Vann LPGA-mót níu dögum eftir að hún varð atvinnumaður Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. júní 2023 11:00 Rose Zhang með bikarinn sem hún fékk fyrir að vinna Mizuho Americas Open. getty/Elsa Rose Zhang hrósaði sigri á Mizuho Americas Open, hennar fyrsta móti á atvinnumannaferlinum. Mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni í golfi. Aðeins níu dagar eru síðan Zhang varð atvinnumaður í golfi og hún var ekki lengi að láta að sér kveða. Hún vann nefnilega Mizuho Americas Open eftir að hafa haft betur gegn Jennifer Kupcho í bráðabana. Báðar léku þær á níu höggum undir pari á mótinu. „Hvað er að gerast? Ég trúi þessu ekki,“ sagði Zhang sem fékk þátttökurétt á Mizuho Americas Open í gegnum styrktaraðila. „Að verða atvinnumaður og koma hingað og vinna er bara æðislegt. Ég hef notið ferðalagsins,“ bætti við hin tvítuga Zhang við. Hún fékk tækifæri til að tryggja sér sigurinn á mótinu á 18. holu en fékk skolla þar. Því réðust úrslitin í bráðabana þar sem Zhang varð hlutskarpari. Zhang er fyrsta konan sem vinnur mót á frumraun sinni á LPGA-mótaröðinni í 72 ár, eða síðan Beverly Hanson afrekaði það 1951. Golf Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Aðeins níu dagar eru síðan Zhang varð atvinnumaður í golfi og hún var ekki lengi að láta að sér kveða. Hún vann nefnilega Mizuho Americas Open eftir að hafa haft betur gegn Jennifer Kupcho í bráðabana. Báðar léku þær á níu höggum undir pari á mótinu. „Hvað er að gerast? Ég trúi þessu ekki,“ sagði Zhang sem fékk þátttökurétt á Mizuho Americas Open í gegnum styrktaraðila. „Að verða atvinnumaður og koma hingað og vinna er bara æðislegt. Ég hef notið ferðalagsins,“ bætti við hin tvítuga Zhang við. Hún fékk tækifæri til að tryggja sér sigurinn á mótinu á 18. holu en fékk skolla þar. Því réðust úrslitin í bráðabana þar sem Zhang varð hlutskarpari. Zhang er fyrsta konan sem vinnur mót á frumraun sinni á LPGA-mótaröðinni í 72 ár, eða síðan Beverly Hanson afrekaði það 1951.
Golf Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira