Bylgjulestin mætir á Danska daga Bylgjulestin 22. júní 2023 14:37 Bylgjulestin heimsækir Stykkishólm næsta laugardag. Búast má við óvenju miklu fjöri í bænum um helgina en þá fer fram bæjarhátíðin Danskir dagar auk þess sem Landsmót 50+ er haldið í bænum á sama tíma. Laugardaginn 24. júní mun Bylgjulestin heimsækja Stykkishólm en búast má við óvenju miklu fjöri í bænum um helgina þegar bæjarhátíðin Danskir dagar fer fram auk þess sem Landsmót 50+ er haldið í bænum á sama tíma. Lestarstjórar að þessu sinni eru þau Ómar Úlfur og Erna Hrönn og verða þau í beinni útsendingu á Bylgjunni á laugardag, milli kl. 12 og 16. „Það verður svo sannarlegamikið líf á laugardaginn í kringjum Bylgjulestina,“ segir Ómar Úlfur. „Það verður óvenju mikið í boði um helgina. Utan Danskra daga og landsmótsins verður Stjórnin á svæðinu og auðvitað líka Herra Hnetusmjör.“ Ómar Úlfur er annar lestarstjóra Bylgjulestarinnar næstu helgi. Ómar og Erna Hrönn ætla m.a. að skella sér á kajak og skoða bæinn þannig. „Svo fáum við til okkar fullt af frábærum gestum. Mögulega heyrum við söguna af því þegar að Kristófer Kólumbus kom við á Rifi um árið.“ Hann hvetur gesti Danskra daga til að kíkja á Bylgjulestina enda verðu þau með alls konar glaðning fyrir gesti og gangandi. „Svo hvetjum við landsmenn auðvitað til að hlusta á laugardaginn og fá stemninguna beint í æð á Bylgjunni.“ Bylgjulestin verður staðsett við Norska húsið, Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla. Geggjaðir matarvagnar frá Götubitanum verða á staðnum og boðið verður upp á margt skemmtilegt, eins og sápukúlufjör, andlitsmálningu, brjóstsykursgerð, brúðuleikhús og margt fleira. Erna Hrönn verður í Stykkishólmi á laugardaginn í beinni á Bylgjunni með Ómari Úlfi. Samstarfsaðilar Bylgjunnar setja upp leiki og fyrstu krakkarnir sem mæta fá gjafapoka. Kíktu við og taktu þátt í fjörinu, svalaðu þorstanum með sykurlausu appelsíni, gæddu þér á góðgæti frá Nóa Siríus og skemmtu þér með okkur í boði Orku náttúrunnar, Vodafone, Heklu, Samgöngustofu og Nettó. Það er alltaf gaman að heimsækja Stykkishólm, sérstaklega yfir sumartímann. Þ„Ég hef nokkrum sinnum komið á Stykkishólm,“ segir Ómar að lokum. „Þetta er einstök byggð á einu fallegasta bæjarstæði landsins að öðrum ólöstuðum og alltaf tekið vel á móti manni. Okkur hlakkar mikið til að koma um helgina.“ Næsti viðkomustaður Bylgjulestarinnar er Akranes en þar verður hún laugardaginn 1. júlí. Bylgjulestin, björt og brosandi um land allt í sumar. Bylgjan Bylgjulestin Ferðalög Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Fleiri fréttir Vetrartískan er mætt í Boozt með kósýheit Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu „Við eigum meira blóð en blóðbankinn!“ Flytja alla Springsteen slagarana í Hörpu Frábær árangur í meðferðarstarfi Kalklitir og Slippfélagið mála framtíðina saman Hárolía, vinur eða óvinur hársins? Dineout gjafabréf er jólagjöfin í ár Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Þarf alltaf að vera vín? Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Eldhúspartý KVIK er á laugardaginn Hug-A-Lums þyngdarbangsar sem allir elska The Ultimate Eagles halda tónleika í Hörpu Sjá meira
Lestarstjórar að þessu sinni eru þau Ómar Úlfur og Erna Hrönn og verða þau í beinni útsendingu á Bylgjunni á laugardag, milli kl. 12 og 16. „Það verður svo sannarlegamikið líf á laugardaginn í kringjum Bylgjulestina,“ segir Ómar Úlfur. „Það verður óvenju mikið í boði um helgina. Utan Danskra daga og landsmótsins verður Stjórnin á svæðinu og auðvitað líka Herra Hnetusmjör.“ Ómar Úlfur er annar lestarstjóra Bylgjulestarinnar næstu helgi. Ómar og Erna Hrönn ætla m.a. að skella sér á kajak og skoða bæinn þannig. „Svo fáum við til okkar fullt af frábærum gestum. Mögulega heyrum við söguna af því þegar að Kristófer Kólumbus kom við á Rifi um árið.“ Hann hvetur gesti Danskra daga til að kíkja á Bylgjulestina enda verðu þau með alls konar glaðning fyrir gesti og gangandi. „Svo hvetjum við landsmenn auðvitað til að hlusta á laugardaginn og fá stemninguna beint í æð á Bylgjunni.“ Bylgjulestin verður staðsett við Norska húsið, Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla. Geggjaðir matarvagnar frá Götubitanum verða á staðnum og boðið verður upp á margt skemmtilegt, eins og sápukúlufjör, andlitsmálningu, brjóstsykursgerð, brúðuleikhús og margt fleira. Erna Hrönn verður í Stykkishólmi á laugardaginn í beinni á Bylgjunni með Ómari Úlfi. Samstarfsaðilar Bylgjunnar setja upp leiki og fyrstu krakkarnir sem mæta fá gjafapoka. Kíktu við og taktu þátt í fjörinu, svalaðu þorstanum með sykurlausu appelsíni, gæddu þér á góðgæti frá Nóa Siríus og skemmtu þér með okkur í boði Orku náttúrunnar, Vodafone, Heklu, Samgöngustofu og Nettó. Það er alltaf gaman að heimsækja Stykkishólm, sérstaklega yfir sumartímann. Þ„Ég hef nokkrum sinnum komið á Stykkishólm,“ segir Ómar að lokum. „Þetta er einstök byggð á einu fallegasta bæjarstæði landsins að öðrum ólöstuðum og alltaf tekið vel á móti manni. Okkur hlakkar mikið til að koma um helgina.“ Næsti viðkomustaður Bylgjulestarinnar er Akranes en þar verður hún laugardaginn 1. júlí. Bylgjulestin, björt og brosandi um land allt í sumar.
Bylgjan Bylgjulestin Ferðalög Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Fleiri fréttir Vetrartískan er mætt í Boozt með kósýheit Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu „Við eigum meira blóð en blóðbankinn!“ Flytja alla Springsteen slagarana í Hörpu Frábær árangur í meðferðarstarfi Kalklitir og Slippfélagið mála framtíðina saman Hárolía, vinur eða óvinur hársins? Dineout gjafabréf er jólagjöfin í ár Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Þarf alltaf að vera vín? Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Eldhúspartý KVIK er á laugardaginn Hug-A-Lums þyngdarbangsar sem allir elska The Ultimate Eagles halda tónleika í Hörpu Sjá meira