Ísland byrjar á leik við langdýrasta mann EM Sindri Sverrisson skrifar 4. júlí 2023 09:31 Iván Fresneda er eftirsóttur hjá stórliðum í Evrópu en hann er í spænska hópnum sem mætir Íslandi í kvöld Getty/Seb Daly Íslenska U19-landsliðið í fótbolta karla hefur í dag keppni á sjálfu Evrópumótinu sem fram fer á Möltu. Andstæðingarnir í fyrsta leik eru ógnarsterkt lið Spánverja. Í spænska liðinu eru tveir verðmætustu leikmenn mótsins samkvæmt vefsíðunni Transfermarkt, sem sérhæfir sig í að verðmeta knattspyrnumenn. Leikmennirnir á mótinu eru að sjálfsögðu ungir og ekki komið í ljós hve góðir þeir geta orðið, en einn maður sker sig verulega úr samkvæmt verðmati Transfermarkt. Það er spænski bakvörðurinn Iván Fresneda, leikmaður Valladolid, sem sterklega hefur verið orðaður við Arsenal síðustu mánuði en er núna einnig sagður í sigti Barcelona. Eftir fall Valladolid úr efstu deild er Fresneda, samkvæmt ákvæði í samningi, falur fyrir 20 milljónir evra. Samkvæmt Transfermarkt er hann metinn á 15 milljónir evra, jafnvirði 2,2 milljarða króna. Euro U-19 players with the highest market value by @Transfermarkt: Iván Fresneda 15M Ilias Akhomach 3M Rodrigo Ribeiro 3M Luca D'Andrea 2,5M Gonçalo Esteves 2M Gustavo Sá 1,5M Cher Ndour 1,5M Tomasz Pie ko 1,2M Jakub Lewicki 1,2M Mi osz pic.twitter.com/yaFEErzXvm— Football Talent Scout - Jacek Kulig (@FTalentScout) July 3, 2023 Spánverjar eiga einnig næstdýrasta leikmann EM, samkvæmt Transfermarkt, en það er kantmaðurinn Ilias Akhomach sem er á mála hjá Barcelona. Hann er metinn á þrjár milljónir evra, rétt eins og Portúgalinn Rodrigo Ribeiro. „Spánverjar eru auðvitað einna sigurstranglegastir á þessu móti. Sóknarlega og varnarlega, og þegar þeir vinna boltann, eru þeir einstakir,“ sagði Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U19-landsliðsins, á vef UEFA. Eggert Aron Guðmundsson í stuði í myndatöku UEFA fyrir mótið.Getty/Seb Daly Eggert Aron sá dýrasti eftir forföllin Eggert Aron Guðmundsson, leikmaður Stjörnunnar, er verðmætastur í íslenska hópnum samkvæmt Transfermarkt en hann er metinn á 150 þúsund evrur, jafnvirði 22 milljóna króna, eða 1/100 af því verði sem sett er á Fresneda. Eggert er í 62.-68. sæti yfir dýrustu leikmenn mótsins hjá Transfermarkt. Ísland er án sinna bestu leikmanna því þeir Kristian Nökkvi Hlynsson úr Ajax, Orri Steinn Óskarsson úr FC Kaupmannahöfn og Daníel Tristan Guðjohnsen úr Malmö fengu ekki leyfi hjá sínum félögum til að fara á mótið. Hilmir Rafn Mikaelsson úr Tromsö missir einnig af mótinu vegna meiðsla. Séu þessir taldir með er Kristian með hæsta verðmiðann á sér en hann er metinn á 750.000 evrur hjá Transfermarkt, jafnvirði um 111 milljóna króna. Leikur Íslands og Spánar hefst klukkan 19.15 og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi líkt og aðrir leikir U19-landsliðsins á EM. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira
Í spænska liðinu eru tveir verðmætustu leikmenn mótsins samkvæmt vefsíðunni Transfermarkt, sem sérhæfir sig í að verðmeta knattspyrnumenn. Leikmennirnir á mótinu eru að sjálfsögðu ungir og ekki komið í ljós hve góðir þeir geta orðið, en einn maður sker sig verulega úr samkvæmt verðmati Transfermarkt. Það er spænski bakvörðurinn Iván Fresneda, leikmaður Valladolid, sem sterklega hefur verið orðaður við Arsenal síðustu mánuði en er núna einnig sagður í sigti Barcelona. Eftir fall Valladolid úr efstu deild er Fresneda, samkvæmt ákvæði í samningi, falur fyrir 20 milljónir evra. Samkvæmt Transfermarkt er hann metinn á 15 milljónir evra, jafnvirði 2,2 milljarða króna. Euro U-19 players with the highest market value by @Transfermarkt: Iván Fresneda 15M Ilias Akhomach 3M Rodrigo Ribeiro 3M Luca D'Andrea 2,5M Gonçalo Esteves 2M Gustavo Sá 1,5M Cher Ndour 1,5M Tomasz Pie ko 1,2M Jakub Lewicki 1,2M Mi osz pic.twitter.com/yaFEErzXvm— Football Talent Scout - Jacek Kulig (@FTalentScout) July 3, 2023 Spánverjar eiga einnig næstdýrasta leikmann EM, samkvæmt Transfermarkt, en það er kantmaðurinn Ilias Akhomach sem er á mála hjá Barcelona. Hann er metinn á þrjár milljónir evra, rétt eins og Portúgalinn Rodrigo Ribeiro. „Spánverjar eru auðvitað einna sigurstranglegastir á þessu móti. Sóknarlega og varnarlega, og þegar þeir vinna boltann, eru þeir einstakir,“ sagði Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U19-landsliðsins, á vef UEFA. Eggert Aron Guðmundsson í stuði í myndatöku UEFA fyrir mótið.Getty/Seb Daly Eggert Aron sá dýrasti eftir forföllin Eggert Aron Guðmundsson, leikmaður Stjörnunnar, er verðmætastur í íslenska hópnum samkvæmt Transfermarkt en hann er metinn á 150 þúsund evrur, jafnvirði 22 milljóna króna, eða 1/100 af því verði sem sett er á Fresneda. Eggert er í 62.-68. sæti yfir dýrustu leikmenn mótsins hjá Transfermarkt. Ísland er án sinna bestu leikmanna því þeir Kristian Nökkvi Hlynsson úr Ajax, Orri Steinn Óskarsson úr FC Kaupmannahöfn og Daníel Tristan Guðjohnsen úr Malmö fengu ekki leyfi hjá sínum félögum til að fara á mótið. Hilmir Rafn Mikaelsson úr Tromsö missir einnig af mótinu vegna meiðsla. Séu þessir taldir með er Kristian með hæsta verðmiðann á sér en hann er metinn á 750.000 evrur hjá Transfermarkt, jafnvirði um 111 milljóna króna. Leikur Íslands og Spánar hefst klukkan 19.15 og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi líkt og aðrir leikir U19-landsliðsins á EM.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira