Haaland valinn besti leikmaður tímabilsins á Englandi Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. maí 2023 10:45 Erling Braut Haaland hefur raðað inn mörkum fyrir Manchester City. Clive Rose/Getty Images Norska markamaskínan Erling Braut Haaland hefur verið valinn besti leikmaður tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Haaland er að klára sitt fyrsta tímabil í ensku úrvalsdeildinni og hefur Norðmaðurinn heldur betur komið eins og stormsveipur inn í deildina. Framherjinn gerði sér lítið fyrir og bætti markamet deildarinnar, en hann hefur skorað 36 mörk í 35 deildarleikjum fyrir Menchester City. Lokaumferð deildarinnar er enn eftir og því gæti Haaland enn bætt í metið þegar Englandsmeistararnir sækja Brentford heim á morgun. It had to be him!@ErlingHaaland is your @EASPORTSFIFA Player of the Season 🤩#PLAwards | @ManCity pic.twitter.com/MxI9cpE8QX— Premier League (@premierleague) May 27, 2023 Andrew Cole og Alan Shearer áttu markametið í deildinni, en þeir skoruðu báðir 34 mörk á einu tímabili þegar leiknir voru 42 leikir á tímabili í stað 38 eins og deildin er í dag. Alls hefur Haaland skorað 52 mörk fyrir Manchester City í öllum keppnum á tímabilinu, en aðeins Dixie Dean hefur skorað meira fyrir lið í efstu deild á Englandi. Það gerði hann með Everton tímabilið 1927-1928 þegar hann skoraði 63 mörk. Norðmaðurinn er fjórði leikmaður Manchester City til að hreppa verðlaunin, en þetta er einnig fjórða tímabilið í röð sem leikmaður liðsins er valinn bestur í ensku úrvalsdeildinni. Vincent Kompany var fyrsti leikmaður liðsins til að vinna verðlaunin tímabilið 2011-2012, Kevin De Bruyne vann þau svo tvisvar tímabilin 2019-202 og 2021-2022 og í millitíðinni fékk Ruben Dias verðlaunin tímabilið 2020-2021. Með Manchester City hefur Haaland nú þegar orðið enskur meistari og liðið er komið í úrslitaleiki bæði í FA-bikarnum og Meistaradeild Evrópu. Enski boltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Sjá meira
Haaland er að klára sitt fyrsta tímabil í ensku úrvalsdeildinni og hefur Norðmaðurinn heldur betur komið eins og stormsveipur inn í deildina. Framherjinn gerði sér lítið fyrir og bætti markamet deildarinnar, en hann hefur skorað 36 mörk í 35 deildarleikjum fyrir Menchester City. Lokaumferð deildarinnar er enn eftir og því gæti Haaland enn bætt í metið þegar Englandsmeistararnir sækja Brentford heim á morgun. It had to be him!@ErlingHaaland is your @EASPORTSFIFA Player of the Season 🤩#PLAwards | @ManCity pic.twitter.com/MxI9cpE8QX— Premier League (@premierleague) May 27, 2023 Andrew Cole og Alan Shearer áttu markametið í deildinni, en þeir skoruðu báðir 34 mörk á einu tímabili þegar leiknir voru 42 leikir á tímabili í stað 38 eins og deildin er í dag. Alls hefur Haaland skorað 52 mörk fyrir Manchester City í öllum keppnum á tímabilinu, en aðeins Dixie Dean hefur skorað meira fyrir lið í efstu deild á Englandi. Það gerði hann með Everton tímabilið 1927-1928 þegar hann skoraði 63 mörk. Norðmaðurinn er fjórði leikmaður Manchester City til að hreppa verðlaunin, en þetta er einnig fjórða tímabilið í röð sem leikmaður liðsins er valinn bestur í ensku úrvalsdeildinni. Vincent Kompany var fyrsti leikmaður liðsins til að vinna verðlaunin tímabilið 2011-2012, Kevin De Bruyne vann þau svo tvisvar tímabilin 2019-202 og 2021-2022 og í millitíðinni fékk Ruben Dias verðlaunin tímabilið 2020-2021. Með Manchester City hefur Haaland nú þegar orðið enskur meistari og liðið er komið í úrslitaleiki bæði í FA-bikarnum og Meistaradeild Evrópu.
Enski boltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Sjá meira