Glæsilegir gestir á Grímunni Íris Hauksdóttir skrifar 15. júní 2023 15:20 Grímuverðlaunin voru afhent í gærkvöldi. Prúðbúið sviðslistafólk fjölmennti í Borgarleikhúsið í gærkvöldi þar sem Grímuverðlaunahátíðin var haldin í ár. Þetta er í tuttugasta og fyrsta sinn sem hátíðin er haldin og er óhætt að segja að mikil eftirvænting hafi legið í loftinu. Sýningin Ellen B sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu var valin leiksýning ársins en leikstjórinn Benedict Andrews hampaði sömuleiðis verðlaunum fyrir leikstjórnina. Sproti ársins til óperugrasrótarinnar Nína Dögg Filippusdóttir var valin leikkona ársins í aðalhlutverki og Hallgrímur Ólafsson leikari ársins í aðalhlutverki. Benedikt Erlingsson og Íris Tanja Flygering stóðu uppi sem sigurvegarar fyrir leik sinn í aukahlutverki. Síðustu dagar Sæunnar eftir Matthías Tryggva Haraldsson var valið leikrit ársins. Sproti ársins féll í skaut óperugrasrótarinnar sem í sameiningu skipaði átta af þeim 53 sviðslistaverkum sem bárust á borð Grímunefndar þetta árið. Standandi lófatak Arnar Jónsson hlaut heiðursverðlun Sviðslistasambands Íslands fyrir ævistarf sitt í þágu sviðslista undir standandi lófataki áhorfenda. Glæsileikinn og fegurðin draup af sviðslistafólki Íslands sem naut kvöldsins og hátíðarinnar til hins ítrasta og fagnaði saman afrakstri leikársins 2023. Hér fyrir neðan er hægt að sjá myndaveislu frá kvöldinu. Þórey Sigþórsdóttir, Halldóra Rósa Björnsdóttir og Linda ÁsgeirsdóttirAnton Brink Sigurbjartur Sturla, Brynhildur Guðjónsdóttir, Sveinn Ólafur og Unnsteinn Manuel ásamt vinum.Anton Brink Björn Ingi Hilmarsson tengdafaðir dansarans og leikkonunnar Ellenar Bæhrenz, Þorgils Helgason og Unnur Elísabet Gunnarsdóttir en sú síðastnefnda var tilnefnd fyrir dans og sviðshreyfingar. Anton Brink Ofurparið Elísabet Gunnarsdóttir og Gunnar Steinn mættu á verðlaunin til hvatningar vinkonu sinni Þyri Huld sem sópaði til sín verðlaunum. Með þeim á myndinni er Guðrún Helga fatahönnuður. Anton Brink Unnsteinn Manuel stóð uppi sem sigurvegari fyrir hljóðmynd árins. Hér er hann með samstarfsfélaga sínum og vini Haraldi Stefánssyni tónlistarmanni. Anton Brink Áslákur Ingvarsson, Þórhallur Auður Helgason, Sólveig Sigurðardóttir, Sigurður Helgi og Ragnar Pétur Jóhannsson skipa Sviðslistahópinn Óð en þau hlutu sprota ársins fyrir sýninguna Don Pasquale í Þjóðleikhúskjallaranum.Anton Brink Sólveig Arnarsdóttir og Sigurður Þór Óskarsson.Anton Brink Þorsteinn Backmann, Edda Björg, Magnús Geir Þjóðleikhússtjóri og eiginkona hans Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir.Anton Brink Gissur Páll Gissurarson, Matthildur Anna Gísladóttir, Björk Níelsdóttir og Gunnlaugur Bjarnason.Anton Brink Kristín Þóra Haraldsdóttir var tilnefnd sem leikkona ársins í aukahlutverki fyrir frammistöðu sína í Ellen B. Hér er hún með Söru Martí sem hefur barist öturlega fyrir Tjarnarbíói undanfarið. Anton Brink Brynhildur Guðjónsdóttir Borgarleikhússtjóri, Guðni Th. forseti Íslands ásamt þeim Orra Huginn Ágústssyni, forseta Sviðslistasambands Íslands og Millu Clarke sem tilnefnd var fyrir leikmynd sína í Macbeth.Anton Brink Brynhildur Karlsdóttir ásamt vinkonum en kærasti hennar, Matthías Tryggvi Haraldsson hampaði sigri fyrir leikrit ársins, Síðustu dagar Sæunnar.Anton Brink Sigurður Ingvarsson, Oddur Júlíusson, Ebba Katrín Finnsdóttir og Unnsteinn Manuel ásamt Sesselíu Katrínu Árnadóttur, bróðurdóttur Ebbu, en hún lék í sýningunni Ex sem tilnefnd var til verðlauna.Anton Brink Vignir Rafn og Sveinn Ólafur voru kampakátir með kvöldið.Anton Brink María Ellingssen mætti með dóttur sinni. Anton Brink Ásthildur Úa var tilnefnd bæði sem leikkona í aðal og aukahlutverki. Hér er hún ásamt unnusta sínum Þóri Hlyn.Anton Brink Íris Tanja Flygering og Elín Ey mættu prúðbúnar á verðlaunin en Íris stóð uppi sem sigurvegari sem leikkona ársins í aukahlutverki.Anton Brink Leikaraparið Hákon Jóhannesson og Þórey Birgisdóttir mættu eldhress ásamt Bjarni Snæbjörnssyni. Anton Brink Tónlistarstjórinn Þorvaldur Bjarni ásamt leikhússtjóra leikfélagsins á Akureyri, Mörtu Nordal mættu á hátíðina ásamt leikaraparinu Júlí Heiðari og Þórdísi Björk á verðlaunin.Anton Brink Grínistinn góðkunni, Gunni Helga tók ekki annað í mál en að fá mynd af sér með Þjóðleikhússtjóranum Magnúsi Geir.Anton Brink Björgvin Franz Gíslason hampaði sigri fyrir frammistöðu sína í söngleiknum Chicago sem sýndur var á Akureyri. Hér er hann með þeim Berglindi og Jónínu.Anton Brink Tónlistarfólkið Margrét Eir og Þorvaldur Bjarni voru kampakát með kvöldið. Anton Brink Stjörnuparið Einar Stefánsson og Sólbjört Sigurðardóttir mættu á hátíðina. Anton Brink Hallgrímur Ólafsson fagnaði sigri sem leikari ársins í aðalhlutverki. Hann er hér með eiginkonu sinni Matthildi Magnúsdóttur. Anton Brink Svandís Dóra hefur heldur betur slegið í gegn eftir frammistöðu sína í þáttaröðinni Afturelding. Anton Brink Hrafnhildur Hagalín listrænn ráðunautur Þjóðleikhússins.Anton Brink Samkvæmislífið Grímuverðlaunin Leikhús Dans Menning Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira
Þetta er í tuttugasta og fyrsta sinn sem hátíðin er haldin og er óhætt að segja að mikil eftirvænting hafi legið í loftinu. Sýningin Ellen B sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu var valin leiksýning ársins en leikstjórinn Benedict Andrews hampaði sömuleiðis verðlaunum fyrir leikstjórnina. Sproti ársins til óperugrasrótarinnar Nína Dögg Filippusdóttir var valin leikkona ársins í aðalhlutverki og Hallgrímur Ólafsson leikari ársins í aðalhlutverki. Benedikt Erlingsson og Íris Tanja Flygering stóðu uppi sem sigurvegarar fyrir leik sinn í aukahlutverki. Síðustu dagar Sæunnar eftir Matthías Tryggva Haraldsson var valið leikrit ársins. Sproti ársins féll í skaut óperugrasrótarinnar sem í sameiningu skipaði átta af þeim 53 sviðslistaverkum sem bárust á borð Grímunefndar þetta árið. Standandi lófatak Arnar Jónsson hlaut heiðursverðlun Sviðslistasambands Íslands fyrir ævistarf sitt í þágu sviðslista undir standandi lófataki áhorfenda. Glæsileikinn og fegurðin draup af sviðslistafólki Íslands sem naut kvöldsins og hátíðarinnar til hins ítrasta og fagnaði saman afrakstri leikársins 2023. Hér fyrir neðan er hægt að sjá myndaveislu frá kvöldinu. Þórey Sigþórsdóttir, Halldóra Rósa Björnsdóttir og Linda ÁsgeirsdóttirAnton Brink Sigurbjartur Sturla, Brynhildur Guðjónsdóttir, Sveinn Ólafur og Unnsteinn Manuel ásamt vinum.Anton Brink Björn Ingi Hilmarsson tengdafaðir dansarans og leikkonunnar Ellenar Bæhrenz, Þorgils Helgason og Unnur Elísabet Gunnarsdóttir en sú síðastnefnda var tilnefnd fyrir dans og sviðshreyfingar. Anton Brink Ofurparið Elísabet Gunnarsdóttir og Gunnar Steinn mættu á verðlaunin til hvatningar vinkonu sinni Þyri Huld sem sópaði til sín verðlaunum. Með þeim á myndinni er Guðrún Helga fatahönnuður. Anton Brink Unnsteinn Manuel stóð uppi sem sigurvegari fyrir hljóðmynd árins. Hér er hann með samstarfsfélaga sínum og vini Haraldi Stefánssyni tónlistarmanni. Anton Brink Áslákur Ingvarsson, Þórhallur Auður Helgason, Sólveig Sigurðardóttir, Sigurður Helgi og Ragnar Pétur Jóhannsson skipa Sviðslistahópinn Óð en þau hlutu sprota ársins fyrir sýninguna Don Pasquale í Þjóðleikhúskjallaranum.Anton Brink Sólveig Arnarsdóttir og Sigurður Þór Óskarsson.Anton Brink Þorsteinn Backmann, Edda Björg, Magnús Geir Þjóðleikhússtjóri og eiginkona hans Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir.Anton Brink Gissur Páll Gissurarson, Matthildur Anna Gísladóttir, Björk Níelsdóttir og Gunnlaugur Bjarnason.Anton Brink Kristín Þóra Haraldsdóttir var tilnefnd sem leikkona ársins í aukahlutverki fyrir frammistöðu sína í Ellen B. Hér er hún með Söru Martí sem hefur barist öturlega fyrir Tjarnarbíói undanfarið. Anton Brink Brynhildur Guðjónsdóttir Borgarleikhússtjóri, Guðni Th. forseti Íslands ásamt þeim Orra Huginn Ágústssyni, forseta Sviðslistasambands Íslands og Millu Clarke sem tilnefnd var fyrir leikmynd sína í Macbeth.Anton Brink Brynhildur Karlsdóttir ásamt vinkonum en kærasti hennar, Matthías Tryggvi Haraldsson hampaði sigri fyrir leikrit ársins, Síðustu dagar Sæunnar.Anton Brink Sigurður Ingvarsson, Oddur Júlíusson, Ebba Katrín Finnsdóttir og Unnsteinn Manuel ásamt Sesselíu Katrínu Árnadóttur, bróðurdóttur Ebbu, en hún lék í sýningunni Ex sem tilnefnd var til verðlauna.Anton Brink Vignir Rafn og Sveinn Ólafur voru kampakátir með kvöldið.Anton Brink María Ellingssen mætti með dóttur sinni. Anton Brink Ásthildur Úa var tilnefnd bæði sem leikkona í aðal og aukahlutverki. Hér er hún ásamt unnusta sínum Þóri Hlyn.Anton Brink Íris Tanja Flygering og Elín Ey mættu prúðbúnar á verðlaunin en Íris stóð uppi sem sigurvegari sem leikkona ársins í aukahlutverki.Anton Brink Leikaraparið Hákon Jóhannesson og Þórey Birgisdóttir mættu eldhress ásamt Bjarni Snæbjörnssyni. Anton Brink Tónlistarstjórinn Þorvaldur Bjarni ásamt leikhússtjóra leikfélagsins á Akureyri, Mörtu Nordal mættu á hátíðina ásamt leikaraparinu Júlí Heiðari og Þórdísi Björk á verðlaunin.Anton Brink Grínistinn góðkunni, Gunni Helga tók ekki annað í mál en að fá mynd af sér með Þjóðleikhússtjóranum Magnúsi Geir.Anton Brink Björgvin Franz Gíslason hampaði sigri fyrir frammistöðu sína í söngleiknum Chicago sem sýndur var á Akureyri. Hér er hann með þeim Berglindi og Jónínu.Anton Brink Tónlistarfólkið Margrét Eir og Þorvaldur Bjarni voru kampakát með kvöldið. Anton Brink Stjörnuparið Einar Stefánsson og Sólbjört Sigurðardóttir mættu á hátíðina. Anton Brink Hallgrímur Ólafsson fagnaði sigri sem leikari ársins í aðalhlutverki. Hann er hér með eiginkonu sinni Matthildi Magnúsdóttur. Anton Brink Svandís Dóra hefur heldur betur slegið í gegn eftir frammistöðu sína í þáttaröðinni Afturelding. Anton Brink Hrafnhildur Hagalín listrænn ráðunautur Þjóðleikhússins.Anton Brink
Samkvæmislífið Grímuverðlaunin Leikhús Dans Menning Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira