Manchester United gefst upp á að eltast við Kane Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. júní 2023 10:01 Manchester United er búið að gefast upp í eltingaleik við Harry Kane. Tottenham Hotspur FC/Tottenham Hotspur FC via Getty Images Svo virðist sem forráðamenn Manchester United séu búnir að gefast upp á því að eltast við enska landsliðsfyrirliðann Harry Kane, framherja Tottenham. Eins og flest sumur undanfarinn áratug hefur Kane verið orðaður við brottför frá Tottenham. Þetta sumarið er engin undantekning, en talið er að þessi tæplega þrítugi framherji vilji finna sér nýja áskorun. Kane á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum hjá Tottenham og því sjá mörg stórlið tækifæri á því að fá þennan markahæsta framherja enska landsliðsins frá upphafi á góðu verði. Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, er þó ekki þekktur fyrir að gefa afslætti og það er hár vermiði sem virðist hafa fælt Manchester United frá kaupunum. Manchester United have ended their interest in signing Harry Kane from Tottenham this summer, feeling that the money it will take to lure the England striker to Old Trafford is unrealistic.Story: @JamieJackson___ https://t.co/k53w8PbX0R— Guardian sport (@guardian_sport) June 14, 2023 Harry Kane var efstur á óskalista Eriks ten Hag, knattspyrnustjóra United. Samkvæmt umfjöllun The Guardian um málið er Hollendingurinn vonsvikinn með það að ekki sé hægt að lokka Kane til félagsins, en skilur þó að klúbburinn verði að setja mörkin einhversstaðar þegar kemur að því að borga fyrir leikmann sem verður þrítugur í næsta mánuði og á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum. Það verður því fróðlegt að sjá hvað verður um Harry Kane í sumar og hvort önnur félög sem hafa áhuga á því að klófesta hann fari sömu leið og Manchester United. Evrópsk stórlið á borð við Real Madrid og Bayern München eru sögð áhugasöm. Harry Kane er sem áður segir markahæsti leikmaður enska landsliðsins frá upphafi með 55 mörk í 82 leikjum. Þá er hann næstmarkahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi með 213 mörk í 317 leikjum fyrir Tottenham. Enski boltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Fleiri fréttir Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Sjá meira
Eins og flest sumur undanfarinn áratug hefur Kane verið orðaður við brottför frá Tottenham. Þetta sumarið er engin undantekning, en talið er að þessi tæplega þrítugi framherji vilji finna sér nýja áskorun. Kane á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum hjá Tottenham og því sjá mörg stórlið tækifæri á því að fá þennan markahæsta framherja enska landsliðsins frá upphafi á góðu verði. Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, er þó ekki þekktur fyrir að gefa afslætti og það er hár vermiði sem virðist hafa fælt Manchester United frá kaupunum. Manchester United have ended their interest in signing Harry Kane from Tottenham this summer, feeling that the money it will take to lure the England striker to Old Trafford is unrealistic.Story: @JamieJackson___ https://t.co/k53w8PbX0R— Guardian sport (@guardian_sport) June 14, 2023 Harry Kane var efstur á óskalista Eriks ten Hag, knattspyrnustjóra United. Samkvæmt umfjöllun The Guardian um málið er Hollendingurinn vonsvikinn með það að ekki sé hægt að lokka Kane til félagsins, en skilur þó að klúbburinn verði að setja mörkin einhversstaðar þegar kemur að því að borga fyrir leikmann sem verður þrítugur í næsta mánuði og á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum. Það verður því fróðlegt að sjá hvað verður um Harry Kane í sumar og hvort önnur félög sem hafa áhuga á því að klófesta hann fari sömu leið og Manchester United. Evrópsk stórlið á borð við Real Madrid og Bayern München eru sögð áhugasöm. Harry Kane er sem áður segir markahæsti leikmaður enska landsliðsins frá upphafi með 55 mörk í 82 leikjum. Þá er hann næstmarkahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi með 213 mörk í 317 leikjum fyrir Tottenham.
Enski boltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Fleiri fréttir Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Sjá meira