Strákarnir sem spila fyrir Ísland á EM: Tveir lykilmenn ekki með Sindri Sverrisson skrifar 6. júní 2023 10:48 Kristian Nökkvi Hlynsson er leikmaður hollenska stórliðsins Ajax og átti stóran þátt í að koma U19-landsliðinu á EM. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Ólafur Ingi Skúlason hefur nú valið þá leikmenn sem fara á Evrópumót U19-landsliða karla í fótbolta, á Möltu um næstu mánaðamót. Eins og Vísir greindi fyrst frá eru tveir bestu leikmenn íslenska liðsins ekki með, þeir Kristian Nökkvi Hlynsson og Orri Steinn Óskarsson. Ajax og FC Kaupmannahöfn, félögin sem leikmennirnir spila fyrir, gáfu ekki leyfi fyrir því að þeir færu á mótið en UEFA setur ekki þá skyldu á félög að leyfa leikmönnum að spila á EM U19-landsliða. Kristian er hins vegar í A-landsliðshópnum fyrir leikina við Slóvakíu og Portúgal í júní. Fjórir leikmenn íslenska hópsins eru á mála hjá erlendum félögum. Þetta eru markvörðurinn Lúkas J. Blöndal Petersson úr Hoffenheim, Daníel Freyr Kristjánsson úr Midtjylland, Daníel Tristan Guðjohnsen úr Malmö og Hilmir Rafn Mikaelsson úr Tromsö. Stjarnan með fimm menn í hópnum Stjarnan á flesta leikmenn í hópnum eða fimm talsins. Grótta á tvo. Breiðablik, Keflavík, Þór, Víkingur, Fjölnir, ÍA, Valur, FH, KR og Selfoss eiga svo einn fulltrúa hvert. Íslenski hópurinn heldur af landi brott 30. júní og spilar sinn fyrsta leik á EM gegn Spáni 4. júlí. Liðið er einnig í riðli með Noregi og Grikklandi. Riðlakeppninni lýkur 10. júlí og fara tvö efstu liðin þá í undanúrslit. Íslenska liðið vann meðal annars England á leið sinni inn á EM.Getty/Matt McNulty Ísland komst í lokakeppnina með því að vinna sinn milliriðil í undankeppninni, á Englandi í lok mars. Þar vann liðið ríkjandi meistara Englands og Ungverjaland, og gerði jafntefli við Tyrkland. Orri Steinn skoraði þrjú marka Íslands í milliriðlinum, Kristian Nökkvi eitt og Hilmir Rafn Mikaelsson eitt. EM-hópur Íslands: Adolf Daði Birgisson Stjarnan Arnar Daníel Aðalsteinsson Grótta Arnar Númi Gíslason Grótta Ágúst Orri Þorsteinsson Breiðablik Ásgeir Orri Magnússon Keflavík Bjarni Guðjón Brynjólfsson Þór Ak. Daníel Freyr Kristjánsson FC Midtjylland Daníel Tristan Guðjohnsen Malmö FF Eggert Aron Guðmundsson Stjarnan Gísli Gottskálk Þórðarson Víkingur R. Guðmundur Baldvin Nökkvason Stjarnan Halldór Snær Georgsson Fjölnir Haukur Andri Haraldsson ÍA Hilmir Rafn Mikaelsson Tromsö Hlynur Freyr Karlsson Valur Logi Hrafn Róbertsson FH Lúkas J. Blöndal Petersson Hoffenheim Jóhannes Kristinn Bjarnason KR Róbert Frosti Þorkelsson Stjarnan Sigurbergur Áki Jörundsson Stjarnan Þorsteinn Aron Antonsson Selfoss Landslið karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Sjá meira
Eins og Vísir greindi fyrst frá eru tveir bestu leikmenn íslenska liðsins ekki með, þeir Kristian Nökkvi Hlynsson og Orri Steinn Óskarsson. Ajax og FC Kaupmannahöfn, félögin sem leikmennirnir spila fyrir, gáfu ekki leyfi fyrir því að þeir færu á mótið en UEFA setur ekki þá skyldu á félög að leyfa leikmönnum að spila á EM U19-landsliða. Kristian er hins vegar í A-landsliðshópnum fyrir leikina við Slóvakíu og Portúgal í júní. Fjórir leikmenn íslenska hópsins eru á mála hjá erlendum félögum. Þetta eru markvörðurinn Lúkas J. Blöndal Petersson úr Hoffenheim, Daníel Freyr Kristjánsson úr Midtjylland, Daníel Tristan Guðjohnsen úr Malmö og Hilmir Rafn Mikaelsson úr Tromsö. Stjarnan með fimm menn í hópnum Stjarnan á flesta leikmenn í hópnum eða fimm talsins. Grótta á tvo. Breiðablik, Keflavík, Þór, Víkingur, Fjölnir, ÍA, Valur, FH, KR og Selfoss eiga svo einn fulltrúa hvert. Íslenski hópurinn heldur af landi brott 30. júní og spilar sinn fyrsta leik á EM gegn Spáni 4. júlí. Liðið er einnig í riðli með Noregi og Grikklandi. Riðlakeppninni lýkur 10. júlí og fara tvö efstu liðin þá í undanúrslit. Íslenska liðið vann meðal annars England á leið sinni inn á EM.Getty/Matt McNulty Ísland komst í lokakeppnina með því að vinna sinn milliriðil í undankeppninni, á Englandi í lok mars. Þar vann liðið ríkjandi meistara Englands og Ungverjaland, og gerði jafntefli við Tyrkland. Orri Steinn skoraði þrjú marka Íslands í milliriðlinum, Kristian Nökkvi eitt og Hilmir Rafn Mikaelsson eitt. EM-hópur Íslands: Adolf Daði Birgisson Stjarnan Arnar Daníel Aðalsteinsson Grótta Arnar Númi Gíslason Grótta Ágúst Orri Þorsteinsson Breiðablik Ásgeir Orri Magnússon Keflavík Bjarni Guðjón Brynjólfsson Þór Ak. Daníel Freyr Kristjánsson FC Midtjylland Daníel Tristan Guðjohnsen Malmö FF Eggert Aron Guðmundsson Stjarnan Gísli Gottskálk Þórðarson Víkingur R. Guðmundur Baldvin Nökkvason Stjarnan Halldór Snær Georgsson Fjölnir Haukur Andri Haraldsson ÍA Hilmir Rafn Mikaelsson Tromsö Hlynur Freyr Karlsson Valur Logi Hrafn Róbertsson FH Lúkas J. Blöndal Petersson Hoffenheim Jóhannes Kristinn Bjarnason KR Róbert Frosti Þorkelsson Stjarnan Sigurbergur Áki Jörundsson Stjarnan Þorsteinn Aron Antonsson Selfoss
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Sjá meira