Lyngby bjargaði sér eftir háspennu í lokaumferð Smári Jökull Jónsson skrifar 3. júní 2023 14:22 Stuðningsmenn Lyngby með íslenska fánann í stúkunni. Vísir/Getty Íslendingaliðið Lyngby heldur sæti sínu í dönsku úrvalsdeildinni eftir fádæma dramatík í lokaumferðinni. Horsens og Álaborg falla niður í næst efstu deild. Fyrir umferðina var spennan gríðarleg. Álaborg, Lyngby og Horsens voru öll með 28 stig en tvö lið falla niður í næst efstu deild. Álaborg var með bestu markatöluna en Lyngby og Horsens voru í fallsætunum. Lengi vel var markalaust í báðum leikjum. Sú staða hefði auðvitað þýtt að Lyngby og Horsens myndu falla en Kolbeinn Finnsson og Sævar Atli Magnússon voru báðir í byrjunarliði Lyngby og Aron Sigurðarson í byrjunarliði Horsens. Alfreð Finnbogason var hins vegar í leikbanni hjá Lyngby. Staðan í báðum leikjum var 0-0 í hálfleik en á 74. mínútu kom Alexander Lind Silkeborg yfir í leik liðsins gegn Álaborg. Það þýddi að Álaborg var komið í fallsæti og Lyngby upp í þriðja neðsta sæti. Lokamínúturnar voru æsispennandi. Lið Horsens og Álaborgar reyndu hvað þau gátu til að ná inn mörkum en ekkert gekk. Þegar flautað var til leiks í Álaborg var ljóst að liðið var fallið í fyrsta sinn í sögunni. Leik Horsens og Lyngby lauk skömmu síðar. Lyngby hélt út og leiknum lauk með markalausu jafntefli. Það þýðir að Lyngby heldur sér uppi, endar með 29 stig líkt og Horsens en með betri markatölu. Álaborg endaði neðst með 28 stig. Gríðarlegur fögnuður braust út hjá leikmönnum Lyngby og þjálfaranum Frey Alexanderssyni en liðið hefur verið í fallsæti nær allt tímabilið en frábær endasprettur liðsins bjargaði því frá falli. Congrats Lyngby: Sævar Atli Magnússon, Alfreð Finnbogason, Kolbeinn Finnsson & Freyr Alexandersson pic.twitter.com/LC6LnaAtVo— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) June 3, 2023 Danski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira
Fyrir umferðina var spennan gríðarleg. Álaborg, Lyngby og Horsens voru öll með 28 stig en tvö lið falla niður í næst efstu deild. Álaborg var með bestu markatöluna en Lyngby og Horsens voru í fallsætunum. Lengi vel var markalaust í báðum leikjum. Sú staða hefði auðvitað þýtt að Lyngby og Horsens myndu falla en Kolbeinn Finnsson og Sævar Atli Magnússon voru báðir í byrjunarliði Lyngby og Aron Sigurðarson í byrjunarliði Horsens. Alfreð Finnbogason var hins vegar í leikbanni hjá Lyngby. Staðan í báðum leikjum var 0-0 í hálfleik en á 74. mínútu kom Alexander Lind Silkeborg yfir í leik liðsins gegn Álaborg. Það þýddi að Álaborg var komið í fallsæti og Lyngby upp í þriðja neðsta sæti. Lokamínúturnar voru æsispennandi. Lið Horsens og Álaborgar reyndu hvað þau gátu til að ná inn mörkum en ekkert gekk. Þegar flautað var til leiks í Álaborg var ljóst að liðið var fallið í fyrsta sinn í sögunni. Leik Horsens og Lyngby lauk skömmu síðar. Lyngby hélt út og leiknum lauk með markalausu jafntefli. Það þýðir að Lyngby heldur sér uppi, endar með 29 stig líkt og Horsens en með betri markatölu. Álaborg endaði neðst með 28 stig. Gríðarlegur fögnuður braust út hjá leikmönnum Lyngby og þjálfaranum Frey Alexanderssyni en liðið hefur verið í fallsæti nær allt tímabilið en frábær endasprettur liðsins bjargaði því frá falli. Congrats Lyngby: Sævar Atli Magnússon, Alfreð Finnbogason, Kolbeinn Finnsson & Freyr Alexandersson pic.twitter.com/LC6LnaAtVo— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) June 3, 2023
Danski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira