FIFA gefur miða á HM kvenna í fótbolta vegna slakrar miðasölu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2023 09:01 Megan Rapinoe var stjarna síðustu heimsmeistarakeppni og var þá bæði markahæst og valin best auk þess að vinna titilinn sjálfan. Getty/ Jose Breton/ Heimsmeistaramót kvenna í fótbolta fer fram í tveimur löndum að þessu sinni eða Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Það er mikill munur á áhuga á mótinu eftir því hvort leikirnir fara fram í Ástralíu eða í Nýja-Sjálandi. Fréttir af frábærri miðasölu eiga því bara við um Ástralíu en langflestir af þeim milljónum miðum sem hafa selst eru á leiki sem fara fram í Ástralíu. Alþjóða knattspyrnusambandið hefur nú ákveðið að gefa miða á leiki á HM sem fara fram í Nýja-Sjálandi. FIFA is giving away 20,000 free tickets for Women's World Cup games amid concerns about the slow pace of sales in New Zealand. https://t.co/90OCVy4Vev— ESPN FC (@ESPNFC) July 13, 2023 Alls mun FIFA gefa um tuttugu þúsund miða á leiki í Auckland, Hamilton, Wellington og Dunedin. Sambandið gefur miðana í gegnum Xero, styrktaraðila á mótinu, sem mun færa Nýsjálendingum fimm þúsund fría miða í hverri borg. Það er vissulega furðulegt að á meðan annar gestgjafinn kemur með fréttir af því að það sé uppselt á 80 þúsund manna völl og að salan gangi frábærlega þá er hinn í miklum vandræðum með að selja sína miða. Auðvitað hefur hefð og geta landsliðanna mikið að segja. Áströlsku stelpurnar ætla sér stóra hluti á meðan landslið Nýja-Sjálands hefur enn ekki náð að vinna leik í fimm heimsmeistarakeppnum sínum. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur einnig áhyggjur því hún er að hvetja landa sína að kaupa miða. Ardern gerði það í færslu á Instagram reikningi sínum. Nýsjálendingar spila sinn fyrsta leik á móti Noregi 20. júlí næstkomandi en sá leikur fer fram í Auckland. View this post on Instagram A post shared by Jacinda Ardern (@jacindaardern) HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Sjá meira
Fréttir af frábærri miðasölu eiga því bara við um Ástralíu en langflestir af þeim milljónum miðum sem hafa selst eru á leiki sem fara fram í Ástralíu. Alþjóða knattspyrnusambandið hefur nú ákveðið að gefa miða á leiki á HM sem fara fram í Nýja-Sjálandi. FIFA is giving away 20,000 free tickets for Women's World Cup games amid concerns about the slow pace of sales in New Zealand. https://t.co/90OCVy4Vev— ESPN FC (@ESPNFC) July 13, 2023 Alls mun FIFA gefa um tuttugu þúsund miða á leiki í Auckland, Hamilton, Wellington og Dunedin. Sambandið gefur miðana í gegnum Xero, styrktaraðila á mótinu, sem mun færa Nýsjálendingum fimm þúsund fría miða í hverri borg. Það er vissulega furðulegt að á meðan annar gestgjafinn kemur með fréttir af því að það sé uppselt á 80 þúsund manna völl og að salan gangi frábærlega þá er hinn í miklum vandræðum með að selja sína miða. Auðvitað hefur hefð og geta landsliðanna mikið að segja. Áströlsku stelpurnar ætla sér stóra hluti á meðan landslið Nýja-Sjálands hefur enn ekki náð að vinna leik í fimm heimsmeistarakeppnum sínum. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur einnig áhyggjur því hún er að hvetja landa sína að kaupa miða. Ardern gerði það í færslu á Instagram reikningi sínum. Nýsjálendingar spila sinn fyrsta leik á móti Noregi 20. júlí næstkomandi en sá leikur fer fram í Auckland. View this post on Instagram A post shared by Jacinda Ardern (@jacindaardern)
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Sjá meira