Vill „tafarlaust viðskiptabann“ á félagsskipti til Sádi-Arabíu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. júní 2023 15:00 Gary Neville er einn þeirra sem veltir fyrir sér ósvöruðum spurningum um fjölda félagsskipta til Sádi-Arabíu. James Gill - Danehouse/Getty Images Gary Neville, fyrrverandi leikmaður Manchester United, vill að enska úrvalsdeildin komi í veg fyrir að liðin í deildinni selji leikmenn til Sádi-Arabíu þangað til að hægt er að ganga úr skugga um að heilindum deildarinnar sé ekki stofnað í hættu. Mörg af stærstu nöfnum knattspyrnuheimsins hafa verið orðuð við félög í sádiarabísku deildinni. Nú þegar hafa leikmenn á borð við Cristiano Ronaldo, Karim Benzema og N'Golo Kante gengið til liðs við lið þar í landi og á tímabili var Lionel Messi orðaður við deildina. Vissulega eru þetta leikmenn sem eru að nálgast seinni hluta ferilsins, en nú eru menn á besta aldri farnir að birtast í umræðunni um að elta seðilinn til Sádi-Arabíu. Ruben Neves, leikmaður Wolves, Thomas Partey, leikmaður Arsenal, og Chelsea mennirnir Hakim Ziyech, Kalidou Koulibaly og Edouard Mendy þykja líklegir til að yfirgefa ensku úrvalsdeildina á komandi dögum og ganga til liðs við félag í Sádi-Arabíu. Í síðasta mánuði keypti PIF, opinber fjárfestingarsjóður Sádi-Arabíu, fjögur stærstu knattspyrnulið landsins: Al-Ahli, Al-Ittihad, Al-Hilal og Al-Nassr. PIF er einnig eigandi enska úrvalsdeildarfélagsins Newcastle United og óvíst er hvort sjóðurinn eigi stóran hlut í Clearlake Capital, eignarfélagi Chelsea. Eftir að hafa nánast gengið berserksgang í undanförnum tveimur félagsskiptagluggum og keypt ógrynni af leikmönnum stendur Chelsea nú í ströngu við að losa leikmenn frá félaginu, marga þeirra til sádiarabískra félaga í eigu PIF. Eðlilega vekur athæfi sem þetta upp ýmsar spurningar og Gary Neville er einn þeirra sem efast um ágæti þess að losa leikmenn í bunkum til moldríkra félaga sem mögulega eiga hlut í þínu eigin eignarfélagi. „Enska úrvalsdeildin ætti að setja tafarlaust viðskiptabann á félagsskipti til Sádi-Arabíu til að tryggja það að ekki sé verið að skaða heilindi leiksins,“ sagði Neville í samtali við BBC Sport. „Það ætti að gera skoðun á því hvort þessi viðskipti séu við hæfi. Ef þau standast þá skoðun ætti svo að sjálfsögðu að opna fyrir félagsskiptin á ný.“ „En á þessari stundu tel ég hins vegar að stöðva ætti félagsskiptin þar til búið er að skoða eignarhaldið hjá Chelsea og hvort félagið sé að hagnast á félagsskiptum á óviðeigandi hátt.“ Enski boltinn Sádiarabíski boltinn Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Fleiri fréttir Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Sjá meira
Mörg af stærstu nöfnum knattspyrnuheimsins hafa verið orðuð við félög í sádiarabísku deildinni. Nú þegar hafa leikmenn á borð við Cristiano Ronaldo, Karim Benzema og N'Golo Kante gengið til liðs við lið þar í landi og á tímabili var Lionel Messi orðaður við deildina. Vissulega eru þetta leikmenn sem eru að nálgast seinni hluta ferilsins, en nú eru menn á besta aldri farnir að birtast í umræðunni um að elta seðilinn til Sádi-Arabíu. Ruben Neves, leikmaður Wolves, Thomas Partey, leikmaður Arsenal, og Chelsea mennirnir Hakim Ziyech, Kalidou Koulibaly og Edouard Mendy þykja líklegir til að yfirgefa ensku úrvalsdeildina á komandi dögum og ganga til liðs við félag í Sádi-Arabíu. Í síðasta mánuði keypti PIF, opinber fjárfestingarsjóður Sádi-Arabíu, fjögur stærstu knattspyrnulið landsins: Al-Ahli, Al-Ittihad, Al-Hilal og Al-Nassr. PIF er einnig eigandi enska úrvalsdeildarfélagsins Newcastle United og óvíst er hvort sjóðurinn eigi stóran hlut í Clearlake Capital, eignarfélagi Chelsea. Eftir að hafa nánast gengið berserksgang í undanförnum tveimur félagsskiptagluggum og keypt ógrynni af leikmönnum stendur Chelsea nú í ströngu við að losa leikmenn frá félaginu, marga þeirra til sádiarabískra félaga í eigu PIF. Eðlilega vekur athæfi sem þetta upp ýmsar spurningar og Gary Neville er einn þeirra sem efast um ágæti þess að losa leikmenn í bunkum til moldríkra félaga sem mögulega eiga hlut í þínu eigin eignarfélagi. „Enska úrvalsdeildin ætti að setja tafarlaust viðskiptabann á félagsskipti til Sádi-Arabíu til að tryggja það að ekki sé verið að skaða heilindi leiksins,“ sagði Neville í samtali við BBC Sport. „Það ætti að gera skoðun á því hvort þessi viðskipti séu við hæfi. Ef þau standast þá skoðun ætti svo að sjálfsögðu að opna fyrir félagsskiptin á ný.“ „En á þessari stundu tel ég hins vegar að stöðva ætti félagsskiptin þar til búið er að skoða eignarhaldið hjá Chelsea og hvort félagið sé að hagnast á félagsskiptum á óviðeigandi hátt.“
Enski boltinn Sádiarabíski boltinn Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Fleiri fréttir Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Sjá meira