Laganna vörður innan vallar sem utan Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. júní 2023 09:00 Soffía Ummarin Kristinsdóttir dæmir í Bestu deild kvenna. vísir/bjarni Soffía Ummarin Kristinsdóttir er ein fárra kvenna sem dæma fótboltaleiki á efsta getustigi hér á landi. Hún nýtur sín vel í dómarahlutverkinu og stefnir hátt. Ekki er langt síðan Soffía hellti sér út í dómgæsluna. „Ég byrjaði að dæma fyrir Breiðablik í yngri flokkunum og þar fékk ég áhugann á þessu. Svo hafði ég samband við KSÍ, fór á byrjendanámskeið og fékk héraðsdómararéttindi. Ég byrjaði að dæma í neðri deildunum og fannst það rosa skemmtilegt, að vera hluti af leiknum,“ sagði Soffía í samtali við Vísi. „Ég hélt áfram að vera dugleg að taka leiki og reyndi að standa mig eins vel og ég gat og hér er ég.“ Soffía dæmdi sína fyrstu leiki í Bestu deild kvenna í fyrra og hefur haldið því áfram í sumar. „Það er ótrúlega mikill heiður að fá að dæma hjá þessum stelpum. Þær eru ótrúlega góðar í fótbolta og það er gaman að fá að fylgjast með þeim og reyna að stjórna leiknum aðeins.“ Soffíu langar að ná eins langt og mögulegt er í dómgæslunni. „Það væri ótrúlega gaman að komast á alþjóðastig, fá að dæma úti og landsleiki en maður verður bara að sjá hversu langt maður kemst,“ sagði Soffía. Klippa: Nýtur sín í dómarahlutverkinu Soffía er fyrrverandi leikmaður en hún lék meðal annars með Þrótti í efstu deild. Hún er nú komin aftur á fullt í boltann. „Þetta er mjög skemmtilegt að vera hluti af leiknum áfram. Þú stjórnar æfingatímanum betur sjálfur núna og þarft ekki að mæta á æfingar 6-7 sinnum í viku. Þú ert hluti af leiknum og færð að fljóta með í þessu. Þetta er líka góð hreyfing,“ sagði Soffía. En hvernig telur Soffía farsælast að fjölga konum í dómarastéttinni? „Að reyna að styðja hvor aðra í þessu, fá stuðning frá félögum og KSÍ. Það er ótrúlega gaman að vera í þessu og þetta er góður hópur. Það er mikilvægt að félögin styðji leikmenn sem hafa áhuga á þessu. Þetta getur oft orðið krefjandi og þá þarf maður oft að hafa einhvern stuðning og geta talað við einhvern og þá er gott að hafa stuðningsnet,“ sagði Soffía. Soffía er ekki bara laganna vörður inni á vellinum heldur einnig utan hans en hún starfar sem lögreglukona. „Ég held þetta fari nokkuð vel saman. Það eru oft einhver læti inni á vellinum og öskur og það er oft svipað í hversdagsvinnunni. Fólk er oft almennt ósátt við mann,“ sagði Soffía. Viðtalið við Soffíu má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild kvenna KSÍ Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ Sjá meira
Ekki er langt síðan Soffía hellti sér út í dómgæsluna. „Ég byrjaði að dæma fyrir Breiðablik í yngri flokkunum og þar fékk ég áhugann á þessu. Svo hafði ég samband við KSÍ, fór á byrjendanámskeið og fékk héraðsdómararéttindi. Ég byrjaði að dæma í neðri deildunum og fannst það rosa skemmtilegt, að vera hluti af leiknum,“ sagði Soffía í samtali við Vísi. „Ég hélt áfram að vera dugleg að taka leiki og reyndi að standa mig eins vel og ég gat og hér er ég.“ Soffía dæmdi sína fyrstu leiki í Bestu deild kvenna í fyrra og hefur haldið því áfram í sumar. „Það er ótrúlega mikill heiður að fá að dæma hjá þessum stelpum. Þær eru ótrúlega góðar í fótbolta og það er gaman að fá að fylgjast með þeim og reyna að stjórna leiknum aðeins.“ Soffíu langar að ná eins langt og mögulegt er í dómgæslunni. „Það væri ótrúlega gaman að komast á alþjóðastig, fá að dæma úti og landsleiki en maður verður bara að sjá hversu langt maður kemst,“ sagði Soffía. Klippa: Nýtur sín í dómarahlutverkinu Soffía er fyrrverandi leikmaður en hún lék meðal annars með Þrótti í efstu deild. Hún er nú komin aftur á fullt í boltann. „Þetta er mjög skemmtilegt að vera hluti af leiknum áfram. Þú stjórnar æfingatímanum betur sjálfur núna og þarft ekki að mæta á æfingar 6-7 sinnum í viku. Þú ert hluti af leiknum og færð að fljóta með í þessu. Þetta er líka góð hreyfing,“ sagði Soffía. En hvernig telur Soffía farsælast að fjölga konum í dómarastéttinni? „Að reyna að styðja hvor aðra í þessu, fá stuðning frá félögum og KSÍ. Það er ótrúlega gaman að vera í þessu og þetta er góður hópur. Það er mikilvægt að félögin styðji leikmenn sem hafa áhuga á þessu. Þetta getur oft orðið krefjandi og þá þarf maður oft að hafa einhvern stuðning og geta talað við einhvern og þá er gott að hafa stuðningsnet,“ sagði Soffía. Soffía er ekki bara laganna vörður inni á vellinum heldur einnig utan hans en hún starfar sem lögreglukona. „Ég held þetta fari nokkuð vel saman. Það eru oft einhver læti inni á vellinum og öskur og það er oft svipað í hversdagsvinnunni. Fólk er oft almennt ósátt við mann,“ sagði Soffía. Viðtalið við Soffíu má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild kvenna KSÍ Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ Sjá meira