það hafi verið írska liðið sem vildi ekki halda áfram leik og leikmenn sínar fylgdu reglum um prúðmannlegan leik. "We do not fear any physical contact normally." "The players feared for their bodies."Vera Pauw explains why she felt the game vs. Colombia had to be abandoned following several serious challenges on Irish players | "This was out of the rules of the game." pic.twitter.com/uJEYW5ATO8— Off The Ball (@offtheball) July 15, 2023 „Þetta var eitthvað sem ég hef aldrei orðið vitni að á 47 árum mínum í fótbolta, ekki sem leikmaður og ekki sem þjálfari. Þetta byrjaði sem líflegur leikur en svo varð til þetta andrúmsloft þar sem harkan varð allt of mikil,“ sagði Pauw við Sky Sports. „Svo kom þessi hrikalega tækling á Denise, tækling sem á ekki að sjást í fótbolta og hún fann mikið til. Ég fór til þjálfara Kólumbíu og sagði: Ég þarf þina hjálp, við þurfum að róa þetta niður. Við viljum allar fara á HM,“ sagði Pauw. Mótherjar Kólumbíu á HM geta farið að kvíða fyrir en Kólumbía er í riðli með Þýskalandi, Marokkó og Suður-Kóreu. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Ástæðan var harður leikur en margar rosalega tæklingar urðu á þessum fyrstu tuttugu mínútur og meðal annars var írska landsliðskonan Denise O'Sullivan flutt á sjúkrahús. Ireland players feared for their bodies in abandoned Colombia friendly https://t.co/25Vp9IxUCu— The Guardian (@guardian) July 15, 2023 Leikurinn fór fram í Brisbane í Ástralíu þar sem bæði liðin voru mætt þangað. Dómarar og liðin komust að samkomulagi um að hætta leik enda farið að líta út fyrir að margir leikmenn gætu hreinlega misst af HM með sama áframhaldi. Vera Pauw, þjálfari írska landsliðsins, sagði eftir á að margir leikmanna sinn hafi hreinlega óttast um líkama sína. „Við óttumst ekki að það sé spilað fast, þú veist það, því við erum sjálfar lið, sem innan reglna leiksins, látum finna fyrir okkur,“ sagði Vera Pauw í útvarpsviðtali í þættinum Off The Ball. „Leikmennirnir mínir, í fyrsta sinn síðan ég fór að þjálfa þær, voru hræddar, þær óttuðust um líkama sína,“ sagði Pauw. Kólumbíska knattspyrnusambandið gaf frá sér yfirlýsingu um að það hafi verið írska liðið sem vildi ekki halda áfram leik og leikmenn sínar fylgdu reglum um prúðmannlegan leik. "We do not fear any physical contact normally." "The players feared for their bodies."Vera Pauw explains why she felt the game vs. Colombia had to be abandoned following several serious challenges on Irish players | "This was out of the rules of the game." pic.twitter.com/uJEYW5ATO8— Off The Ball (@offtheball) July 15, 2023 „Þetta var eitthvað sem ég hef aldrei orðið vitni að á 47 árum mínum í fótbolta, ekki sem leikmaður og ekki sem þjálfari. Þetta byrjaði sem líflegur leikur en svo varð til þetta andrúmsloft þar sem harkan varð allt of mikil,“ sagði Pauw við Sky Sports. „Svo kom þessi hrikalega tækling á Denise, tækling sem á ekki að sjást í fótbolta og hún fann mikið til. Ég fór til þjálfara Kólumbíu og sagði: Ég þarf þina hjálp, við þurfum að róa þetta niður. Við viljum allar fara á HM,“ sagði Pauw. Mótherjar Kólumbíu á HM geta farið að kvíða fyrir en Kólumbía er í riðli með Þýskalandi, Marokkó og Suður-Kóreu.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira