Frétti fyrst af bónorði ástmannsins hjá systur sinni Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 2. júní 2023 15:29 Parið og verðandi hjón eiga skemmtilega tíma fyrir höndum við að plana brúðkaupsgleðina. Kolbrún Ýr Oddgeirsdóttir sagði já við einu óvæntasta og skrýtnasta bónorði ársins. Eiginmaðurinn verðandi bar um bónina í fréttatilkynningu til fjölmiðla og Kolbrún fékk því spurninguna stóru í fjölmiðlum, í gegnum systur sína. „Hann spyr mig aftur í símann og ég segi já,“ segir Kolbrún Ýr, flugumferðarstjóri í Reykjavík, um bónorðið frá unnustanum Helga Andra Jónssyni forstjóra SalesCloud. „Þetta kom mér svo sem á óvart en þeir sem þekkja Helga vita að hann gerir allt öðruvísi,“ segir Kolbrún sem átti þó von á tilkynningu um uppsögn Helga í fjölmiðlum en ekki með þessu sniði. „Við vorum að búast við að það kæmu upplýsingar um uppsögnina á morgun en ég fæ svo símtal í gærkvöldi frá systur minni um bónorðið,“ segir Kolbrún sem hringdi í kjölfarið í Helga sem var staddur í Svíþjóð. Hugmyndin að bónorðinu rómantísk Helgi sagði upp störfum hjá fyrirtækinu SalesCloud eftir rúman áratug en hann er stofnandi og forstjóri fyrirtækisins. Hann kveðst setja fjölskylduna í fyrsta sæti og vona að sonur hans lesi fréttatilkynninguna einn daginn og verði stoltur af honum og ákvörðuninni. Að sögn Kolbrúnar er Helgi afar rómantískur og telur að honum hafi þótt rómantískt að biðja hennar fyrir framan alþjóð. „Fyrir mér er þetta skemmtilegt og skil af hverju hann fór þessa leið. Hann er náttúrulega fréttasjúkur og les mikið fréttir,“ segir hún og hlær. Fékkstu hring sendan eftir bónorðið þar sem hann var staddur erlendis? „Nei en hann kemur heim í dag svo það er forvitnilegt að sjá,“ segir Kolbrún. Þá telur Kolbrún að systur hennar séu byrjaðar að plana gæsun en dagsetningin fyrir brúðkaupið er enn óráðin. Parið á eins árs dreng saman en fyrir á Kolbrún eina stúlku. Tímamót Ástin og lífið Tengdar fréttir Helgi Andri segir upp og biður konunnar Helgi Andri Jónsson, stofnandi og forstjóri SalesCloud, hefur sagt upp störfum hjá fyrirtækinu. Í yfirlýsingu segist hann ætla að setja fjölskylduna í fyrsta sætið en yfirlýsingin endar á: „Takk fyrir allt elskan mín. Og þig langar mig að spyrja – Viltu giftast mér?“ 1. júní 2023 22:04 Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Fleiri fréttir Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Sjá meira
„Hann spyr mig aftur í símann og ég segi já,“ segir Kolbrún Ýr, flugumferðarstjóri í Reykjavík, um bónorðið frá unnustanum Helga Andra Jónssyni forstjóra SalesCloud. „Þetta kom mér svo sem á óvart en þeir sem þekkja Helga vita að hann gerir allt öðruvísi,“ segir Kolbrún sem átti þó von á tilkynningu um uppsögn Helga í fjölmiðlum en ekki með þessu sniði. „Við vorum að búast við að það kæmu upplýsingar um uppsögnina á morgun en ég fæ svo símtal í gærkvöldi frá systur minni um bónorðið,“ segir Kolbrún sem hringdi í kjölfarið í Helga sem var staddur í Svíþjóð. Hugmyndin að bónorðinu rómantísk Helgi sagði upp störfum hjá fyrirtækinu SalesCloud eftir rúman áratug en hann er stofnandi og forstjóri fyrirtækisins. Hann kveðst setja fjölskylduna í fyrsta sæti og vona að sonur hans lesi fréttatilkynninguna einn daginn og verði stoltur af honum og ákvörðuninni. Að sögn Kolbrúnar er Helgi afar rómantískur og telur að honum hafi þótt rómantískt að biðja hennar fyrir framan alþjóð. „Fyrir mér er þetta skemmtilegt og skil af hverju hann fór þessa leið. Hann er náttúrulega fréttasjúkur og les mikið fréttir,“ segir hún og hlær. Fékkstu hring sendan eftir bónorðið þar sem hann var staddur erlendis? „Nei en hann kemur heim í dag svo það er forvitnilegt að sjá,“ segir Kolbrún. Þá telur Kolbrún að systur hennar séu byrjaðar að plana gæsun en dagsetningin fyrir brúðkaupið er enn óráðin. Parið á eins árs dreng saman en fyrir á Kolbrún eina stúlku.
Tímamót Ástin og lífið Tengdar fréttir Helgi Andri segir upp og biður konunnar Helgi Andri Jónsson, stofnandi og forstjóri SalesCloud, hefur sagt upp störfum hjá fyrirtækinu. Í yfirlýsingu segist hann ætla að setja fjölskylduna í fyrsta sætið en yfirlýsingin endar á: „Takk fyrir allt elskan mín. Og þig langar mig að spyrja – Viltu giftast mér?“ 1. júní 2023 22:04 Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Fleiri fréttir Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Sjá meira
Helgi Andri segir upp og biður konunnar Helgi Andri Jónsson, stofnandi og forstjóri SalesCloud, hefur sagt upp störfum hjá fyrirtækinu. Í yfirlýsingu segist hann ætla að setja fjölskylduna í fyrsta sætið en yfirlýsingin endar á: „Takk fyrir allt elskan mín. Og þig langar mig að spyrja – Viltu giftast mér?“ 1. júní 2023 22:04