England byrjar af krafti og Frakkar lögðu Ítali Smári Jökull Jónsson skrifar 22. júní 2023 20:40 Emile Smith Rowe leikmaður Arsenal og U-21 árs liðs Englands skorar hér framhjá markverði Tékka í leik liðanna í dag. Vísir/Getty England vann 2-0 sigur á Tékkum í fyrsta leik liðsins á Evrópumóti U-21 árs landsliða sem hófst í Georgíu í dag. Þá unnu Frakkar góðan sigur á Ítölum í D-riðli. Keppni í C og D-riðlum á Evrópumóti U-21 árs landsliða í knattspyrnu hófst í dag. Mótið fer fram í Georgíu og Rúmeníu en alls tryggðu sextán þjóðir sér sæti í úrslitakeppninni. England er í riðli með Þjóðverjum, Ísrael og Tékklandi en þeir mættu einmitt síðastnefndu þjóðinni í dag. Jacob Ramsay, leikmaður Aston Villa, kom Englendingum yfir á 47. mínútu leiksins og Emile Smith-Rowe gulltryggði sigur Englands með marki í uppbótartíma. Anthony Gordon var í fremstu víglínu Englendinga í dag.Vísir/Getty Í hinum leik riðilsins mættust Þjóðverjar og Ísrael. Ísrael tók óvænt forystuna eftir tuttugu mínútna leik með marki frá Dor Turgeman en Yann Bisseck jafnaði metin fyrir Þýskaland úr víti sex mínútum síðar. Undir lok fyrri hálfleiks fékk Eden Karzev leikmaður Ísrael sitt annað gula spjald en þrátt fyrir það tókst Þjóðverjum ekki að tryggja sér sigur í síðari hálfleik. Jaessic Ngankam komst næst því að skora en Daniel Peretz markvörður Ísrael varði vítaspyrnu hans tíu mínútum fyrir leikslok. Frakkar höfðu betur í risaslagnum Í D-riðli mættust Sviss og Noregur í fyrri leik dagsins. Emil Ceide náði forystunni fyrir Norðmenn á 19. mínútu en Dan Ndoye jafnaði fyrir Sviss níu mínútum fyrir hálfleik. Það var svo Kastriot Imeri sem skoraði sigurmark Sviss í upphafi síðari hálfleiks og tryggði Svisslendingum 2-1 sigur. Stórleikur dagsins var leikur Frakklands og Ítalíu. Ýmis þekkt nöfn mátti finna í leikmannahópum beggja liða, til dæmis Khephren Thuram sem hefur verið orðaður við Liverpool síðustu daga, Ilan Meslier markvörð Leeds og Sandro Tonali leikmann AC Milan. Khephren Thuram var í byrjunarliði Frakka í dag en hann hefur verið sterklega orðaður við Liverpool síðustu vikur.Vísir/Getty Arnaud Kalimuendo skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Frakka á 22.mínútu en Pietro Pellegri jafnaði metin þegar tæpar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleiks. Það voru hins vegar Frakkar sem tryggðu sér sigurinn í síðari hálfleiknum. Bradley Barcola skoraði sigurmarkið á 62. mínútu en hann leikur með Lyon í frönsku úrvalsdeildinni. Frakkar voru einum færri síðustu mínútur leiksins eftir að Loic Bade var rekinn af velli en Ítalir náðu ekki að nýta sér liðsmuninn. Ítalir komust afar nálægt því að jafna í lokin þegar þeir áttu skalla í stöngina áður en varnarmaður Frakka bjargaði á línu og það mögulega með hendi. Boltinn virtist sömuleiðis fara yfir línuna en hvorki er notast við marklínutækni né myndbandsdómgæslu á mótinu. Lokatölur 2-1 og Frakkland og Sviss eru því í efstu tveimur sætum D-riðils eftir fyrstu umferð Evrópumótsins. EM U21 í fótbolta 2023 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Sjá meira
Keppni í C og D-riðlum á Evrópumóti U-21 árs landsliða í knattspyrnu hófst í dag. Mótið fer fram í Georgíu og Rúmeníu en alls tryggðu sextán þjóðir sér sæti í úrslitakeppninni. England er í riðli með Þjóðverjum, Ísrael og Tékklandi en þeir mættu einmitt síðastnefndu þjóðinni í dag. Jacob Ramsay, leikmaður Aston Villa, kom Englendingum yfir á 47. mínútu leiksins og Emile Smith-Rowe gulltryggði sigur Englands með marki í uppbótartíma. Anthony Gordon var í fremstu víglínu Englendinga í dag.Vísir/Getty Í hinum leik riðilsins mættust Þjóðverjar og Ísrael. Ísrael tók óvænt forystuna eftir tuttugu mínútna leik með marki frá Dor Turgeman en Yann Bisseck jafnaði metin fyrir Þýskaland úr víti sex mínútum síðar. Undir lok fyrri hálfleiks fékk Eden Karzev leikmaður Ísrael sitt annað gula spjald en þrátt fyrir það tókst Þjóðverjum ekki að tryggja sér sigur í síðari hálfleik. Jaessic Ngankam komst næst því að skora en Daniel Peretz markvörður Ísrael varði vítaspyrnu hans tíu mínútum fyrir leikslok. Frakkar höfðu betur í risaslagnum Í D-riðli mættust Sviss og Noregur í fyrri leik dagsins. Emil Ceide náði forystunni fyrir Norðmenn á 19. mínútu en Dan Ndoye jafnaði fyrir Sviss níu mínútum fyrir hálfleik. Það var svo Kastriot Imeri sem skoraði sigurmark Sviss í upphafi síðari hálfleiks og tryggði Svisslendingum 2-1 sigur. Stórleikur dagsins var leikur Frakklands og Ítalíu. Ýmis þekkt nöfn mátti finna í leikmannahópum beggja liða, til dæmis Khephren Thuram sem hefur verið orðaður við Liverpool síðustu daga, Ilan Meslier markvörð Leeds og Sandro Tonali leikmann AC Milan. Khephren Thuram var í byrjunarliði Frakka í dag en hann hefur verið sterklega orðaður við Liverpool síðustu vikur.Vísir/Getty Arnaud Kalimuendo skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Frakka á 22.mínútu en Pietro Pellegri jafnaði metin þegar tæpar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleiks. Það voru hins vegar Frakkar sem tryggðu sér sigurinn í síðari hálfleiknum. Bradley Barcola skoraði sigurmarkið á 62. mínútu en hann leikur með Lyon í frönsku úrvalsdeildinni. Frakkar voru einum færri síðustu mínútur leiksins eftir að Loic Bade var rekinn af velli en Ítalir náðu ekki að nýta sér liðsmuninn. Ítalir komust afar nálægt því að jafna í lokin þegar þeir áttu skalla í stöngina áður en varnarmaður Frakka bjargaði á línu og það mögulega með hendi. Boltinn virtist sömuleiðis fara yfir línuna en hvorki er notast við marklínutækni né myndbandsdómgæslu á mótinu. Lokatölur 2-1 og Frakkland og Sviss eru því í efstu tveimur sætum D-riðils eftir fyrstu umferð Evrópumótsins.
EM U21 í fótbolta 2023 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Sjá meira